Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.8.2009 | 22:29
Fyrsti dagur eftir frí
Mikið ljómandi var nú gott að koma í vinnuna sína í morgun, hitta vinnufélagana og gamla fólkið mitt, bara ljúft, fékk koss á kinn og margt fallegt sagt við mig þegar ég mætti aftur yndislegt Sýnir að maður er allavega að gera eitthvað jákvætt.
Katla fór til pabba síns eftir leikskóla, búin að vera óttalega úrill síðan, hugsa að eyrað sé að láta finna fyrir sér, sefur samt fínt á nóttunni en olían er eitthvað ekki að skila þessu út, hugsa að ég verði að panta tíma fyrir hana í vikunni, ætla samt aðeins að þrjóskast lengur kannski kemur þetta.
Daníel á fasteignasölunni hringdi og vildi fá lykla af íbúðinni, var einhver að spyrja eftir íbúðinni í dag og hann vill fá að sýna hana sjálfur, enda eðalsölumaður held ég, allavega talar hann nóg og ég hugsa að hann hefði alveg getað selt mér íbúð í dag og ég keypt án þess að hugsa mig um haha snilld, allavega bara gott mál. Brunaði svo heim á ólöglegum hraða og horfði á landsleikinn með öðru og reyndi að sinna Kötlu með hinu:) Þær eru flottar stelpurnar okkar bara flottar, þessi dómari var alls ekki að gera sig en við vinnum á fimmtudaginn engin spurning, verð reyndar ekki að horfa þar sem ég ætla að fara í heimsókn til hennar Þórnýjar á Hrafnagil stemning í því
Katla gerði voða flott málverk handa mér í gær, er lengi búin að velta vöngum vantaði eitthvað á einn vegginn hérna en átti ramma, þannig að ég lét hana hafa spjaldið innan úr rammanum og hún puttamálaði geggjað málverk handa mér og ég henti því upp, finnst reyndar ramminn ekki alveg passa við málverkið þannig að það er spurning um að pússa hann upp og mála enn og aftur Hildur ertu ekki geim í það;)
Síminn minn eitthvað að bila, hringir bara þegar honum hentar, og sms koma svona dittinn og dattinn, kannski ekki skrýtið þar sem ég er búin að missa hann 100x í gólfið og oní poll og allavega, en kaupi mér seinna bara:) Var að panta mér mánaðarbirgðir af kaffi frá heimakaffi.is sem er bara mögnuð verslun, mun ódýrara að kaupa hjá þeim heldur en Senseo púða hérna í búðum, jájá maður verður að hafa nóg af kaffi annars verður maður bara ómöglegur.
Hvað á ég að rugla meira, hmm vona að íbúðin seljist því ég þarf að fara að fá gluggatjöldin fyrir gluggana hjá mér er að klikkast á því að hafa þetta svona, en það kemur, kostar í kringum 30 þús og ég held að Eyþór ætli að setja þau upp fyrir mig...jájá nú annars bara massa ég það sjálf upp
Brynja er að fara að keppa á morgun við Stjörnuna og eins og hún orðaði það svo snilldarlega hún Rakel Hönnu landsliðsgella "það verður stjörnuhrap á þórsvelli á morgun"
OFURsjúlli kveður í laginu eins og Pólland
OFURsjúlli kveður
22.8.2009 | 22:48
Dýrin okkar geta verið ótrúleg:)
Loksins þegar Ronaldo kisi kom heim, þá hvarf Snúður og var búinn að vera horfinn í 3 daga þegar Eyþór hringdi og sagðist halda að hann væri á Munkanum, var bara svo styggur að hann náði honum ekki. Ég með búrið góða þangað í dag og kom þessi ræfill um leið og ég kom og nuddaði sér öllum við mig, fór svo bara með hann heim og hann vill ekki einu sinni fara út greyið. Hvæsa hér á hvorn annan en miklu minna en fyrst. Ótrúlegt hvað dýr geta ratað...obbobbobb...
Fór með Kötlu til læknis, og hann sá ekki hljóðhimnuna í henni fyrir merg, á mjög erfitt með að losa merg úr þessu eyra, þannig að núna er verkefnið fram yfir helgi að moka olíu í eyrað á henni og reyna að mýkja þetta og vona að það skili sér annars á hún að mæta í sog í næstu viku. Vona að hún sleppi við það þar sem ég get vitnað um að það er hrottalega óþægilegt jaðrar við að vera vont...en krossum bara putta. Er alveg eldspræk samt sem áður.
Fórum við Brynja í morgun og röltum okkur um Glerártorg og enduðum svo á því að fá okkur að borða nautakjötsloku með bernís bara best:) Fórum svo í göngutúr út á róló þegar Katla kom úr heimsókn frá pabba sínum og vorum þar í góða stund, við stóru stelpurnar skemmtum okkur ekki minna en litla stelpan, haha. Síðan fórum við á Bryggjuna og buðum Telmu vinkonu Brynju með okkur, fengum okkur pizzu og hvítlauksbrauð Enduðum svo á að kaupa okkur kókosbollur og fara heim og erum hér allar:) Katla sefur, stelpurnar að spjalla og ég að hekla og blogga auddita:)
Brynja fann sér skólatösku í Sportver í morgun og ætlaði svo að fara og kaupa hana í dag en þá var búið að loka..fer á mánudag og kaupi hana fyrir hana, Eyþór ætlar að gefa henni hana, góður strákurinn við stjúpbarnið sitt:::) En svo ætlar hún að kaupa bækurnar að mestu sjálf, búin að vera rosalega dugleg að leggja fyrir í sumar, ég ætla að gefa henni fyrir flugi suður í byrjun sept, en þær vinkonur hún og Telma ætla að fara og eyða smá pening fyrir skóla, gott með þær. Búin að fá bekkjarplanið sitt og er bara nokkuð sátt við það, hefði samt viljað sjá sig í bekk með fleirum sem hún þekkti ekki en þetta eru flest krakkar sem hún er búin að vera bæði með í skóla og fótboltanum en það breytir engu samt sem áður.
Gaman að þessu, ótrúlegt að "litla" barnið mitt sé að byrja í MA svona líður tíminn hratt, verður komin í háskóla áður en ég veit af.
Best að fara að hekla aðeins meira og éta aðeins meira, fer að verða eins og fjall ef ég fer ekki aðeins að staldra við dúddamía
OFURsjúlli kveður þanin
19.8.2009 | 12:22
Er maður ruglaður
Farin að hugsa um jólin, hvað ég ætla að gefa hverjum og svona, hvernig jólaskraut ég ætla að búa til og svona dúddamía er maður aðeins að fara framúr sér, er ekkert svo viss um það, svo gott að vera klár með gjafir og svona snemma eða mér finnst allavega gott að vita hvað ég ætla að gefa hverjum. Þarf reyndar ekki að kaupa mjög margir, kostur við það að skilja við kallinn bwahahahahah en samt nokkuð margar sko:)
Er að setja kúruteppi okkar mæðgna saman og held það verði bara nokkuð flott við fína rauða sófann minn.
Samt töluverð vinna að koma þessu saman, því teppið verður alltaf þyngra og erfiðara að kljást við það en held það verði alveg þess virði:) Líka gaman að geta sagt að ég gerði þetta alveg sjálf. Ætla svo að fara að hekla sæt svona hjörtu í mismunandi stærðum til að hengja upp í glugga eða á jólatréð eða bara skreyta pakka með Handavinnusjúk pínu núna, finnst þetta svo gaman:)
Annars er ég að bíða eftir klukkunni núna er nefnilega að fara að hitta Boga tryggingaráðgjafa og finna út einhverja góða tryggingu fyrir mig, borgar sig að vera vel tryggður þó svo að maður þurfi vonandi aldrei að nýta sér það ekki alvarlega allavega, annars sýnist mér að ef eitthvað skemmist hjá manni þá er alltaf eitthvað í smáa letrinu sem segir að ef eitthvað annað hefði komið fyrir þá hefðu hlutirnir verið bættir....en samt sem áður Bogi here I come.
Ætlaði að hjóla mér var mjög björt, leit út um gluggann og það er hellirigning úti og rok þannig að ég ákvað að vera bara á Polo svona upp á hátíðleika..fer ekki mikið á honum, reyni frekar að hjóla. Nenni bara ekki að mæta rennandi blaut þarna niðureftir.
Katla búin að sofa eitthvað illa sl. tvær nætur, fannst þetta vera eins og hana væri að dreyma illa, eða fengi verkjastingi, en hún fór á leikskólann reyndar hrikalega þreytt í morgun en ég ætla að láta kíkja í eyrun hennar í dag til öryggis, fer með hana í opna tímann á slysó kl 5, nenni ekki upp á HAK þar er bara endalaus bið ætla að prófa slysó allavega. Gæti trúað að það væri eitthvað enn að hrjá hana í eyrunum sagðist samt ekkert finna til, vildi bara vera í mömmu krika í nótt
Best að fá sér að borða oggósmá svo ég heyri í Boga fyrir garnagauli
OFURsjúlli kveður nokkuð góður bara
18.8.2009 | 09:32
Útvaxinn, með hor og hálsbólgu já því ekki
Er að dunda mér við að útbúa mér svona netdreifingadæmi hjá Kbbanka, ótrúlega sniðugt en vantar enn reikninga sem eiga að fara þarna inn þannig að málið er í bið. Ákvað að vera ekki í greiðsluþjónustu, finnst ég ekki hafa nógu góða yfirsýn yfir fjármálin þannig svo ég ætla að prófa þetta allavega í bili. Svo er ég að fara og fá mér einhvern slurk af tryggingum í vikunni, er ekki enn komin með tryggingu þannig að ég fer í ráðgjöf hvað það varðar, liggur við að það sé hugsað fyrir mann, þjónustufulltrúinn bara bókar tíma og ég kem svo og fæ mér kaffi og með því, og samþykki allt sem sagt er, Yeah right:) En bara gott að hafa þetta svona:)
Pabbi og mamma Eyþórs eru að koma og sækja hlaupabretti sem hún var að kaupa sér, fengu að geyma það fyrir í tómu íbúðinni hennar mömmu sem er bytheway til sölu ef einhver hefur áhuga:)
Katlan mín litla svaf frekar illa í nótt, alltaf umlandi í svefni. Spurði hana svo í morgun hvort henni væri illt í eyrunum en hún neitaði því en sagði að hún væri með illt í tánni. Efast um að hún hafi sofið illa þess vegna:) Kannski hana hafi bara dreymt svona illa því ég var að ota koppnum að henni í gærkvöldi og það finnst henni alls ekki sniðug mubla bara langt í frá. Spurði hana um daginn hvort hún vissi hvað hún ætti að gera við þennan grip, hún arkaði inn á klósett og kom með koppinn á hausnum þannig að hún er líklega ekki tilbúin
Annars er nýjasta nýtt hjá henni að við erum sko PÆJUR, segir þetta í tíma og ótíma, kemur og klípur í kinnarnar á manni og segir Ohhhh pæjan þínHvar svo sem hún hefur nú heyrt það:)
Ég verð bara að lýsa yfir aðdáun á youtube hélt að það væri bara svona djók og drama þarna inni, en eftir að ég var búin að veltast um með teppabútana mína í marga daga og hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti nú að setja þá saman, var mér bent á að gúggla sem og ég gerði og voila, bara kennslumyndband takk fyrir hvernig ætti að gera þetta og núna er ég búin að setja nokkra búta saman þannig að það er að myndast teppi jájá, vegir netsins eru magnaðir...
Dreymdi í nótt að ég væri komin með svínaflensuna, og var virkilega fárveik og gat ekki hugsað um Kötlu og fannst ég vera bara ein á lífi með hana og ég veit ekki hvað og hvað, maður er nottlega ruglaður:) Fengum sendan meil í gær frá HAK þar sem farið er yfir verklagsreglur í þessu sambandi og vona ég nú bara að gamla fólkið mitt fái þetta ekki. Reyndar deyja um 500 manns minnir mig á ári úr venjulegri flensu og það þá eldra fólkið sem er orðið veilt fyrir, þannig að ég held að þetta verði nú ekki verra en það. Því oft þegar fólk fær flensu, þá koma svona fylgikvillar svo sem lungnabólga sem alls ekki allir ráða við sem eru veilir fyrir. Hætt að hrella en þetta er bara staðreynd. En allavega þegar ég vaknaði var ég með mikla hálsbólgu og kvef, en þegar ég fór svo á fætur 3 tímum síðar var það horfið, sem ég segi er svo eitruð að það helst ekkert lengi við hjá mér, spurning að ég drepi svínaflensuna JÁ SÆLL
Best að hætta þessu bölvaða rugli og fara að hekla
OFURsjúlli kveður útvaxinn á ýmsum stöðum
17.8.2009 | 11:11
Verkir.is
Helgin frekar leiðinleg, lítið um að vera, komst ekki á ættarmót sökum krankleika. Var ein með Kötlu alla helgina og við fórum x 2 út. Í annað skiptið til að ná okkur í vistir og í hitt skiptið til að viðra litla genið sem var orðin pirruð á að hanga inni með mömmunni. En pallurinn bjargaði þessu Talaði bara þeim mun meira í síma og það bjargaði líka ýmsu.
Vorum séðar í göngutúrnum að Katla fyllti kerruna af steinum sem þurfti svo að þvo og þurrka og lita og mála þannig að það bjargaði gærdeginum
Er með einhvern heilan helling af vöðvaverkjum sem ég kann ekki skil á, get varla hreyft mig án þess að finna til, farin að hallast að því að ég sé komin með einhverja gigt, spurning líka að þetta sé hreyfingaleysi, verð bara að fara að afla mér penings og kaupa mér hlaupabretti bara möst ef ég á að geta hangið í þessari vinnu, er góð þegar ég hreyfi mig, þetta í bland við allt annað og ég er frekar ergileg...
Brynja var að keppa fyrir sunnan um helgina, gekk reyndar ekki vel töpuðu báðum leikjum og auk þess lenti ein Þórsstelpan á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið boltann í höfuðið. Var með heilahristing og þeir þorðu ekki annað en að leggja hana inn og flaug hún svo heim í gærkvöldi, vona bara að hún nái sér fljótt og vel þessi elska....
Búin með ermarnar hennar Kötlu og hún svona ánægð með þær, vildi bara ekki vera í öðru um helgina sem er bara snilld, ætla að gera aðrar í öðrum lit, þetta er hlýtt og gott yfir veturinn. Kláraði líka teppið mitt og á bara eftir að setja það saman spurning hvernig ég geri það, plata kannski Elínu syss í að sýna mér á föstudaginn þegar hún kemur og síðan byrjaði ég á ullarsokkum en ég er bara ekki að ná því hvernig á að gera hæl, búin að fá uppskrift sem segir "prjóna 2 sl saman, 1 sl, snúa við og blabla og hvaðer ekki að skilja og er búin að rekja kvikindið upp niður að stroffi og ætla að reyna aftur. Annars fann ég svo magnaða uppskrift af tátiljum að ég er að spá í framleiðslu á þeim, mér er alltaf kalt á tánum og væri nú ekki bagalegt að eiga svona stykki í nokkrum litum, sé til hvað ég geri.
Síðasta vikan í fríi og ég get svarið það ég er komin með nóg af því að vera í fríi, ekkert gert, enda hefur maður varla efni á því þar sem allt er orðið svo dýrt, bensínlíterinn kominn yfir 180 kr dúddamía, og fleira í þeim dúr, auk þess var ég að flytja og það kostar nú sitt, er meira að segja ekki enn komin með gardínur og það pirrar mig allverulega. ÞAnnig að mig hlakkar bara til að fara að vinna og meira að segja svo mikið að ég tók að mér aukahelgarvinnu síðustu helgina í ágúst JÁ SÆLL.
Sá annars auglýst svolítið spennandi starf í fréttablaðinu í gær hér á Akureyri, og kannski maður hefði bara átt að skipta um vinnu og fara að gera eitthvað allt annað, er með verslunarpróf og vön á tölvum þannig að, tel mig mjög góða í mannlegum samskiptum, en það sem kannski stoppar mig er það að heimahjúkrun er svo sveigjanleg þegar maður er með lítið kríli..þannig að ..en mikið væri ég til í eitthvað nýtt, er samt alltaf áhætta eins og þjóðfélagið er.
Best að fara að leggjast aðeins undir heita sæng og athuga hvort verkir skáni ekki við smá slökun, eða fara út að hjóla HAHAHA já right ekki núna
OFURsjúlli kveður svolítið kvíðinn en samt bjartsýnn
13.8.2009 | 16:12
Ofvirk.is
Skal viðurkenna að ég er farin að hafa smá áhyggjur af sjálfri mér núna, líður eins og það sé stormur í skrokknum á mér. Búin að búa til berjasultu, rabbasultu, steikja fiskibollur, baka gerbollur, taka af rúminu mínu, fara út að hjóla, prjóna helling, þvo 3 þvottavélar og ganga frá úr 2 vélum, þrífa alla vaska og blöndunartæki og mig langar virkilega að gera meira, var að spá í að fara að þrífa en nenni því ekki þannig að það er eitthvað smá í lagi hjá mér
Fannst alltaf þegar ég bjó á Munkanum að ég hefði engan tíma til að gera eitt eða neitt sem ég reyndar hafði ekki, svo þegar Katla fer til pabba síns þá fyllist ég bara einhverri ofvirkni, ekki að ég get gert allt þetta þegar hún er heima, tekur bara lengri tíma, en núna bara leiðist mér að hafa hana ekki...eins gott að hún er ekki farin að fara heila helgi, ég verð brjáluð þá:(
En maður hefur nú svo sem gott af því að verða ofvirkur annaðslagið, ætla á haugana með drasl sem er að safnast hérna upp og þarf virkilega að komast í nýju heimkynnin sín á haugana. Snúður kisi hefur laumast hérna um held ég skíthræddur við þennan hvirfilbyl sem hefur svifið hér um allt. Sennilega leiðist mér bara svona þannig að það er þá jákvætt að geta fundið sér eitthvað að gera. Er að reyna að hrella hausverk og hálsbólgu í burtu en ekki tekist enn þar sem ég er með hausverk frá hell og hálsbólgu frá sama stað, engin matarlyst og illt í maga, ætli ég sé að fá svínið hmmmm :)
Var að spá í að klára að bera á pallinn, á eftir utan á en fór þá ekki að rigna svona eins og hellt væri úr fötu sem var svo flott rigning, enda stóð ég eins og asni og lét rigninguna bleyta mig rösklega. Vel vökvuð.. Datt þá í hug að klára að mála loftið á ganginum en ákvað að geyma það bara þar til einhverja helgina eða bara seinna, það er svo leiðinlegt að mála þetta loft, ekki hægt að rúlla bara, onéi...
Best að fara að bragða á einhverju sem ég er búin að búa til...
Langar að prófa að gera hrútaberjasultu hvenær ætli sé best að týna þau, þarf að kanna það
OFursjúlli kveður gersamlega að fríka út.
13.8.2009 | 09:35
Nýtni nr. 1-2 og 3
Maður var vaknaður snemma eins og alla aðra daga, nennti ekki að hreyfa mig í morgun margt annað sem er á dagskrá. Er núna t.d. að sjóða berjasultu, síðan fer ég í rabbabarasultuna og loks í að steikja mér slurk af fiskibollum. Var svo heppin að Viddi mágur kom með böns af fiski í gær og ég ætla að hakka og steikja það sem ekki komst í frystinn minn *slurp*
Fórum í að henda upp viftunni í gær við Viddi og vorum ekki lengi að því, ég tengdi svo rafmagnið og gekk svona ljómandi, skipti líka um eina kló og á eftir að dúddast aðeins í ljósum hérna já þetta er ekkert mál við konurnar getum allt bara ef við leggjum okkur fram. Enda langar mig að verða rafvirki þetta heillar mig pínu en mér svo sem nægir að geta gert ögn hér ef þarf, get eflaust ekki allt en næstum því annars á það eftir að koma í ljós, gerist ekki nema maður prófi:)
Katla mín kom heim úr leikskólanum í gær og fékk svo mikið hól frá stelpunum í Kotinu, "þessi stelpa væri alltaf glöð og spjallandi, dugleg að leika sér og færi svo fram í öllu" enda hef ég tekið eftir því, farin að tala á köflum eins og gömul kona:) Hún leikur sér mikið með keramikdýr (snigla, fiska, engla (reyndar ekki dýr) ofl.) sem mamma bjó til, er mjög litskrúðugt. Kemur allt í einu og segir "mamma mín, amma Lilja var svo æðislega góð við mig" nú segir ég, "já hún gerði allt þetta handa mér áður en hún fór heim" heim sagði ég eins og sauður, " já til guðs" sagði stubbur og trítlaði í burtu, mamman ekki sterkari en það og fór að vola Talar rosalega mikið um mömmu, finnst samt svo ólíklegt að hún muni eftir henni var ekki nema rúmlega ársgömul þegar hún dó, fer reyndar oft með mér í kirkjugarðinn og svoleiðis og sagði einmitt í gærkvöldi þegar við vorum að fara að sofa og það var mynd af rósavendi í bókinni sem við vorum að lesa, "fara með svona til ömmu Lilju" já gerum það bráðum sagði ég, "ömmu finnst svona blóm svo falleg" en nóg um það þetta eru snillingar:)
Ekki oft sem ég tárast yfir fréttum, nema í morgun þá las ég um 4 ára dreng í Manchester sem hafði fengið heilahimnubólgu og það þurfti að taka af honum alla útlimi. Tárin hrundu bara, hugsa nú til frænku minnar sem fékk þetta þegar hún var einmitt um 4 ára hvað maður hafi verið heppinn að hún slapp heil..úff.. Lilja mín þú ert krútt:) Er eitthvað voðalega viðkvæm þessa dagana, held það sé vegna þess að ég er að veikjast, svei mér þá, er með kvef og kalt og illt í haus og hálsi en svo rjátlast þetta af, endar með veikindum viss um það get ekki verið í 5 vikna fríi og verið hraust allan tímann ..tja maður spyr sig.
Brynjan mín að fara til Reykjavíkur að keppa á morgun og kemur á sunnudag, hefði gjarnan viljað geta farið með henni, en við erum að fara á ættarmót á Bakkaflöt á laugardag þannig að það er víst ekki inni í myndinni.
Best að fara að henda bláberjasultu á krukku og gera næst bollur
OFURsjúlli kveður húsmóðurlegur að vanda ehakki
12.8.2009 | 11:02
Er alveg á leiðinni.....
Spurning hvort ég sé á leið til helvítis eins og landið í heild sinni eða hvort ég er bara á leiðinni yfir í hina íbúðina mína að ná í nokkra kassa. Spurning hvort að taki því eitthvað að ná í þá hmmmmm þar sem allt er á niðurleið..
En þar sem mig er farið að vanta svo mikið af dóti sem ég hreinlega hef ekki hugmynd um hvar er, þá beinist grunur minn að þessum kössum upp í geymslunni á Smárahlíð 5, fer í að kanna það á eftir:)
Þegar ég var búin að fara með litla glaðlynda barnið mitt á Holtakot fór ég í hjólatúr, og ég hjólaði leiðir sem ég hef aldrei hjólað áður, úti í sveit, bara falleg en erfitt, reyndi nú á mitt alvöru fjallahjól, tilgangslaust að fá sér rándýrt fjallahjól og hjóla svo alltaf á malbiki dúddamía ekki að gera sig, algerlega OFF eins og dúddarnir segja. En kom svo heim eftir um 40 mínútur blaut og köld og í heita sturtu og ég hef eiginlega ekki hreyft mig síðan, mér er enn kalt og dofin á puttunum (steingleymdi vettlingum) líður eiginlega eins og ég sé að veikjast en það verður ekki ONEI...
Randaði með pabba í erindagjörðum í tvo tíma í gær og kláruðum margt sem klára þurfti, oft gott að vera ekki að draga hlutina því þá annaðhvort hefur maður ekki tíma eða hreinlega nennir því ekki.
Búin að koma upp hillunni fyrir viftuna og veit ekki hvað ég á að gera meira, var ekkert mál að henda þessari hillu upp, en Viðar mágsi ætlar að setja hana upp fyrir mig svona þegar hann hefur tíma:) Breytir svo sem engu hvenær það verður:)
ÆI hef ekkert að segja, ætla að henda mér smástund í einn tölvuleik og fara síðan í kassaleiðangur upp í hina íbúðina mína sem enginn vill kaupa en einhver má ssamt kaupa...ofsalega fín íbúð:)
OFURsjúlli kveður með ruglu frá hell.....
10.8.2009 | 22:53
Bensínverð á leið til himna....dúddamía
Fór í morgun að taka b-sín á Polo, þegar ég eignaðist hann fyrst þá fyllti ég hann svona með um 4 þúskalli, núna fylli ég hann fyrir rúmlega 6 þúskall dúddamía, verðið á b-sín er komið í 181 kr segi og skrifa, hvað á að drulla lengi yfir okkur ja það er nú það, óska hér með eftir eigin olíufursta
Var að enda við að baka nokkur skinkuhorn, gott fyrir Brynjuna mína að taka sér svona með í nesti, ef maður kaupir svona í bakaríi s.s. eitt í bakaríi er eins og 2 af mínum þá kostar þetta bara rúmar 200 kr. En efnið í þessi 32 stk kostuðu svona hvað skal segja kannski 500 kr, já er maður ekki bara alltaf að spara, svei mér þá. En óska alveg líka eftir eins og einum bakaradreng og væri ekki verra ef hráefnið kæmi úr hans hillum en ekki mínum
Fór í morgun í húsasmiðjuna, vantaði svo eina hillu undir viftuna mína, þurfti aðeins að massa hana til, s.s. saga gat í hana miðja og úr einu horninu og svona en ég bjóst nú alveg við svona þúsara, en NEI tæpar 2000 kr fyrir 60 cm breiða plötu sæll bara sjálfur, þannig að ég óska bara eftir eins og einum smíðamanni sem væri til í að láta vinnuna og nokkur tré fylgja með sér dúddamía
Eigum við að ræða eitthvað rafvirkja, fékk einn hér í heimsókn til að draga úr einum vegg tók hann ekki nema 10 mínútur, það kostaði rúman 6000 þús kall, þannig að fyrst ég er farin að óska eftir mönnum, þá óska ég eftir einum stuðbolta til að sjá um þetta fyrir mig líka...
Ég væri nú líklega of kröfuhörð ef ég færi að óska eftir að einn og sami maðurinn væri þetta allt en auðvitað væri það bara betra, hann gæti líka fengið að nudda á mér axlirnar ef hann yrði ofsalega góður en það yrði nú að vera bara matsatriði.
En svona er nú staðan á Íslandi í dag, afhverju er ég ekki viðhaldið hans Dabba Odds, eða viðhald einhvers annars...þá væri maður bara ekki á landinu einu sinni tja nema þeir væru búnir að gefa skít í mig þar sem ég væri of kröfuhörð...dúddamía það hringsnýst bara allt í kollinum á mér...held ég fari að sofa það er það eina sem enn er ókeypis á Alltáhaus landinu okkar
OFURsjúlli kveður alveg bandvitlaus í dag
9.8.2009 | 08:47
Orkuleysi......
Þvílík blíða hérna í gær maður,19°C hiti og eiginlega engin sól, besta veðrið. Fórum upp í kartöflugarð mæðgur þrjár í gærkvöldi að kanna sprettuna, eitthvað hafði uppskeran með gulrætur, radísur og næpur brugðist allavega var meiriparturinn ekki komið upp eða of þroskað. Var samt nokkuð dugleg við að vökva, en svona er þetta bara, hélt alltaf að einhver annar færi á milli en það virðist ekki hafa verið þannig. En ég fékk samt 3 næpur og þær voru GÓÐAR. Síðan tók ég upp eitt gras af hverri kartöflusort og þær voru bara brilliant flottar þannig að í kvöld verður hakkbuff með nýuppteknum böppum. Kötlu fannst þetta spennandi sérstaklega sá partur að þvo þær:)
Elduðum bjúgu með uppstúf í hádeginu í gær og buðum Hildi í mat, gott að borða eitthvað í hádeginu um helgar þar sem maður eldar alltaf bara á kvöldin á virkum dögum:)
Ronaldo datt allt í einu hérna inn á gólf í fyrrakvöld en var eitthvað órólegur og stakk sér út aftur eftir að hafa fengið sér að borða, leit mjög vel út samt, svo í gærkvöldi datt hann aftur hérna inn og fékk sér að éta og mjálmaði heil ósköp, ég tók hann upp og var að klappa honum þá hvæsti hann svona hroðalega á mig, ég setti hann niður og hann hvarf út í nóttina. Verð að ná honum næst þegar hann kemur heim og fara með til Elvu dýralæknis, greinilega ekki í lagi eitthvað...
Katla vaknaði ómögleg í gærmorgun, hálflasin bara með niðurgang og ergelsi. Sofnaði svo eftir hádegið eftir að hafa verið klst í baði að leika sér og var hressari eftir það. Er svo alveg mjög kát núna, bað um hafragraut í morgunmat og mangó (sem henni fannst vont) og horfir núna á barnaefnið.
Fórum í gærmorgun í góðan hjólatúr og renndum svo við í Hagkaup með pabba að kaupa okkur nammi í nammilandinu. Bara gaman að því, síðan vorum við bara svona að dunda okkur í gær. Brynja var eitthvað slöpp í gær og ég var eitthvað ómögleg einhver krankleikií familiunni en vonandi hressari í dag.
Okkur er boðið í Humarsúpu til Sollu og Víðis í hádeginu og ætlum við Katla að skella okkur til þeirra um kl 12. Verður gaman fyrir Kötlu að hitta Sigrúnu og Herdísi:)
Er arfaslæm í öxlunum þessa dagana en lyfti annan hvern dag til að reyna að styrkja þetta eitthvað en það virðist ekki gagnast enn sem komið er enda er þetta held ég slæm tognun í upphandleggsvöðva eftir að ég reyndi að grípa einn skjólstæðing minn fyrr í sumar dúddamía.
Best að fara að skipta á geninu og koma okkur báðum í föt og fara svo eitthvað út, ekki eins hlýtt í dag og í gær, er um 12°C núna en gæti alveg átt eftir að hækka.
OFURsjúlli kveður eitthvað orkulaus í augnablikinu
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)