1.5.2009 | 13:59
Lífið og tilveran í hnotskurn á 1. maí
Vinna á morgun er ég að nenna því uuuu nei. Vinna á sunnudag og það er sama svarið við því. Hef ekki pössun fyrir Kötlu á sunnudaginn nema bara til að verða hálftíu þannig að hún verður aðstoðarmanneskja mín eftir það. Búin að fá um 15 % vinnu á Hlíð sem gera alveg heilar 3 vaktir á mánuði en mér finnst það fínt, fer svo líklega í aukningu í haust í heimahjúkrun sýnist allt stefna í það þar sem sjúkraliðar eru svo duglegir að fjölga mannkyninu:) Góður Svava góður:) Halda þessu svo bara áfram::)
Búin að vera að þykjast hjálpa Hildi að flytja, pabbi og Guðmundur hafa málað og sparslað alveg eins og berserkjar, og ég setti ALLT límband á lista sem þurfti en ég hef heldur ekki gert meira en það haha..ætla að fara á eftir og hjálpa við að henda inn í skápa og svona, gaman að þessu, hlakka til þegar ég fer í þennan gír:) Styttist vonandi styttist:) Búin að fá brillíant greiðslumat þannig að ég get keypt þá íbúð sem ég er að voka yfir, er bara aðeins að hinkra og sjá hvað verður um íbúðina hennar mömmu, fólk að bíða eftir að fá að skoða.
Litli pungur sem leigir íbúðina hennar átti að fara út í gær, en aldrei skiluðu lyklar sér þannig að ég fór í morgun og kíkti á glugga og þar var enginn en samt fullt af einhverjum draslhúsgögnum, en á eftir að fara inn í hana og kanna hvort skemmdir séu miklar...púff, er að reyna að ná í hann en er hann eitthvað að svara mér NEI hann nennir ekki að hafa fyrir því þetta andsk......kv.....Aumingja sá sem er að fara að leigja honum fokk.
En sólin kíkir út á milli skýjanna og ég er búin að þvo þvílíkt fjall af þvotti og grýta út, komin á glænýjan polo sem prumpar ekki lengur en tekur furðuleg stökk engu að síður sem er glænýtt, hann er reyndar hættur að koma mér á óvart greyið:)
Sótti um fyrir Brynju niður í Brim og fékk hún vinnu í snyrtingu og það sem meira er að hún er bara sátt við það enda gefur það henni held ég ágætan pening og hún getur stundað fótboltann án þess að vera stressuð, er þannig vinnutími. Enda held ég að allir hafi gott af því að prófa að vinna í fiski, mér fannst það alltaf mjög gaman, kannski ekki vinnan sjálf heldur samstarfsfólkið:) Stemning í liðinu...allavega gott að hún er komin með vinnu. Bónus var ekki að virka þar sem hún á æfingar kl 18.30 í sumar og þá hefði hún bara nokkrar mínútur til að koma sér heim og skipta um föt og mæta á æfingu, tja ég er fegin.
Einn frændi minn lést í gær úr krabbameini, hann hét Helgi Jökuls. Þekktur á Húsavík, var með fyrirtæki þar og var mjög góður kall...en svona er lífið, erfitt fyrir pabba að enn einn vinurinn hverfur á braut en svona er það að eldast, maður sér félagana hverfa einn á fætur öðrum og maður verður þá svo meðvitaður um að þetta kannski hefði getað verið maður sjálfur.
Var á fræðslu í vinnunni um sorg og sorgarviðbrögð í vikunni og þar kom ótrúlega margt fram sem ég hafði aldrei hugsað út í, t.d. hvernig fólk gefur manni kannski hint um að það langi að tala um dauðann en maður er stundum alls ekki vakandi fyrir því, verð það hér eftir. Einnig á maður að hvetja fólk svolítið til að ræða dauðann, er bara af hinu góða því eins og sú sem var með fræðsluna sagði "það er bara tvennt sem fólk getur verið 100% visst um og það er að maður fæðist og maður deyr"
Ofursjúlli kveður þenkjandi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já víst er um það að þetta tvennt er 100% öruggt .
Gangi ykkur vel öllum saman.
Kveðja úr Skagafirði
Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.