Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Börn eru líka hálfvitar segja hálfvitarnir...en bara hálf - vitar meikar það sens

Ekkert verið að sofa neitt út á þessu heimili þrátt fyrir sumarfrí, vorum komnar hérna fram um kl 7 og bara í banastuði, eins gott að mamman er frekar morgunhress. Búnar að borða hafragrautinn okkar og erum núna að horfa og hanga í tölvunni.

Er að bíða eftir því að RL búðin opni þar sem ég seldi borðstofuborðið mitt í gær og ætla að kaupa mér eitthvað nettara í RL:) Fæ líklega sandblásnu filmuna fyrir gluggana í dag, allavega á morgun þannig að ég get dundað mér við það í kvöld /annaðkvöld að setja þetta upp, á víst að vera mjög lítið mál skilst mér. 

Ætla í vikunni að renna fram í Holtasel eða hvað það heitir sem framleiðir ís hérna inni í Eyjafirði, reyna að gera eitthvað af viti áður en krílið mitt fer aftur á Holtakotið sitt en hún byrjar aftur 4 ágúst, hlakka til þegar fer að komast á rútína.

Hef alltaf sagt að rútína sé góð fyrir börn sem sýnir sig best þegar leikskólar hætta, þá ruglast allt og börnin verða ómögleg nema hjá okkur Kötlu þar sem við sofnum á sama tíma og venjulega og vöknum líka á sama tíma og venjulega, en maður finnur að það þarf að vera nóg að gera hjá henni til að hún sé sátt, er orðin mjög dugleg að finna sér eitthvað að gera og getur verið endalaust í leik með dúkkunum sínum, gefa þeim kaffi og fleira. Fór í gær og ætlaði að kaupa handa henni einhver leikföng þar sem hún er komin með leið á þessu rusli sem hún á, en vá hvað allt er hrottalega dýrt, keypti samt handa henni svona risastórar perlur til að perla og síðan straujar maður þetta, en ætla að panta úr Ikea handa henni svona málaratrönur og liti og svona dudderí kostar minnst þar, sambærilegt í Toys&R kostar 9 þús, en í Ikea um 4 þús. 

Brynja kom heim í gær voða kát, fannst þetta mjög gaman, hitti fullt af fólki og bara stuð út í eitt. Takk Mási og co og Lilja::) Fannst ekkert mjög kalt að gista í tjaldinu, bara stemmari.  Var allavega gott að fá hana heim, svo er leikur hjá henni á Þriðjudag og vonandi útileikur, finnst merkilegt að þær hafa held ég aldrei leikið heimaleik annarsstaðar en í Boganum í sumar, alltaf lendir á þeirra flokki að spila inni..dúddamía. En ætla að fara og horfa ef hann verður úti, nenni ekki að hanga inni í þessum boga nóg að hanga þar allan veturinn.

Best að fara að troða sér og litla geni í föt

OFURsjúlli kveður í sumarfríi 


Helgin búin

Litla genið mitt svaf svona eins og engill í nótt, svaf eitthvað lítið hjá pabba sínum nóttina áður. Sofnaði aðeins í gærdag kannski hálftíma og svo á eðlilegum tíma í gærkvöld. Er í banastuði búin að vera í allan morgun, er núna að setja dúka (eldhúspappírsbréf) á allt og er að undirbúa veislu fyrir dýrin sín og bangsa. Já alltaf brjálað að gera, veislumaturinn er cocopuffs og vatn ekki af verri endanumHappy Borðaði vel í morgun af hafragraut með rúsínum og lýsið sitt og sýnist mér hún vera að verða nokkuð lík sjálfri sér, búin að vera lystarlaus í nokkra daga og með í maganum en nú er það búið held ég.

Fórum á rúntinn í gærkvöldi og skoðuðum regnbogann og skemmtiferðaskipið og fleira, rigndi ekkert smá mikið, ég flogaði út og kippti kerrunni inn og var hún þá samstundið notuð í leik, farin að búa sér til þvílíkustu leikritin hérna sjálf. Svolítið óöryggi enn í henni varðandi þetta íbúðasplitt, talar um mömmu hús, þekkir munkann betur þannig að það er ekkert mikið talað um það. Reynum að hafa það þannig að pabbi hennar hitti hana eitthvað alla daga þrátt fyrir mikið vinnuálag hjá honum, gott fyrir hana líka að finna að hann getur komið hér án þess að vera bara að sækja hana..þetta verður ágætt, nauðsynlegt að gefa þessu bara tíma, börn eru ótrúleg að finna hluti á sér og þurfa að venjast hlutunum eins og við.

Frekar kalt hér í dag eða í kringum 8°C, talaði við Brynju í gær og voru þær að koma tjaldinu upp í garðinum hans Mása, spurning svo hversu lengi þær hafi enst þar í því úrhelli sem var í gær:) Konan á Blönduósi kemur í dag, ætlaði að koma í gær en þau frestuðu ferðinni:)

Segi gott að sinni

OFURsjúlli kveður kaldur á því 


Ein.is

Stundum langar mig svo til að vera ein í smá stund, svo þegar maður verður einn þá veit maður ekkert hvað maður á að gera. Búin að sofa til kl 8 gat ekki sofið lengur þó svo að ég hafi ekki sofnað fyrr en kl 2 í nótt. Búin að lita augnabrýr og plokka, búin að taka mig í andlitshreinsun, búin að taka mig í fótsnyrtingu, búin með handsnyrtingu, ætlaði að þrífa en það er frekar stutt síðan, sit núna með 3ja expresso bollann og hangi á netinu sem mér finnst lítið spennandi reyndar. Ætlaði að fara að hlaupa en er að drepast í maganum þannig að, jæja....þá er ég búin að ausa því úr mér:) Kannski fer maður bara að þrífa bílinn það veitti nú svo sem alls ekki af því ahhaha.

Hlusta núna á Pál Óskar og eins og fyrr segir hangi á netinu. Fallegt veður hérna kominn 15°C hiti og lofar góðu held ég bara..

Þarf að skreppa aðeins í búð á eftir og versla mér eitt og annað, vantar bökunarform og fl smálegt, þarf svo að kíkja aðeins í Litaland, algjört möst:)

Ætla allavega að fara að gera eitthvað 

OFURsjúlli kveður ráðvilltur 


Dugleg.is eða mér finnst það

Þá er maður aleinn í kotinu, Brynja skellti sér í dag með Telmu vinkonu sinni á Mærudaga á Húsavík, ætla að gista hjá Lilju Hrund og svo kannski í tjaldi hjá Mása bró annaðkvöld, en það fer eftir veðri og vindum:) Katla fór til pabba síns og ætlar að vera hjá honum allavega í nótt, en svo kemur hún líklega en við sjáum bara til hvernig það verður. Ég ákvað að dúndra mér í að mála ganginn og gerði það, braut niður mjög vel límdan spegil, setti á mig snjógleraugun hennar Brynju og þykka vettlinga, reif upp hamar og spaðakvikindi og rústaði þessum hrylling, tók líka niður einhverja hillu sem þau hér notuðu sem sæti fyrir krakkana í forstofunni en fór bara í taugarnar á mér þannig að ég fékk borvélina hjá Eyþóri og reddaði þessu:) DUGLEG mér finnst það allavega og er rífandi montin, skaust svo á milli og hjálpaði Hildi með ísskápinn sinn nýja of fína. Geymdi loftið í ganginum hafði bara ekki orku í meira en mikið svakalega er ég ánægð með þetta allt saman.

Síðan er ég búin að ákveða fyrir gluggana mína, ætla að fá mér svona sandblásna filmu í eldhúsgluggann bara til hálfs, eru svona pálmatré og fiðrildi á henni, síðan í endagluggann í stofunni ætla ég að setja í allan gluggann mjög flotta mynd af sól og öndum og blómum og ég veit ekki hvað og hvað, fæ þetta líklega á þriðjudag og kom mér mjög á óvart hvað þetta er ódýrt, læt gera þetta á gömlu Hú, ætla svo að fá mér sólargluggatjöld líka, á bara eftir að taka málin og senda kallinum sem ætlaði að segja mér einhverja góða tölu :)

Þannig að þetta er allt að koma, ætla svo niður í litaland á morgun að skoða hugmyndir hérna að einhverju stensladæmi veit ekki alveg hvernig ég á að hafa það....en kemur í ljós, finnst eitthvað vanta hérna en átti mig ekki alveg á hvað það er. Líklega bara myndirnar af stelpunum mínum og familiunni í heild upp á vegg, hef bara ekki fundið ramma sem mig langar í.

En hvað um það, skrapp aðeins í bæinn með pabba í dag og versla smotterí með kallinum, kíktum á skemmtiferðaskipið í leiðinni, aðeins dáldið stórt skip, dúddamía, myndi ég nenna að fara á svona skipi, myndi frekar vilja fara bara til einhvers lands og vera þar í þann tíma sem það tekur að sigla um á skipi hef aldrei skilið fólk sem nennir þessu en sem betur fer eru ekki allir eins.  Fórum upp í Kjarna í morgun, mæðgurnar þrjár og Ragnhildur, Brynja skokkaði 2 hringi á meðan við dingluðum okkur og ég sýndi takta í aparólunni haaha aðallega aumingjatakta. Ég ætla að vera dugleg og fara og hlaupa á morgun verð að byrja aftur.

Síðan er ég að selja borðstofuborðið mitt er alltof stórt hérna inn, og kemur kona frá Blönduósi á morgun að sækja það, vona að hún standi allavega við það, þá ætla ég að fara upp í RL og fá mér borð og stóla meira að segja búin að finna það:)

Best að góna bara á tv í dulitla stund

OFURsjúlli kveður þreyttur 

  


Mislukkað kvendýr sem býr í Smáranum:)

Seint verð ég talin vitur manneskja en vanviti hélt ég að ég yrði seint kölluð en ég ætla að gefa mér þá nafnagift núna. Var að vaska upp áðan og í djúpum þönkum þegar ég ætlaði svo að fara að fá mér aftur sápu í burstann sá ég hvergi sápubrúsann, jújú mín svona mikil húsmóðir var búin að þvo brúsakvikindið svona vel að utan og planta honum innan um hitt leirtauið..tja maður getur alls ekki talist vera í lagiW00t

Við pabbi brunuðum á Ólafsfjörð í morgun í fallegu veðri. Vorum svo komin inn í göngin og veltum fyrir okkur LENGI tökum eftir, hvað ljósin lýstu illa og skyggni væri lélegt inni í göngunum, dúddamía vorum bæði með þeldökk sólgleraugu:) Fórum svo og skoðuðum steinana, alveg heljarmyndarlegur maður sem sýndi okkur þá bwahaha en ekki það að ég hafi ætlað að kaupa hann til eins eða neins, en maður má nú njóta með augunumInLove Sáum mikð af fallegum steinum og ég sá helling af steinum sem mér líst vel á á leiðið hennar mömmu, en það er næstum 2 mánaða afgreiðslutími á þeim þannig að við erum á síðustu metrunum að ná því fyrir haustið en verðum að sjá til hvort liðið hefur tíma, vona það nú, kannski þyrftum við að fara aftur á Ólafsfjörð og LILJA HRUND ég býð þér með til að kíkja á augnakonfektinu BWAHAHAHA neinei þetta er nú bara djók sko...Undecided

Var verið að úða fyrir roðamaur í kringum húsið en ég er búin að eiga einhverja nokkra tugi gæludýra af þeim stofni, en núna eru þeir vonandi dauðir eða allavega í dauðateygjunum. Skrýtin lyktin er eins og gömul hlandlykt af þessu eitri sem er notað, fékk flog hérna í dag þegar ég fann þessa undarlegu lykt og leitaði um allt að einhverjum hlandpolli en fattaði svo að þetta var úti líka og fyrir framan húsið og ég veit ekki hvað og hvað...

Best að fara að leggjast og horfa á tv þar til Brynjan mín dettur í hús en hún kemur um kl hálfníu...

OFURsjúlli kveður algerlega á röngunni í dag 

 


Mammslan mín hefði átt ammæli....

Þoli ekki þegar mér finnst ég ekki hafa stjórn á lífi mínu, akkúrat þannig móment er hjá mér núna, finnst allt vera eitthvað svo mikð kaos. Ekki svo sem við öðru að búast hjá mér:)

Familian kom í dag hvorki meira né minna en 18 stykki og var ósköp gott að sjá allt þetta fólk, fengum okkur að drekka og svo fórum við upp í kirkjugarð með blóm og læti og röltum um og spjölluðum, góður dagur barasta held ég.  Ási og co komu í kaffisopa og komu sjálf með brauð með því eins og fleiri reyndar.  Fannst ég eins og Palli einn í heiminum þegar allir vour farni, fannst ég bara alveg án gríns vara alein, samt var KAtla hérna, var bara einhver tilfinning.

Sollan kom svo í litun áðan og gerðum við hana ofursæta enda mærudagar um helgina og þýðir ekkert að vera með einhverja ljótu::) 

Ofursjúlli kveður dottandi 


Aldrei skal ég vinna sem málari

Valdi kaldi með kúk í haldi frá Ljósgjafanum kom í morgun og tróð skjánum inn hjá mér og var ekki lengi að því kallinn:), ég nottlega hef engan tíma haft til þess að skanna þetta ennþá en Katla var búin aðeins að kíkja á barnaefnið, ekki nema 5 barnastöðvar en hún er mjög sérvitur og vildi ekki horfa á neina, endaði á einhverri dýralífsrás:)

Er núna að bíða eftir því að fjandans loftið í eldhúsinu þorni svo ég geti rokið aðra umferð yfir það, er s.s. að mála það og það er nú aldeilis ekkert djók að mála þetta óhræsi. Er viður með svona skurðum og dæmi í hefði ekki verið málið ef þetta hefði nú getað verið bara slétt loft, en nei. Dúddamía og ég á annað eftir á ganginum, ætla samt ekki í það í kvöld, oneinei. Bara seinna:)

Ætlaði að vera rosalega dugleg að mála í gærkvöldi og svæfði Kötlu og vaknaði svo sjálf kl hálfeitt haha fór þá fram og gerði  eitt og annað en sofnaði ekki fyrr en að verða 3 og vöknuð eins og klukka korter í sjö...maður hefur greinilega verið þreyttur en samt ekki.

Ég eignaðist tvær rósir með íbúðinni minni á s..s pínulítinn garð undir eldhúsglugganum mínum og ég ætla sko að setja fleiri rósir í hann, vinkonu minni henni Gígju (80 ára vinkona sem býr hér) til mikillar gleði, jájá, er strax farin að vingast við fólkið í húsinu og það allt svona það elsta:) Gaman að því.

Fórum svo í bæinn aðeins seinnipartinn með Hildi og ég keypti mér expresso dæmi í Senseo vélina mína og mmmmm loksins almennilegt kaffi, enda búin með tvo núna sl hálftíma verð að halda mér vakandi þetta loft skal klárast í kvöld hvað sem tautar og raular.... ja´ja´

OFURsjúlli kveður alveg að fara á límingum.... 


Dýrðlegur dagur í Smáranum í dag:)

Við mæðgur vorum eins og venjulega komnar á lappirnar eldsnemma í morgun eða um kl 7, gáfumst upp á inniverunni fljótlega og fórum í göngutúr að kíkja á blóm og fugla hér í nágrenninu. Komum svo við hjá Hildi og fengum heitt kakó og kleinur, renndum svo og kíktum á einn sveitamarkað og þar fílaði Katla sig í ræmur, fann skítahaug með fullt af leikföngum og var þar eiginlega allan tímann:) Keypti mér einn geggjaðan jóladúk, eina bók og eina dúkku handa Kötlu:)  Bókin heitir "Katla gerir uppreisn" á nefnilega sjálf 2 bækur um Kötlu síðan ég var lítil:::)

Síðan eftir hádegið bökuðum við vöfflur með rjóma og sultu og buðum familiunni í kaffi, og rukum svo í annan göngutúr, ekkert gefið eftir. Þvoðum svo rúðurnar og pallinn og þetta fannst Kötlu ekki leiðinlegt að brasast við, enduðum svo daginn á því að fara og borða hjá Hildi, nennti engan veginn að elda handa okkur tveimur þar sem Brynja fór í afmæli:) En þetta var góður dagur með fallegu veðri og nóg að gera...

Sit hérna og er að berjast við að reyna að muna hvernig ég á að hekla þetta blessaða rúmteppi sem ég var byrjuð á fyrir löngu síðan, en er held ég að átta mig á því, borgar sig ekki að láta líða of langt á milli þannig að núna ætla ég bara að klára það, hmm er samt bara komin með held ég 20 af 100:) En það mjakast.

Leiðinlegt í tv eins og venjulega og það sem ekki er leiðinlegt er ég búin að sjá, nenni ekki að standa upp til þess að setja einhvern disk í, fer að styttast í að ég fari að lummast inn í rúm og sofa í hausinn á mér. Katla búin x 2 í dag að segja að sér sé svo illt í höfðinu og sefur eitthvað órólega núna, vona að hún sé ekki að veikjast, er ekki með hita eða neitt svoleiðis, bara röflar stöðugt upp úr svefni...

Ætla annaðkvöld að henda mér í að mála eitthvað af því sem ég á eftir að mála, verð hvort eð er bara ein heima með Kötlu og hef lítið annað betra að gera held ég. Verð eldsnögg að þessu og get þá líka farið að dúndra upp þeim myndum sem ég ætla að setja upp.

Best að halda áfram að hekla þetta gerist ekki af sjálfu sér

OFURsjúlli kveður í fanta stuði 


Sumarfrí!!!

Þá er ég komin í hið langþráða sumarfrí og held upp á það með því að berjast við að halda mér vakandi haha er orðin ógeðslega þreytt en ég gef mig ekki er nebbilega í sumarfríiHappy Held samt að ég fari að hrúgast inní rúm þarf að vakna að öllum líkindum snemma í fyrramálið, nema að hún sofi lengur en venjulega litla genið þar sem hún sofnaði ekki fyrr en rúmlega tíu:)

Búin að vera að stappa við að fá skjáinn en hefur enn ekki virkað, svo benda allir aðilar hver á annan og segja það hinum að kenna, þoli ekki svona, svo ætlaði drengurinn að hringja í dag bara eftir nokkrar mínútur eins og svo oft áður en auðvitað hringdi hann ekkert...DÖH og hann er Húari, eru þeir ekki svo pottþéttir upp til hópa hvernig er það.

Fór í vinnuna með bakkelsi, vorum tvær að hætta og sameinuðumst í góðgætisferð í bakaríið:) Bara gott. Ét allan sólarhringinn þessa dagana, verð að hætta, reyndi þó að vega aðeins upp á móti þessu og joggaði aðeins eftir hádegið með Kötlu í kerrunni en það var frekar lítið, ætla á morgun aftur og næsta og næsta.

Annars ætlum við pabbi að fara á Ólafsfjörð á mánudag eða þriðjudag, hann ætlar að fara og kaupa legstein á leiðið hjá afa og ömmu, voru alltaf krossar en þeir hafa horfið í snjónum, þannig að nú er ekkert þar, ætlum að kíkja á úrvalið, kannski sé ég stein á mömmu leiði í leiðinni, vil fara að koma honum niður, fer nú að styttast í sumrinu þannig að ekki seinna vænna ef á að gera það...held að ef svona hlutir dragist of lengi þá verða þeir ekkert gerðir og það væri ömurlegt.

Brynja er að fara suður á sunnudag með rútunni og flýgur svo til Eyja á mánudag með frænku sinni:) Brjálað alltaf að gera hjá gellunni, vann hellings yfirvinnu í dag til að bæta aðeins upp kaupið því hún fékk frí í 3 daga þessi elska. Ekkert smá dýrt að fara svona 30 þús bara ferðirnar. Er bara orðið eins og fargjaldið var til útlanda áður en hrunið varð.  Dúddamía.

Búið að borga staðfestingargjaldið í MA þannig að hún er klár í þann skóla, ótrúlegt að hún sé á leið í framhaldsskóla, maður er að eldast::) En hún er hrikalega dugleg stelpa og á eftir að brillera::) Ánægð með mitt fólk sko

Dró fram hekludótið mitt og heklaði smá, síðan er ég búin að þrífa smá hér, fá kött í heimsókn og vona að kellingin á efri hæðinni geti ekki sofið fyrir ofnæmi ( illa upp alin ég veit). verst hún er held ég ekki heima...

Best að fara að leggja augun aftur og vona að genið mitt sofi til kl tja allavega 7.30 gerði það í morgun hjá pabba sínum þannig að ég held í smá von

OFURsjúlli kveður í sumarfríiWizard


Skjárinn fjárinn....:)

Vildi ég hefði ekki nema 1/5 af orkunni sem dæturnar mínar hafa. Katla er búin að vera í aksjón í allan dag fyrir utan smá svefn kl 15, hefur reyndar ekki viljað borða neitt af viti, þrátt fyrir að ég bakaði hérna slurk af pönnsum hmm, en kannski vill hún borða bjúgun sem verða á borðum í kvöldLoL

Farin að hlakka óhemju til þess að fara í frí, er eiginlega alveg hætt að nenna að vinna, bara svona mæti af gömlum vana, ekki alveg eins áhugasöm og ég yfirleitt er, merkilegt hvað tilhugsun um frí gerir manni. Liðið mitt búið að knúskyssa mig svoleiðis í vikunni og segjast sakna mín og ég eigi nú að hafa það gott í fríi og svona, gott að vita að þeim er nú ekki sama þessum elskumW00t

Verð að setja í forgang tvennt hér og það er að fá mér sólargluggatjöld og hitt er ný vifta dúdda mía gæti alveg eins sleppt því að hafa viftu eins og þetta kvikindi, öll innréttingin er ein fituklessa eftir að eitthvað hefur verið soðið, DAMN.

Búin að vera að bíða eftir að skjárinn sé tengdur herna hjá mér en svo kom auðvitað í ljós í dag að beiðnin hefði týnst og það tæki líklega einhverja daga að koma því í gang aftur, ætla nú ekkert að öskra af hamingju yfir þessari þjónustu hjá fyrirtækinu. Menn segjast ætla að hringja eftir 10 mín en úr verða 24 klst..kannski að mennirnir ættu að læra á klukku áður en þeir gera eitthvað annað.

Sé ketti hér allt um kring og er alls ekki sátt yfir að svona kúkalabbar skulu vera í mínum stigagangi, í allavega 7 jarðhæðaríbúðum af 16 eru kettir...í öllum húsunum nema þessu, hvernig gat þetta klikkað, er svo fúl og ósátt yfir þessu, en þeir eru enn í góðu yfirlæti á munkanum en ég hef lítið gaman af þeim þar...mig langar að grenja en er búin með þann kvóta í bili..krossa bara putta og vona að bæjarlögmaður fari að svara nú eða einhver góðhjartaður vilji taka þá í fóstur..ekki mjög líklegt.

Ætla að fara að lita með litla geninu mínu og þarf örugglega að teikna Óla prik í massavís, annars er stefnt á kleinugerð hér um helgina ef veðrið verður eins úldið og það hefur verið í dag og í gær......

OFURsjúlli kveður algjörlega steiktur.... 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband