Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Haustverkin að hefjast:)

Búin að panta mér 25 kg af þindum til að hakka um helgina, hefur nú hækkað töluvert mikið kg verðið af þeim en samt alltaf ódýrara heldur en að gera þetta ekki, kaupi svo mikið af hakki og er að kaupa kannski 500 gr á 700 kr, en með þessu móti fæ ég 500 gr á 129 kr svona ca:) Já sæll::)

Brynjan mín er á fullu að láta busa sig, var klædd í KA bol í gær sem var nú ekki spennandi fyrir manneskju sem er Þórsari úff, og láta vera í því allan daginn, og meira og minna að gera sig að fífli skyldist mér, armbeygjur hér og þar og svona fleira skemmtilegt. Síðan þurfti hún að fara í gærkvöldi og æfa dans með bekknum sínum og böðlabekknum og það var held ég bara gaman nema henni fannst dansinn ekki alveg vera að gera sig en þau áttu að dansa hann í dag og s.s. að gera sig að fíflum:) Svo í kvöld fer bekkurinn hennar út að borða á strikið með böðlabekknum, finnst þetta nú bara svona svolítið flott skoLoL Henni líst vel á þetta en auðvitað er þetta gjörólíkt Glerárskóla en ég veit að hún á eftir að pluma sig fínt eða ég vona það. Svo fer að líða að því að hún fái bréf um að hún megi byrja í ökuskólanum, fer fyrst í bóklegt og svo í æfingaakstur og ökutíma s.s. þegar hún er orðin 16 ára, bílprófið kostar ekki NEMA 155 þúsund, kostaði 32 þús þegar ég lærði en síðan eru auðvitað liðin mörg árBlush

Maður verður að hjálpa henni við þetta þessu greyi hún er alveg ótrúlega dugleg að sjá sér fyrir mörgu sjálf, en ætlar líka að kaupa sér bíl þegar hún má þannig að henni veitir nú ekki af að spara svolítið, við reddum okkur þessar kellur með góðra manna hjálpJoyful

Pabbi kom í gær með helling af krækiberjum og ég er svona að melta með mér hvað ég eigi að gera við það hvort ég eigi að búa til saft með búa til krækiberjahlaup, annars ét ég þetta allt upp til agna ef ég fer ekki að gera eitthvað úr því:) Elska krækiber *slef*

Styttist í að ég byrji í meiri vinnu og mikið svakalega hlakka mig til 1. nóv að fá útborgað í fyrsta skipti eftir aukningu jibbí skibbí:) Gaman að því.

Svo er þetta nú afmælismánuðurinn mikli, pabbi gamli á afmæli á morgun, og Brynhildur og Rakel eiga afmæli 20 sept jájá þannig að ég fór áðan og fann afmælisgjöf handa Brynhildi minni en á eftir að finna eitthvað handa hinum:)

Best að fara að sækja litla genið mitt

OFURsjúlli kveður með hausverk frá helv.... 


Brúðkaup og ýmislegt

Fórum á Húsavík í dag í brúðkaup hjá Hreiðari og Guðnýju. Katla var yfir sig hrifin af prinsessunni og hélt varla vatni yfir þessu öllu saman. Falleg athöfn og glæsileg veisla með unaðslegu kjöti og súkkulaðitertu í eftirrétt:) Fengu fallegan dag til að láta pússa sig saman þessar elskur:)

Komum við hjá Elínu sys og hittum þar Ása frænda og co sem voru reyndar á leið suður en gaman að hitta þau engu að síður þó stutt væri. Fékk gistiboð hjá báðum systkinum mínum og ætla að nýta mér það fljótlega að renna austur og vera eina nótt. Gaman að því bara, brjóta aðeins upp þetta munstur sem maður er kominn í:)

Katla sofnaði í bílnum rétt þegar við vorum að koma niður af Víkurskarðinu og ég bar hana inn setti í náttfötin og áfram svaf hún bara alveg búin á því. Svo tekur þetta venjulega við á morgun, hún í Holtakot, ég að vinna og dagur eitt hjá Brynju í MA, á að mæta kl 10 í fyrramálið, úff skrýtið að eiga barn í framhaldsskóla. Ég að byrja í pottþéttu átaki á morgun með aðstoð þjálfara á netinu úff haldiði að það komi til með að ganga vona það, þarf að taka matarræðið rosalega í gegn hjá mér en ætla að gera það, engin miskunn, maður getur það sem maður ætlar sér ef maður ætlar sér það.

Er ógeðslega þreytt, rétt meikaði að komast síðustu metrana hingað áður en allt fór í rugl, er nefnilega með svokallaða náttblindu og þá er mjög erfitt fyrir mig að keyra þegar byrjað er að dimma, þetta er víst alveg þrælættgengt og amma Þura var víst svona sagði pabbi mér. Tók eftir þessu fyrir nokkrum árum en þetta hefur farið svolítið versnandi. Verst þó að keyra í myrkri og snjókomu dúddamía ég keyri hiklaust útaf. En svona er þetta bara

Er að bíða eftir að vinnufötin mín klárist að þvo og svo er ég farin beina leið í beddann, ógeðslega þreytt og ógeðslega illt í öxlunum.

OFURsjúlli kveður sáttur  


Meindl kvk gönguskór til sölu

Meindl 2Meindl Air Revolution til sölu, nr 40 kvk, eru í B flokki, lítið sem ekkert notaðir eins og sést, keyptir í 66°N á Akureyri. Mjög vinsælir hjá björgunarsveitarmönnum og útivistarfólki almennt...Meindl 1

Best að ausa aðeins úr sér fyrir svefninn:)

Best að fá útrás fyrir málæðið í sér fyrir svefninn, mætti halda að ég fengi aldrei að tjá mig bwahahah right

Vaknaði í þrusu góðu skapi á miðvikudagsmorgun, kom fram og hélt að það væri eitthvað að augunum á mér, dúddamía það var fiður um allt og þá meina ég allt, allur gangurinn, öll stofan, sófinn, eldhúsgólfið og ég veit ekki hvað og hvað, og fyrir framan eldavélina lá fugl, fjaðralaus, tilbúinn að pönnuna, kattarkvikindið kom mjög stolt og nuddaði sér upp við mig agalega ánægður að hafa getað nú glatt eiganda sinn, hmm ætla nú ekkert að segja frá því hversu glöð ég varðLoL Eyðilagði algjörlega daginn..

Fór með Kötlu í klippingu í gær, ekkert smá flott og Íris fléttaði svo fallegt hjarta í hárið á henni bara yndisleg og það sem meira er er að það tollir enn:) Tók mynd af því og ætla að setja nokkrar myndir af fallega barninu mínu hér á morgun:)

Var á fræðslu á Holtakoti á þriðjudag og fékk Katla að vera til kl 16.15 þann daginn og mikið var hún þreytt, greinilega munar mikið um þennan eina klukkutíma, voða fegin að geta tekið hana heim kl 15.15 bara snilld.  Svo er smá fræðsla í fyrramálið á Kotinu og fékk ég að mæta aðeins seinna í vinnuna, aldrei neitt mál í vinnunni minni, enda reyndar á ég það inni þar sem ég var að vinna til kl 14.30 einn daginn en það var bara gaman, fékk að sitja fund á Kristnesi:) Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og það meira að segja fundi.

Langar að verða held ég sálfræðingur, eða eitthvað sem hefur með svona sálgæslu að gera, mikið gaman að pæla í þeim hlutum og hef ég doldið þurft að leika sálfræðing í vinnunni undanfarið og mér finnst það svo gaman. Er líka búin að komast að því að það er lang best að tala hreint út um hlutina við fólk en alls ekki fara í kringum það, fólkið vill það líka. Hugurinn er líka svo ótrúlegt fyrirbæri....Held ég yrði góður sáli...W00t

Erum við mægður að fara í brúðkaup til Húsavíkur á sunnudaginn, fórum í dag og fjárfestum í brúðkaupsgjöf og nú er aðalmálið í hverju skal maður fara, þoli ekki að fara í fín föt sérstaklega þegar ég á þau ekki til...langar svo að kaupa mér skyrtukjól niður í Centro en á ekki pjening, kostar orðið svo sjúklega mikið að kaupa í matinn, gerði helgarinnkaup í dag og það var bara 8 þús og ég keypti ekkert nammi eða snakk eins og ég geri samt fyrir helgar merkilegt.

Brynjan mín var bestust í dag, þegar ég kom heim var hún búin að snyrta svo fínt til, þvo þvott og ganga frá af snúrum og hengja upp úr vél og vaska upp og ég veit ekki hvað og hvað, djásn þessi stelpa, ekki bara út af þessu bara öllu. Finnst ég svo heppin með fallegu stelpurnar mínar tvær en svo er vafaatriði nottlega hvort ég sé einhver súpermammaW00t

Best að hætta þessari væmni og fara að sofa

OFURsjúlli kveður verðandi OFURsáli hmmmmm 


Suma daga ætti að loka mig inni svo ég geri engum mein

Þetta átti klárlega að vera "húsmóðurdagurinn mikli" en endaði mjög snarlegaUndecided Voðalega spræk stökk á fætur, brunaði með litla gen á leikskólann og ætlaði nú aldeilis að vekja stóra genið mitt með kleinubakstursangan, hugsa að í staðinn sé hún í rollandi vímu inni í rúmi. Var búin að búa til deig úr 2 kg af hveiti og ætlaði að setja dropana, júú setti dropa en ranga dropa og svo ætlaði ég að setja bara ögn af þeim réttu en nei missti glasið ofaní jukkið og smakkaði deigið og dúddamía ég er rallhálf. Þannig að því var hent, og í reiði ákvað ég að gera ekki meira en bakaði samt bollur svona til að fá eitthvað út úr því að hafa skítað eldhúskvikindið út. En kleinur skulu verða bakaðar bara á föstudaginn í staðinn "ARG" ég er doldið fúl....

En nýtti skapið og hringdi bæði í símann og Vís þannig að það voru allir voða tilbúnir að laga eitt og annað sem ég var að pirrast yfir hahahaha.....

Brynja kom frá borginni í gær með haug af ógeðslega flottum fötum, og MIKLU ódýrari heldur en hér fyrir norðan, ég held að það borgi sig að fljúga suður kaupa föt og fljúga heim, kæmir samt út í plús, þegar það munar 5000 kalli á sömu flík hér og fyrir sunnan er þetta eitthvað í lagi eða????!!!!!!!! Mæli nú bara með því að fólk hætti hreinlega að versla við þessar okurbúllur hér eða allavega myndi ég vilja vita ástæðuna fyrir þessum mikla mun....Keypti helling af spennum í hárið á Kötlu sem þýddi að Katla fór með 8 spennur í hausnum hefði farið með allar 20 ef ég hefði ekki bara þóst setja þær í kollinn:) Færði mömmu sinni skærbleika inniskó og þegar maður labba heyrist hljóð eins og sé hörkugaddur brakar svona skemmtilega var bara kósý að trítla á þeim í gærkvöldi og hafa kveikt á kertum, kom viss stemningW00t

Fór í gær með Hillu pillu og fjárfesti mér í blómi svona drekatré, og þegar ég kom heim fattaði ég að ég á engan pott né mold þannig að ég þarf að brussast í það í dag er frekar lummó risablóm í litlum potti:)

Elín sys kom í gærkvöldi og stoppaði dágóða stund, lánaði henni dýnu til að sofa á í íbúðinni hennar mömmu ætlum að reyna að troða svefnsófa þangað og einhverju svo sé svolítið heillandi að gista þar:)

Ætla að fara að úða í mig af mikilli græðgi bollunum sem ég bakaði og tókust reyndar ágætlega þrátt fyrir að ég reyndar gleymdi að setja eitt og annað í þær, hvað er að gerast með mig, síðan verður tekið á því með skúrningargræjurnar, nennti því ekki á föstudag og dauðsé eftir því núnaW00t

OFURsjúlli kveður bara 


Gullkorn litla gens og vangaveltur

Katla er nottlega bara búin að skemmta mömmu sinni í morgun með hverju gullkorninu á fætur öðru. Núna síðast var ég að banna henni eitthvað, eftir smástund kemur hún sest í sófann undir sæng, lítur á mig hvolpaugum og segir mjög dramatískri röddu "mamma ég er veikur" nú sagði ég hvað er að "bara veikur" ég strauk henni um kollinn og sagði ekkert. Kemur svo eftir smá stund  "má ég fá pobomjólk" (kókómjólk) já ég skal gefa þér eina, síðan kom "og gulrót"  jájá segir mamman ekkert nema ljúfmennskan enda barnið mjög veikt að eigin áliti, "súkkulaðirúsínur" kom þá þegar hún sá hvað mamman var auðveld:) Snillingur...

Fórum í gær að sækja geisladiska sem ég átti eftir að taka hjá pabba hennar, og ég nottlega Bubba Morthens fan frá ....., fékk alla diskana með honum og þvílík gleði sem varð hjá litla geninu þegar hún fann svona tvöfaldan disk með Bubba og fullt af myndum, bara eins og hún hefði rekist á fjölskyldualbúmið:) Svo hlustuðum við á Oskar Pé syngja þú styrkir mig í botni á leiðinni heim og henni fannst það æði enda Óskar Pé hennar sérlegi vinur:::)

Gaman að þessu, vorum á útopnu í gær, fórum á 3 rólóvelli í gærmorgun og svo til pabba og svo heim og sofnuðum báðar í næstum 2 tíma:) Vorum svo með Partý í gærkvöldi og Katla sofnaði um kl 9. Henni finnst voðalegt sport að vera með partý um helgar, snakk og nammi og mynd....

Er enn að velta fyrir mér hvað ég eigi að prjóna núna, er með helling af garni en vantar hugmyndir, er ekki að hafa mig í að prjóna sokka og vettlinga finnst það frekar leiðinlegt, en neyðist til þess svo stelpurnar mínar frjósi nú ekki á tám og fingrum í vetur. En er að spá í að negla mér í að hekla rúmteppi á rúmið hans pabba og gefa honum í jólagjöf, spurning bara hvernig ég hef það og ég verð að halda mér vel við ef ég ætla að klára það fyrir jól en set hausinn í bleyti.

Fékk sms frá Brynju í gær sem hljómaði bara "OOOOOOOóóó´" og ég bara "HA" kom tilbaka "eyðaeyðaeyðaeyða" haha á þetta alveg inni stelpan, ekki eytt eiginlega neinu af sumarkaupinu sínu og búin að leggja helling fyrir, er að safna sér fyrir bíl, fer að styttast í að hún megi byrja á bóklega hlutanum, þarf að fara að kanna það mál. Svo er hún bara að leita sér að vinnu með skólanum í vetur en eitthvað gengur það ekki vel, virðist ekki verða auðvelt því miður. En kannski dettur eitthvað upp í hendurnar á henni.

Annars er allsstaðar sparnaður framundan, verið að skera þvilíkt mikið niður í heilbrigðiskerfinu sem mér finnst eiginlega það alversta og ekki vegna þess að ég vinn þar, heldur einmitt núna t.d. veitir gamla fólkinu ekki af því að þjónusta við það sé aukin heldur en hitt, farið að bera á því að aldraðir hafa hreinlega ekki efni á einu og öðru sem á að vera sjálfsagt, eins og það að kaupa sér gleraugu til að geta horft á sjónvarp eða lesið, en ég er að verða mikið vör við þrengsli hjá þeim, því miður. Þetta er fólkið sem búið var að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins og átti að eiga "áhyggjulaust ævikvöld" en held það séu fleiri en færri sem hafa "áhyggjumikið ævikvöld" Finnst þetta ferlegt. 

Búið að gefa út hverjir verða í fyrsta hóp flensusprautunnar og það verða heilbrigðisstarfsfólk, þungaðar konur, slökkviliðsmenn og björgunarsveitamenn. Langar alls ekki í þessa sprautu en maður lætur sig hafa það, síðan í næsta hóp verða það 6mánaða- 18 ára og fólk með undirliggjandi kvilla einhverja.  Lítur nú út fyrir að þetta sé samt í rénun en gæti blossað upp aftur og kannski á þetta enn eftir að versna hver veit.

Best að fara að klæða sig og litla genið og drífa sig út í kuldann en samt fallega veðrið

OFURsjúlli kveður þenkjandi 


Kveisa þoli ekki búðir..oft er þörf en nú er nauðsyn

Ræpa dauðans ég veitW00t Klúki hérna og velti vöngum yfir því hvað ég eigi að framkvæma næst, búin að ræktast, búin að þrífa (lauslega), búin að vaska upp og setja í vél, þrífa ísskápinn, þarf að rafmagnast en er að velta fyrir mér að geyma það til mánudags og fara að versla í matinn eða versla mér kannski föt, og svo er ég með hausverk hvað ég á að gefa í brúðkaupsgjöf um næstu helgi úllallaHappy Hreiddi frændinn minn og hún Guðný ætla loksins að gifta sig eftir ég veit ekki hvað mörg ár allavega eftir 2 drengi, gaman að þvíLoL

Hugsa að ég dröslist niður í bæ og versli mér eitthvað kannski og fari í leiðinni og sæki kerruna hennar Kötlu og kaupi í matinn svei mér ef þetta er ekki skothelt plan já eða ekki.  Sé til hverju ég nenni, ætlaði helst á bókasafnið líka til að ná mér í eitthvað að lesa, var ekki með neitt að lesa í gærkvöldi og frekar en ekki fann ég gamla skólabók úr sh. sjúkraliðanáminu og las hana er í lagi hmm þetta var allavega góð upprifjun og eðal svefnmeðalKissing

Fallegt veður núna, logn og svona smá glæta kíkir í gegn um skýin en ekki nema 7°C sem er bara fínt.

Best að fara að framkvæma eitthvað af því sem komið er á listann minn 

OFURsjúlli kveður brattur bara 


Hvað er að gerast á klakanum....

Það er nú annaðhvort eða hér á blogginu, læt líða marga daga eða bara mjög stutt. Hef bara ekki nennt að blogga hérna undanfarið, engan veginn í stemningu fyrir það en finn að ég er öll að eflast.

Komin í 4ra daga helgarfrí þar sem ég var að vinna síðustu helgi og það er svo ljúft, Katla ætlar að gista hjá pabba sínum í nótt og ég sæki hana svo á Holtakot á morgun, sakna hennar endalaust þegar hún fer svona, merkilegt hvað maður er háður þessum litlu greyjum. Sótti bara Ragnhildi Sól frænku mína í skólann í dag fyrst ég fékk ekki að sækja KötluLoL Svo kom Mási bró hérna og reddaði mér með ráðleggingum um ljósin hérna og ætla ég strax í fyrramálið að rífa þetta dót niður og kaupa nýtt og henda því upp, rafvirki hvað...hahaHappy Allavega gott að eiga góða að því það er ótrúlegt sem maður getur gert sjálfur ef maður fær bara smá leiðbeiningar:) Ætla líka í Litaland á morgun og athuga hvort þeir eigi grunninn á eldhúsinnréttinguna og fara í að reyna að fixa hana til, hugsa að ég geri hana ljósa en samt ekki alveg hvíta á eftir að skoða það.

Fór með djellukaggann í dag og fékk skoðun á hann seisei já, spurði skoðunarmanninn út í ískrið í bremsunum og þetta er mjög algengt vandamál þar sem það er búið að eitthvað efni sem var notað og nýja efnið getur valdið svona hljóðmengun. Ég var mjög fegin var farin að hallast að því að eitthvað væri að kerrunni. En ég þarf að láta skipta um einhverjar bremsuslöngur við tækifæri og ætla að gera það í næsta mánuði vil ekki lenda í því að bremsurnar klikki og ég með dýrmætan varning í bílnum. Skammaðist mín ögn þegar ég opnaði skottið á bílnum og vorum að leita að rauða þríhyrningnum sem á að vera og í skottinu eru gamlir pottar, teppi og rusl sem og reyndar í bílnum öllum verð að þrífa hann um helgina.

Pabbi fór og tók um hluta af kartöflunum þannig að núna er bara smotterí eftir, fallegar böppur...

Síðasti dagur Brynju í vinnunni á morgun og svo er hún að fara suður á laugardag með Telmu vinkonu sinni og fjölskyldu, gaman að því fyrir þær snillingana.

Veit ekki hvað skal segja meira svo ég læt staðar numið og ætla að fara að fara í sturtu.

OFURsjúlli kveður þakklátur fyrir það sem hann hefur 


Auðmenn Íslands

Jæja þá er að styttast í skólann hjá Brynju, fórum í gær og keyptum bækur handa henni og dúddamía hún keypti bækur fyrir rúm 30 þús og á samt enn eftir að kaupa slurk, skrýtið að það skuli ekki vera meira til af notuðum bókum en raun bar, þurfti að kaupa helling nýtt en þess virði sko algjörlega:) Held henni lítist vel á sérstaklega frönskubækurnar bwahahahah. Gaman að þessu. Búin að fá stundarskrána og hún er eiginlega alla daga til kl 14 nema einn minnir mig þá er hún til kl 16.

Katla búin að vera nokkuð hress, aðeins svona úrill á köflum og svaf reyndar illa í nótt en allt í lagi þannig í dag aðeins úríll. Ætlar að vera hjá pabba sínum annaðkvöld þar sem hann er víst að kasta sér til útlanda. Keypti helling af fötum á hana núna þannig að núna er hún bara nokkuð vel byrg nema kannski af sokkabuxum og nærfötum en ég kaupi þau bara næst:) 

En að allt öðru, fórum í dag við feðgin að taka upp kartöflur og tókum helminginn upp og eru það tæp 40 kg, alger snilld, ætlum að klára það á morgun eða föstudag, annars væri pabbi vís með að vera búinn að þessu þegar ég ætla svo að fara. En þetta er klassa uppskera:) Býst við að fá að geyma þetta hjá Mása nema ég drullist til að smíða mér kassa hérna á pallinn og einangra hann þá gæti ég geymt þetta þar, ætla að skoða það á morgun væri nottlega langbest.

Átak nr 389 að byrja á morgun, hreyfa mig aftur og slíkt, reyndar ekkert hlaupabretti en maður verður bara að bera sig eftir björginni og troða sér einhversstaðar þar sem bretti er og kannski líka að hlaupa ÚTI á meðan veður er gott, ætla mér að styrkja mig helling:) Jájá efast ekki um að þetta gengur.

Var að fá vinnuskýrsluna mína eftir að ég fer í meiri vinnu og hún er fín, vinn 6 hverja helgi og þá bæði mv og kv og svo alla daga til kl 15 enda verð ég í 90% vinnu:) Annars var ég á fundi í morgun þar sem verið var að kynna fyrsta liðinn í sparnaði og það er bensínpeningurinn hjá okkur sem erum á eigin bílum, mikil kjaraskerðing þar en maður heldur allavega vinnunni ENNÞÁ hugsa að endi með því að einhverjum verði sagt upp eða allavega verði sagt upp einhverri prósentu, fer þá bara niður í Brim og vinn þar allavega vön í því djobbi:)

Maður er svartsýnn á þetta þjóðfélag eins og staðan er, verður erfiðara og erfiðara með hverjum mánuðinum sem líður, bara að kaupa í matinn á viku hefur hækkað um ca 40-50% sýnist mér, veit um marga í kringum mig sem eru að missa allt sitt því sem næst, maður þakkar bara fyrir að fljóta enn sem komið er, svona er Ísland í dag og ekkert sem er að breytast í þeim efnum sýnist mér.

Best að horfa á Ljótu Betty á plúsnum og klára sokkana sem ég er að prjóna á Brynjuna mína:) Búin með teppið mitt og ætla að klára sokkana hennar og svo prjóna sokka á litla genið og jafnvel vettlinga líka og síðan eitthvað handa mér:) Bara notalegt á kvöldin við kertaljós að prjóna og hlusta á tónlist eða horfa á tv með öðru auganum jájá

OFURsjúlli kveður fúll út í auðmenn ÍslandsW00t


Margt smátt....

Er að horfa á söfnunarþáttinn "á allra vörum" frábært að sjá hvað hefur safnast miðað við erfiða stöðu Íslands, ég hef alltaf gefið þegar verið er að safna fyrir krabbameinssjúka 1000 kr á heimilismeðlim, þannig að núna gaf ég 3 þús og ég efast um að ég sé fátækari fyrir vikið. Búin að vera að horfa og þvílíkar hetjur sem fólk er, bæði foreldrarnir og börn, alveg eitt og eitt tár sem hefur fallið. Maður þakkar fyrir að lenda ekki í þessum aðstæðum hvorki að vera með krabbamein eða eiga barn með krabbamein...vonandi gefa sem flestir, koma svoLoL

Katla er búin að vera lasin sl. 2 daga, byrjaði með háum hita, óráði, hósti og hnerri. Síðan fékk hún í magann og var mjög slök, síðan í dag hefur hún verið fín, svolítið örg en hitalaus, var samt eitthvað mjög ólík sjálfri sér þegar hún fór að sofa.. Held samt að það verði að kíkja í eyrað á henni svona bara varúðarráðstöfun hefur ekki verið gert síðan síðast, hún er að fara til pabba síns í fyrramálið þannig að ég bið kallinn að redda því. Svo kemur hún aftur til mín á mánudag, ég er að vinna um helgina og Holtakot lokað á mánudag..

Brynja farin á Blönduós að keppa, áttu að keppa 2 leiki við KR, töpuðu fyrri leiknum, en leika aftur á morgun við þær. Búið að vera töluvert álag í keppnum þessa vikuna, spiluðu við Stjörnuna á þriðjudag töpuðu þeim leik en unnu Breiðablik á miðvikudag 3-0 bara góður leikur.  Hún á eftir að vinna næstu viku og síðan á hún viku í frí áður en MA byrjar, kominn bara stemning í hana að byrja í skólanum, á eftir að kaupa allar bækur, búin að kaupa töskuna og eitthvað af fötum, þannig að þetta er allt að smella.

Ég er farin að upplifa mig sem Guðrúnu Á Símonar kattarkonu, alltaf í brasi með kisurnar mínar, Snúður enn og aftur flúinn niður á Munka var reyndar mun fljótari þangað núna en síðast, ekki nema sólarhring núna á móti 3 sólarhr. áður:)  Fer á morgun og reyni að fanga gorminn verða að fara að sættast við hvorn annan:)

Kalt hér í dag og hvasst, og á held ég að vera það eitthvað áfram. Heyrist mun meira í veðrinu hér heldur en á Munkanum, hvín í öllu, frekar kósý bara, þarf samt að kaupa mér þéttiborða á opnanlegu gluggana, gustar svolítið inn en ég redda því nú eins og flestu:)

Best kannski að fara að koma sér í bælið, svo maður vakni nú örugglega í fyrramálið, enda litla genið byrjað að rumska svo eins gott að fara að koma sér inn.

OFURsjúlli kveður sorgmæddur 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband