Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Á maður ekki bara að fara að sofa

Merkilegt maður hefur ekkert að gera á kvöldin, eiginlega bara svona hangir en að maður fari að sofa...NEI svo er maður hissa þegar litla genið vaknar hvað maður er þreyttur..

Annars er ég búin að afreka ýmislegt í dag, þrífa, versla, bera á pallinn minn, þvo helling af þvotti, síðan komu Viðar og Elín og Viðar grýtti niður gömlu úldnu viftunni og kom með hina en það vantaði einhverja plötu þannig að hann ætlar að ganga frá því á miðvikudaginn þegar hann kemur í land. Nema ég verði rosalega svöl og verði búin að því tja hvað veit maður.

Eyþór kom með stólinn hjá hjólið í dag og setti ég hann á hjólið mitt, tókst reyndar í fyrstu tilraun að setja hann vitlaust á en síðan kom það og ætlum við mæðgur í hjólatúr í fyrramálið að kanna hvort þetta virki ekki. Verður snilld.

Ekki skilar hinn kisinn sér heim komnir 5 dagar síðan hann ákvað að yfirgefa fjölskylduna en ég hef ekki gefið upp alla von enn, hann kemur. Hinn er hinn rólegasti og sefur aðallega bara.  Þegar Katla er heima þá sefur hann alltaf undir sófa því hún er frekar svona harðhent, en heldur samt að hún sé voðalega góð en eitthvað er málið misskilið..haha

Búin að vera á útopnu síðan ég sótti hana í dag og ætlaði sko ekkert að fara að sofa, svoleiðis stuðið á henni og náði meira að segja Viðari í það að teikna með sér sem mér skildist á eiginkonunni að það hefði bara eiginlega "aldrei" gerst haha, kann að vefja fólki um fingur sér.

Hvað er málið eiginlega með sjónvarpið um helgar er ekki alveg að skilja það, á skjá einum er verið að sýna frá snókermóti ábyggilega eldgömlu, á eitt er einhver frekar leiðinleg mynd allavega hef ég ekki mikið nennt að horf aá hana þar sem hún hefur ekki vakið áhuga..dúddamía.

 OFURsjúlli kveður úldinn á föstudagskvöldiCrying


Ljótir hálvitar eru málið

Fór að horfa á Brynju og stelpurnar vinna KA stelpur með glans 2-0 var nú aldrei nein spurning. Hitti gamla vinkonu mína þar ekki hitt hana næstum síðan að ég hætti að vera KA-ingur haha en alltaf gaman að því:)  Var rosalega hlýtt um 19°C hiti en snöggkólnaði svo í seinnihálfleik. Bar á gólfið á pallinum áður en ég fór og ætla svo að taka grindverkið að innan í fyrramálið er ekki lengi að rúlla þessu upp:)

Fór með Brynju í sjónmælingu í morgun og er töluverð versun hjá henni þannig að hún fékk ný gleraugu ofsalega falleg og flott, og fór líka í linsumælingu og keypti sér linsur, agalega dýrt að kaupa gleraugu, en pabbinn hennar gaf henni meiripartinn í þeimLoL Þrátt fyrir að hún hafi "alla" gallana frá mér og "alla" kostina frá honum haha eins og hann orðaði það svo snilldarlega í dag bwahahahhaa smá djók í gangiW00t

Sitjum hérna mæðgur og hlustum á ljótu hálvitana sem eru bara tær snilld, nýji diskurinn toppar algjörlega hinn diskinn þeirra samt er hann góður:)

Katla er hjá pabba sínum og steinsefur vonandi bara, var skárri í eyranu í morgun þegar ég fór með hana en ég gaf henni samt verkjalyf til öryggis áður en hún fór í leikskólann, veit sjálf hvað svona eyrnaverkur getur verið hrottafenginn.

Hef ekkert að segja núna ótrúlegt en satt en kveð með einni vísu af hálvitadisknum

"Ég vakna, þyrstur, þunnur og glær, og þykist finna að ég er allsber. Ég greini hárbrúsk og holdugar tær, og held þær séu ekki af mér"

 

OFURsjúlli kveður alger hálvitiW00t


I love my life...ef ég ætti ögn meiri pening, einhver sem vill gefa mér:::)

Mollulegt veður búið að vera seinnipartinn í dag, hlýtt en eiginlega engin sól besta veðrið. Fór í Kjarna í morgun þegar ég var búin að fara með Kötlu á Holtakot og skokkaði og klifraði og fór alveg nýjar leiðir, meira að segja tókst mér að villast og geri aðrir betur en þetta tók rúman klukkutíma, þegar ég kom svo loksins heim var ekki þurr þráður á mér:)

Snapshot141Ok lít út fyrir að vera reið eftir gönguna en langt í frá, var bara með rosa birtu í augun og reyni virkilega að lúkka vel þarna bara mistókst...:)

 

 

 

 

 

Snapshot133 Þessi litli gleðipinni var í svo miklu stuði einn morguninn að úða í sig hafragraut með rúsínum bara sæt....

Svo hjólaði ég til pabba og var aððeins að brasa með honum, þá var hringt af Holtakoti og þær héldu að Katla væri komin með í eyrun, þannig að ég sótti hana og fór með til doktors og jújú komin með eyrnabólgu stelpan og á lyf, skrýtið ég hafði ekkert tekið eftir neinu, nema því að hún vildi lítið borða, tengdi það ekki beinlínis við eyrun enda hafði hún aldrei kvartað eða verið neitt lasleg, allavega komin á lyf við því og  bara besta mál. Var í svaka stuði hér í kvöld og eiginlega ekkert á því að fara að sofa. Keypti handa henni trönur með krítartöflu öðru megin og tússtöflu hinumegin og þetta finnst henni algert æði og litar og krítar mjög mikið. Farin að þekkja helling af stöfum og er bara rosa duglegLoL  Kom reyndar eitt snilldaratriði hjá henni þegar við vorum hjá doksa, hann ætlaði að fara að kíkja upp í hana þá gólaði sú stutta, "ég vill ekki tunguspaðann" haha og opnaði svo vel á meðan hún gólaði þetta að hún þurfti ekki tunguspaðann, horfir stundum á stundina okkar og þar er einhver ísbjörn sem var stundum skoðaður með tunguspaða og svo hefur hún auðvitað verið skoðuð með honum og alltaf kúgast, en þarna s.s. mótmælti hún tunguspaðanum....snillingurW00t Enda var Hilmir að spá í hvort ég sæti með barnið og kenndi henni á þau tæki og tól sem notuð eru í bransanum bwahahahah....

 Fallegt í Kjarna í morgunSnapshot135

Keypti mér svo gott pottasett í Ikea að ég er bara sjúk að elda núna haha eða þannig, allavega brennur ekkert við lengur og pottarnir bara hitnar einn tveir og í gær SNILLLD...Elduðum okkur mæðgur alveg eðal pastarétt í kvöldmat og átum mikið eins og okkar von er og vísa. 

Ronaldo hefur enn ekki skilað sér, og Snúður er enn hér þrátt fyrir að vera leynigestur, spurning hver verður fyrstur til að æsa sig yfir þessari veru hans hér...en hann er ljúfur, skreppur út og svona en er aldrei lengi. Vona samt að Roni hætti þessu og fari að drullast heim til sín...

Ætla að fara og hjóla í fyrramálið og bera svo kannski á pallinn hjá mér fyrst Katla ætlar að gista hjá pabba sínum, svo ætla ég í ljós og lit og plokk, allavega panta mér tíma í það, svo ætla ég á eins og einn fótboltaleik hjá Brynju, langt síðan ég hef getað tekið heilan leik í ró og næði, já eða stressi og æðiGasp Er búin að eignast bol hjá stuðningliði kvennaboltans hjá Þór sem nefna sig kropparnir já ekki amalegt að skella sér í þannig merktan bol þessi líka suddalegi skrokkur sem ég er íha...

Hætt að bulla og farin að horfa á tv

OFURsjúlli kveður sætur, sætari, OFURsætur bara 

 


Mér finnst rigningin góð tralalalalla

Enn einn rigningardagurinn, ég að byrja 3 viku í fríi og það haugrignir eins og flesta hina dagana sem ég er búin að vera í fríi, ekki komið neinn svona afgerandi góður síðan ég fór í frí en það kemur að því fljótlega skilst mérLoL

Katla byrjar á Holtakoti núna, finnst svo kósý samt að vakna svona með henni á morgnana og knúsa hana og dingla okkur en rútínan verður góð fyrir hana, fer vonandi að borða líka betur er voðalega löt að borða hérna heima enda er ég viss um að hún hefur lést eitthvað allavega finnst mér hún léttari að lyfta.  Hún er mikið glöð að vera búin að fá kettina og notar Snúð óspart í leikina sína, honum er bara illa við það og felur sig yfirleitt undir sófa, enda er hún að reyna að gefa honum pela, breiða ofaná hann sæng ofl...

Voru frekar slappir greyin í gær þar sem ég gaf þeim kröftugan skammt af ormalyfi og voru bara inni, svo stakk Ronaldo sér út í gærkvöldi og hefur ekki sést síðan, vona að hann skili sér, vill frekar vera úti á nóttunni þannig að ég þarf að passa að loka allsstaðar svo hann komist ekki út. Snúður er svo penn á því að hann getur greinilega ekki drullað nema heima hjá sér, fór út, kemur svo á spíttinu inn, inn í geymslu og drullaði í kassann sinn og svo út aftur, dúddamía....en svona er þetta

Brynjan skrapp á ball með Páli óSkari í gærkvöldi og sefur, átti að vekja hana á milli 12 og 13. Skruppum aðeins í miðbæinn í gær að fá okkur bakarísbrauð hjá Telmu og skoða markaðinn á ráðhústorgi og útsölur í búðum, Brynja fékk sér skó og sætan puma jakka sem var reyndar ekki á útsölu, er oft þannig að maður sér eitthvað geggjað og það er ekki á útsölu.

Gat nú ekki annað en flissað yfir flugeldasýningunni hérna á Akureyrarvelli, undanfarin góðærisár þá hefur þetta verið bara heljar sýning, það komu 3-4 bombur sem voru bara normal, einhverjir pólverjar hérna í blokkinni á bakvið misskildu málið og héldu greinilega að nú væri annar í áramótum og fóru að sprengja kínverja, kveiktu í og hentu þeim fram af svölunum hjá sér, skemmtu sér konunglega þangað til að það fór á svalirnar fyrir neðan þá hurfu þeir bara inn til sín og slökktu ljósinWizard

Ágætt að þessi helgi er að baki, spurning hvort eitthvað verði hringt af Hlíð til að bjóða mér vinnu í ágúst, mér veitti svo sem ekki af því, þangað til að ég fæ aukninguna í heimahjúkrun..það er allt að hækka svo klikkaðslega mikið..hvar endar þetta. 

OFURsjúlli kveður enn í sumarfríi 


dagsins í dag er þessi....

Mikið er ég þreytt eftir að gera eiginlega ekkert, en það getur víst valdið þreytu líka...

Viðar og Elín komu hérna eftir hádegið og gáfu mér eitt stykki þráðlausan síma, þannig að núna er hægt að hringja í mig í heimasímann minn dúdddddduiii. Jájá þannig er það. Síðan sneri Viðar við hurðunum á ísskápnum þannig að nú opnast þetta allt í rétta átt. Skellti í nokkrar pönnsur og pabbi droppaði inn til að snæða þær og hitta hjúin af Hú. Síðan pöntuðum við pizzu í boði Vidda og höfðum það bara nokkuð huggó, þau fóru svo í bæinn kl 21 og ætluðu svo að renna beina leið heim eftir það.

Er að spá í að henda viftunni minni upp á morgun held það sé ekkert stórmál, kemur þá bara í ljós hvort hún kemst upp eða ekki bwahaha verð þá bara viftulaus í einhvern tíma, munar engu hvort sem er, hún virkar svo lítið þessi:)

Sótti kisurnar mínar áðan, þær voru voðalega órólegar fyrst skiljanlega, hlupu hér um allt og tékkuðu á útgönguleiðum, Ronaldó var algjörlega ómöglegur en Snúður nokkuð spakur, farnir að sofa núna inni hjá Brynju, eftir að hafa étið óhemju mikið magn af kattarmat. Gaf þeim ormalyfið og ætla svo að kemba þá rösklega á morgun...fá að fara út á pallinn í fyrramálið til að kanna aðstæður, kemur svo bara íljós hvort þeir skili sér tilbaka eða ekki:) Líður svo vel að þeir séu komnir, þó svo að þeir séu orðnir pínu hvekktir á því að vera svona mikið einir greyin:)

Brynja ætlaði í bæinn og bíður og bíður og bíður eftir einhverju gengi sem ætlaði að sækja hana fyrir eiginlega doldið löngu síðan hlýtur að fara að koma að því að þetta komi. Heyrist á henni að hún sé að verða pínu pirruð enda ekki skrýtið, eins og mamman þolir ekki að bíða eftir fólki:)

Ömurlegt í tv eins og venjulega og þess vegna ætla ég að fara að lulla mér bara

OFURsjúlli kveður... 


Versló spersló

Þegar ég kom fram í morgun, biðu mín tvö umslög á eldhúsborðinu og á því minna stóð að ég ætti að skoða  þau með fyrsta kaffibolla morgunsins og ég hlýddi því auðvitað. Var svona "til hamingju með nýja heimilið".  Síðan bara stóð að ég væri besta mamman og ætti þetta skilið fyrir að vera búin að flytja og græja heimilið okkar...eitthvað svona upplífgandi, sætar stelpur sem ég á. Gjafakort í Jöru upp á fótsnyrtingu eða eitthvað annað:) Krúttlegt.....

Ætla að gerast lögbrjótur á eftir og fara og sækja kettina mína, kemur svo bara í ljós hvaða afleiðingar það hefur, fór og keypti mat handa þeim og ormalyf og ólar, fann allt í einu í gærkvöldi hvað það var sem vantaði hérna á heimilið og það voru þeir. Er ábygglega talin geðveik af mörgum af því að þetta eru "bara" dýr en þetta eru dýrin mín og ég fékk mér þá til að eiga þá þar til þeirra líf er búið en ekki að láta svæfa þá enda geri ég það bara ekki...kemur svo bara í ljós hvort einhver áttar sig á því að þeir eru hér, hvort sem er alltaf kettir hérna í heimsókn hjá mérLoL

Fór í göngutúr í morgun með Kötlu og kom við hjá Hildi og tók Sólarsystur með mér, var nú ekki lengi einhverjar 25 mín en það er nú alltaf það. Fórum svo og fjárfestum okkur í nýjum viftum við systur spurning hvort maður komi þeim upp haha bara gaman að því:) Keypti mér líka 2 sæta rauða blómapotta undir blómin sem fyrrverandi gaf mér þegar ég flutti:) Keypti mér í Litalandi í gær blóm til að líma á vegginn og það er svo flott og kemur ógeðslega vel út finnst mér:) Setti þrjú á vegg í stofunni og 2 á ganginn eru um meter á hæð:) Geggjað eða mér finnst það:)
Photo 539

Elín sys og Viddi búin að boða komu sína best að fara aðeins að snyrta til hérna, ekki að það sé allt í drasli en smá svona þvottur hér og drasl þar

 

OFURsjúlli kveður brasandi 


Íbúðin er algjörlega mína:)

Þá er ég búin að skrifa undir afsalið og greiða síðustu greiðsluna í útborguninni og ÉG Á ÞETTA eins og lítil ónefnd manneskja segir mjög reglulegaLoL Gott að vera búin að þessu algjör léttir ekki að neitt gæti klikkað bara nenni ekki að brölta svona með mikla peninga:)

Fór svo í bankann í morgun og borgaði þetta sem ég þarf að borga mánaðarlega og það er líka léttir að vera búin að því, á reyndar 2-3 reikninga eftir sem ekki eru komnir en það er sama.

Fór í Litaland á meðan Katla var hjá pabba sínum og fjárfesti í smá dúlleríi hérna á vegginn hjá mér og eins og einum Bangsímon á vegginn hjá okkur Kötlu, ég s.s. sef hjá bangsímoni núna bwahhaahha sem er bara krúttlegt. Ætlaði að vera rosalega dugleg og þrífa hjá mér núna á meðan Katla sefur en ég bara nenni því ekki, á ekki eftir að vera nema tæpa 30 daga í fríi hlýt að geta gert það á þeim tíma haha, Katla fer í leikskólann á þriðjudag og þá hef ég góðan tíma aðeins fyrir mig, held ég þurfi á því að halda. En ég verð að eignast hlaupabretti liggur við að ég slái einhvern um lán fyrir því, skrokkurinn á mér er við það að gefa sig vegna hreyfingaleysis, og mér finnst ömurlegt að hlaupa úti, læt mig samt hafa það á meðan veður er gott en eins og í vetur geri ég það ekki og mér finnst ömurlegt á líkamsræktarstöðvum, gott að geta bara skellt sér á brettið þegar maður hefur dauða stund....ÉG VERÐ AÐ EIGNAST BRETTI...

OFURsjúlli kveður í bili 


Hlaupabretti óskast í Smárahlíð 7a

Á ekki einhver hlaupabretti sem hann vill láta, verður að vera hægt að leggja það saman og renna því undir rúm eða allavega að leggja það léttilega saman.....koma svo .........

i_627_p T.d. svona:)

OFURsjúlli kveður snarlega 


Hvað á maður að gera, segja eða ekki...

Eyþór kom og sótti litla genið í morgun, vorum reyndar enn á brókinni þegar hann hringdi, en ég rétt náði að skjóta mér í föt og var að byrja að troða Kötlu í þegar hann komLoL Er núna hjá Hildi að passa litla "kannski" svínaflensukrílið hana Ragnhildi, ekki mikið að passa bara vera hjá henni og röfla aðeins í henni:) Hún er enn með hita en nokkuð hress að öðru leyti. Eitt tilfelli svínaflensu var að greinast á gömlu Húsó. Núna fer þetta að skella á með krafti held ég sleppi samt, enda á ég grímur í tonnatali í töskunni minni, gera líklega ekki mikið gagn þarGetLost Er samt spennt að fara að takast á við þetta þegar ég fer að vinna loksins eitthvað aksjón í Heimahjúkrun ekki að ég óski neinum þess að fá þetta en spennó fyrir migW00t

Setti sandblástursfilmurnar í gluggana hjá mér i gærkvöldi, reyndar var önnur aðeins gölluð komin frá þeim þarna sem seldu mér, en þetta er í lagi, samt ekki eins flott og ég vildi það væri, mjög ánægð með eldhúsið en ekki eins með þá sem er í stofunni en samt þetta er kúl. Fór svo í Litaland áðan til að skoða og dúddamía þvílíkt mikið þannig að ég fékk valkvíða.is og fór út en held ég viti hvað ég vil, verð bara að fara heim fyrst og reyna að sjá það fyrir mér á veggnum. Síðan þarf ég að ná í Árna smið og Rafmenn og Sólstef og og og og og og......láta skoða bílinn:) 

Brynja og co töpuðu í gær en svona er þessi leikur bara 5-2 DAMN, Katla entist ekki lengi þannig að við fórum bara í Bónus og versluðum í kvöldmatinn, Brynja kom svo heim með alla búningana og ég hertók þvottaherbergið niðri undir Þórstreyjur og þarf að fara bráðum heim og brjóta saman og henda í töskuna svo Brynja geti tekið það með sér á æfingu á eftir. 

Hvað get ég meira sagt, furðulegt ef ég er að verða kjaftstopp það getur bara ekki verið...er í miklum pælingum langar svo að læra eitthvað meira, er enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að drífa mig í eitthvað, ekki hjúkkuna samt, væri til í að taka bráðaliðann eða sjúkraflutningsdæmið en hentar illa með Kötlu svona litla..kannski gæti ég eins og ég hef svo sem velt fyrir mér áður, klárað stúdentinn á ekki mikið eftir og þá kannski er Katla orðin ögn eldri en í dag og þá gæti ég kannski farið í eitthvað meira....svo kannski er bara ágætt að slappa af og gera EKKERT nema að vinna eins og í einn vetur til tilbreytingar, gæti þá kannski sótt einhver námskeið tengd sjúkraliðanum. Tja hérna maður getur fengið svínaflensuna af því að pæla svona mikið held ég:::)

OFURsjúlli kveður á leið að verða að svínafleski

 


Lífið í Smáranum á þriðjudegi

Komin með nýtt eldhúsborð og fær RL nú ekki alveg 100% meðmæli lengur hvað verð varðar. Miðað við að maður er marga klukkutíma, ásamt því að þurfa yfirleitt að kaupa aukaskrúfur til að draslið tolli nú þá er verðið orðið mjög hátt, vill að það fylgi með karlmaður/kvenmaður heim til að setja þetta saman, ætla ekki að lýsa því hversu nálægt ég var því í gær að henda borðinu í hausinn á þeim aftur, en fór út í Bykó og keypti ógnarfeitar skrúfur og massaði þeim í og vona bara að engum detti í hug að kíkja undir borðið::) Már þú sleppir þvíW00t Annars mjög ánægð með það viðarborð á stálfótum og hvítir stólar í stíl með stálfótum:)

Fékk svo sandblásnu filmurnar mínar í dag og get ekki beðið eftir að fara að klambra þeim upp, en það er meira en "lítið mál" en svona aðallega vandaverk þar sem rúðan þarf að vera mjög hrein, búin að pússa hana og yfirfara með rúðusköfu og pússa aftur og enn, síðan eru einhverjar tilfæringar við þetta og þarf svo að þorna á glugganum í 24-48 klst en verður ábyggilega ógeðslega flott þegar þetta er komið á. Brynja ætlar að hjálpa mér í kvöld svona tja ef ég sofna ekki eins og í gærkvöldi, kemur á óvart hahah

Katla er á fullu hérna í dúkkuleik, búin að draga alla dúka sem hún fann í dúkkuleikinn og ræðir hér við dúkkurnar með orðum eins og "geggjað" "frábært" "já sæll" og fleiri gullmolum sem hún hefur heyrt mig eða aðra segja.

Erum svo að fara að horfa á Brynju spila einn leik á móti FH en endumst nú ábyggilega ekki allan leikinn en við sjáum til, aldrei að vita hversu spræk hún verður. Svaf nú ekki fyrr en rúmlega kl 15 og var svo vakin kl 15.30 og vona að hún sofni ekki mjög seint í kvöld.

Ragnhildur Sól litla frænkan mín veiktist skyndilega í gærkvöldi og þegar mamma hennar talaði við lækni á HAK vildi hann strax fá hana í svínaflensutest sem var og gert og beðið niðurstöðu en hún á að fylgja þeim reglum sem hafa verið gefnar út þangað til niðurstaða kemur. Held það sé best að fá hana núna ef maður á að fá hana, hún er tiltölulega væg núna en gæti orðið verri með haustinu....

Svona er lífið á eyrinni í dag, vika í leikskólann, enda spurði Katla í morgun þegar við fórum í göngutúr hvort við værum að fara í holtakot, þannig að líklega verðum við báðar fegnar þegar hann byrjar, þó svo að þetta sé óskaplega huggulegt að vera svona saman í fríi og gera bara það sem okkur dettur í hug. Núna erum við að hlusta á útvarp Latabæ og hún dansar um með dúkkurnar og bara gaman, leiðinda veður en létum okkur samt hafa það að skreppa út í góðan spássara í morgun í rigningunni bara hressandi.

OFURsjúlli kveður býsna jákvæður í dag 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband