Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Mæðgnakvöld

Og ég fékk það hlutverk að fara á videóleigu og leigja mynd:) Leigði mynd sem heitir Rachel getting married, og almáttugur hún var 113 mínútur og hver mínúta var leiðinleg. Fékk ekki háa einkunn hjá stóra barninu, en nammið og snakkið var fíntHappy Allavega mæli ég ekki með henni.

Brynjan er á leið til Vestmannaeyja á mánudag með frænku sinni henni Telmu að heimsækja frændfólk sitt þar sem hún hittir mjög sjaldan, ákváðu þetta frænkurnar fyrir einhverju síðan og ætla að láta af því verða núna. Verða fram á miðvikudag, gaman að því. Annars var hún að keppa við KA áðan og fór leikurinn 1-1 ekki alveg óskaniðurstaða en svona er það.

Fór í sund með Kötlu í Glerárlaug seinnipartinn og henni varð svo kalt, hún nötraði, laugin alveg ísköld og ekkert mjög spennandi. En ég fór upp úr með hana og dúndraði á hana heitri sturtu og hún rankaði við sér fljótt. Systur og Hildur fóru líka með okkur.

Steikti svo alveg dýrindis kjötbollur og bauð systrum og Hillu í mat en litlu frænkur gerðu lítið annað en að rífast svo heimsóknin varð frekar stuttW00t

Stutt í sumarfrí, bara 3 dagar og er reyndar að vinna kvöldvakt á Hlíð líka á fimmtudag, þannig að ég sé hana Kötlu mína ekkert frá fimmtudegi og til föstudags AFTUR stutt síðan hún var nótt frá mér, en ég finn á henni að hún er orðin pínu þreytt á þessu, hlakka til þegar ég get verið hérna bara í rólegheitum með henni að morgni þó svo að klukkan sé bara 6 eða 7:)

Ætla að reyna að verða mér út um stensla fyrir helgina og stensla á vegginn hér í stofunni og aldrei að vita nema ég haldi upp á sumarfríið með því að dúndra mér í það að klára að mála, þá er það bara frá.

Ætla núna að fara að sofa, drungalegt veður og kalt úti, reyndar ekki svo kalt hér þó svo að slökkt sé á öllum ofnum, enda hitalagnir í húsinu liggja allar undir mínu gólfi, gæti verið sparnaður í því hjá mér:)

OFURsjúlli kveður þreyttur 


Vinna, þrífa og slappa af:)

Alltaf jafn frábært að koma á Eini/Grenihlíð og vinna:) Finnst þetta svo frábær deild með frábæru starfsfólki, ef ég væri ekki að vinna í heimahjúkrun vildi ég vinna þarna í fullri vinnuInLove Fór strax eftir vinnu og hleypti kisunum inn á munka til að borða og fór svo heim og þreif alla íbúðina, skúraði og svona. Gekk frá drasli sem var inni í herbergi og henti helling, fór með drasl niður í geymslu og henti ýmsu sem ég sá þar að ég myndi aldrei gera neitt við, skipti á rúminu og fór svo og sótti Brynju og Lenu upp í sundlaug. Síðan skellti ég í tvær þvottavélar og eldaði svo dýrindis pastarétt handa okkur mæðgum sem við átum yfir fréttunumW00t Skellti mér svo í heitt og gott bað og lakkaði á mér tásurnar og svona dunderíWizard Aðeins að njóta mín:)

Sit núna og hlusta á Bubba og ét nammi, sem er alls ekki það sem ég ætti að vera að gera:) Ætla að fá mér smá hlaupatúr á morgun eftir vinnu, þýðir ekkert svona hangs, þarf að hreyfa mig finn að skrokkurinn er að byrja að kvarta, skeður um leið og ég hætti að hreyfa mig.

Katla er komin á ættarmótið og í miklum fíling skyldist mér á pabba hennar áðan, allavega var hann í mesta basli við að reyna að koma henni í föt, orkan var alveg að fara með hana, haha litli ormurinn minn sakna hennar samt mikið MIKIÐ, hlakka alltaf til að fá smá frí en svo um leið og hún er farin þá veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera, svona er það líklega bara að vera mammaBlush

Ætla núna að leggja mig og horfa á einhverja klassíska mynd ekki búin að velja hana samt en býst fastlega við að það verði annaðhvort Notebook eða Ps I love you.

OFURsjúlli kveður hugsandi  


Í öllum fjölbýlishúsum er ein fílutútta

Og hérna er það ekki undantekning. Setti miða í alla póstkassa í morgun og bað fólk leyfis til að hafa kettina mína, allir voða jákvæðir og fannst bara gaman að því að fá tvo litla kisustráka sem viðbót við lífið í húsinu, NEMA ein kjelling sem sagði að það færi alltaf að leka úr auganu á sér ef hún sæi kött (ok ekki alveg svona) en er með ofnæmi og kallinn hennar og börnin öll og ALLIR held ég sem hún þekkir. Ég sagði henni að þeir kæmi nú aldrei inn í sameignina þannig að það ætti að sleppa en NEI hún vildi enga ketti hér. Svo sá ég soninn hennar knúsast með kött hérna úti og dóttur hennar líka ..... Ég varð þvílíkt reið og grenjaði hérna lá við úr mér augun, þegar ég sá fram á að þurfa að gefa þá eða svæfa og hringdi í Eyþór sem peppaði mig ögn upp. Síðan fann ég klausu í lagabálki sem segir að ég þurfi ekkert hennar leyfi þar sem ég er með sér inngangGrin og má alveg hafa kettina mína, ætla samt til öryggis að kanna þetta 100% áður en ég sæki litlu greyin.  Allavega ég krossa putta. Fékk svo heimsókn hingað áðan frá litlu ketti sem á heima í næstu blokk, hugsa að sú á efstu hæðinni (2 hæðum fyrir ofan mig) hafi farið að hnerra og öll hennar fjölskylda og ekki ætla ég að biðja guð að hjálpa henni og hananú:)

Fórum aðeins að horfa á landsmótsdæmið í dag við Katla og að sjálfsögðu varð fótbolti fyrir valinu, Katla hafði samt ekki eirð í sér lengi og dröslaðist með dúkkuvagninn sinn, sem endaði nú samt með að ég keyrði heim og hélt á stubbnum líka bwahaha. Annars var settur bali út á pall í dag og fylltur af vatni og þar var hún að sulla heillengi eða þar til balinn valt um koll:) En hún hefur tekið alveg hellings lit í dag daman, var svo rosalega þreytt áðan að hún steinsofnaði eiginlega um leið og hún var lögst á koddann. Er svo á leið á morgun á ættarmót með pabba sínum og kemur aftur til mín á sunnudag eða mánudag ekki alveg viss.

Snapshot129Snapshot130Snapshot131

Ég er að fara að vinna á Hlíð í fyrramálið og á sunnudagsmorgun og ef ég hefði munað eftir því að þetta væri landsmótshelgi hefði ég held ég ekki unnið, stemning að fylgjast með þessu. Pabbi er búinn að vera alveg húkkt á vellinum og leggur bílnum hjá Hildi og er svo bara á vellinum góður:)

Ætla að vera rosalega dugleg að klára að gera eitthvað hérna um helgina eftir vinnu og taka aðeins til í geymslunni, kerran er enn full af drasli hérna úti, fer kannski með hana á morgun ef ég nenni hahah. Hugsa að ég eigi alveg efni í aðra kerru:)

Drepast úr hausverk, alveg spurning um að fara að sofa, hef verið undanfarið að dinglast hérna langt fram á kvöld og kannski slæ ég bara met með því að fara að sofa...tja sjáum til

OFURsjúlli kveður  


Dadíradída

Hvað er títt nokkuð nýtt? Nei hélt ekki bwahahah.  Þetta er að verða uppáhaldsstundin mín þegar Katla er sofnuð, ég búin að laga aðeins til hjá mér og get sest niður með kaffibollann minn tja hérna unaður. Katla mín sofnaði nú ekki fyrr en kl 22 þar sem hún sofnaði frekar seint í dag, vorum að brasa með kerruna og sækja drasl á munkann og fórum svo með Hillu og dætrum og fengum okkur pylsu og ís, fer lítið fyrir hollustunni þessa dagana, agalegt.

Verð að fara að drullast til að hreyfa mig aftur, lét Eyþór hafa hlaupabrettið þar sem það hefði aldrei komist hér fyrir því miður, en ætla að fá mér kort á Bjargi og hrista mig þar í vetur. Búin að fá ísskápinn minn og fyrst þegar ég sá hann hugsaði ég bara my gad hvað var ég að kaupa, var SVO skítugur að það var hrottafengið en hann er glæsilegur núna enda var ég 2 tíma að þrífa hann, og hann frystir vel og kælir mjög vel. Fórum í Bóner og keyptum í hann en hann er svo stór að það sést varla að ég hafi keypt í hann, keypti einn poka af frystivöru svona til að frystirinn væri ekki lonely.  Pabbi kom svo í dag og sagðist ætla að gefa mér gripinn sem var ekki verra::) Gott að eiga góðan pabba sko...:)

Í tilefni af því hvað ég á góðan pabba skrapp ég í dótabúð til að kaupa sápukúludæmi handa Kötlu og kom með Senseo kaffikönnu úr Heimilistækjum tilbaka, GÓÐUR varð bara að verðlauna mig fyrir föðurinn hahaha góður þannig að núna drekk ég næstbesta kaffið í heimi, besta var úr kaffihúsinu mínu litla:) Hvað með það þó við sveltum svo út mánuðinn ég á kaffikönnu:) Vantar samt enn síma og rúllugardínur sem klárlega verða á fjárhagsáætlun um næstu mánaðarmótCrying Landsmótsgestir og grannar verða bara að fá að njóta þess að sjá mig sveifla mér um íbúðina.

Enn er Valdi kaldi ekki kominn frá Ljósgjafanum til að tengja fyrir mig skjáinn fer nú að senda þeim tóninn ef þeir fara ekki að redda þessu damn. Smiðurinn hringdi svo í gær og sagðist ekki komast strax en ég sagði honum að vera bara spakur og koma þegar hann gæti, gasalega góð hlýt að fá þetta á spottprís fyrir að vera svona agalega þolinmóð :)

Hef ekkert að segja eiginlega nema bara að ég er svo sátt hérna og við allar að það er bara yndislegt, fyllti kerruna áðan af drasli sem ég var búin að henda á pallinn hjá mér, þannig að ég tek kannski rúnt á haugana á morgun með hana, annars er flest klárt nema bara að ég þarf að bora aðeins fyrir einni mynd og síðan að sletta upp nokkrum myndum og stensla hérna á tvo veggi, ætla nú að gera það um helgina en þá er ég ein heima, er reyndar að vinna líka en það er líf eftir vinnuna.

Lilja mín nú fer að verða ræs í kaffi og pallinn, pabbi ætlar reyndar að fara að bera á hann heyrist mér en gerir það vonandi um helgina á meðan litla genið er ekki heima því hún telur sig eiga heima á pallinum...haha 

OFURsjúlli kveður sjúklega sæturLoL


Jólin......nei það er bara júlí

Sko eftir að hafa verið tölvulaus í marga daga þá bara er ég með tölvuræpu, bara er þannigDevil

Var svo djéskoti heppin að stelpa sem ég er að vinna með átti ísskáp með frysti handa mér Siemens rúmlega 2 ára gamlan 2 metra kvikindi og eiginlega ekkert notaður en verið í sambandi samt og seldi mér hann á 35 þús, held það sé nú vel sloppið, var reyndar búin að finna mér einn í dag sem kostaði 159 þús en kortið mitt er miklu jákvæðara með þessi kaup, ætla að koma með hann heim til mín á morgun hjúin.....

Hugsa að ég heimsæki örugglega kælinn í Bóner á morgun jájá hlakka til að fá kalda mjólk, mjólkin hér hefur tekið á sig ýmsar myndir, ýmist volg eða hreinlega orðin að súrmjólk þegar maður hefur ætlað að gæða sér á henni...

Búin að koma ýmsu í verk í dag, fjárfesti í einum skáp á baðið og körfum í hann, síðan hengdi ég upp nokkrar myndir, herti sófann minn aðeins upp, gleymdi reyndar einni töng inni í honum en sæki hana á morgun, fór og þreif kattakúkadallinn og hann bíður kattakúksins bara í rólegheitum. Fór og keypti mér glös og teskeiðar, ólar á dýrin mín, skrúfaði ruslagrindina úr skápnum og henti henni ábyggilega 30 ára skítur á henni og keypti mér ruslafötu í staðinn, jájá ég er búin að afreka ýmislegt í dag. Núna vantar mig bara kaffikönnu helst Senseo veit um eina ógeðslega flotta sem mig langar í, og svo vantar mig heimasíma, að ógleymdum gluggatjöldum fyrir stofuna sem eru eiginlega algert möst, vil geta farið að dilla mér á júllunum án þess að allir landsmótsgestir sjái, já eða grannarnir...

Hugsa að ég fari að sofa fljótlega, allavega sagði Brynja við mig áðan þegar ég dottaði hér í sófanum að nú færi ég sko að sofa um leið og Katla *hóst* eins og venjulega eru þær farnar að sofa en ég er hér enn alveg gallhörð, þarf að vinna upp týndar tölvustundir:)

Ætla samt að fara að hugsa um að leggja mig þar sem eg þarf að gera margt á morgun, sækja eina kerru af dóti í Munkann og fara með allavega eina kerru á haugana, plús það að fá ísskápinn minn sem er nú afrek:)

OFURsjúlli kveður happy happy happy 

 


Smárahlíð 7a

Jæja þá erum við mæðgurnar komnar í nýju íbúðina okkar og ég held að við séum bara allar afskaplega sáttar, Katla er reyndar pínu óörugg og skilur ekki alveg málið held ég því á kvöldin þegar við höfum verið að fara að sofa vill litla skinnið bara fara "heim". Mömmunni fannst þetta afskaplega erfitt fyrst og fannst hún vera að leggja þvílíkar hörmungar á barnið sitt en svona verður þetta bara að vera. Annars fer hún út á pall og þaðan beint yfir á leikvöll og leikur þar í sandkassa meira eða minna allan daginn enda haugskítug alla dagaLoL Ekkert lítið stuð á morgnana að fara út á pall og bjóða sólinni góðan dag líka á tásunum haha.

Þetta tók tíma sinn að flytja og er ekki alveg búið nokkur húsgögn eftir sem ég læt í geymsluna fyrst um sinn, ég málaði allt slotið en á eftir að mála loftin í eldhúsinu og ganginum og svo ganginn en ætla að leyfa því að bíða þar til ég fer í sumarfrí. Hildur systir sá um að saga risagat á vegginn minn og það var fyndið óhemju mikil snilld ætla framvegis að kalla hana Hr. HildurW00t og kemur svo smiður í dag að ganga frá sárinu og setja lista í gólfið. Höfum verið að týna hérna bara eitt og annað upp á veggi, vantar enn ísskáp (gæfulegt í þessum hita) og gluggatjöld fyrir stofu og eldhús. Brynja er ánægð með sitt herbergi enda fékk hún stærsta herbergið í íbúðinni. Fórum svo í rúmfó í gær og keyptum eitt og annað sem vantaði.

Þurftum strax fyrsta kvöldið að sníkja okkur pott frá nágrannanum en pabbi vinkonu Brynju býr fyrir ofan okkur og var svo góður að lána okkur eitt stykki til að bræða súkkulaði í :) Gott að eiga góða granna.

Netið komst í gagnið í gær, tv líka en á eftir að tengja reyndar skjáinn en það kemur í dag eða á morgun. Pallurinn hjá mér er fullur af drasli sem ég ætla að hendast með á haugana í dag eða á morgun fer eftir því hvernig Katlan mín verður þegar ég er búin að vinna. En hún fer til pabba síns á morgnana og ég sæki hana svo þegar ég er búin:) Þannig gengur það...

Læt nægja að sinni

OFURsjúlli kveður alveg ofuránægður 


Nýja íbúðin okkar

Var kannski fullbjartsýn í gær þegar ég ætlaði að vera með allt klárt núna. Var að dundast til kl 2.30 í nótt og ég gat ekki meira, var eiginlega hætt að sjá:) Byrjaði á veggnum en svo kunni ég ekki við að gera meira þar sem klukkan var orðin rúmlega 10, en ég er búin með öðru megin allt nema bogann sem á að vera á veggnumLoL alveg sjálf nema Brynja hjálpaði mér við að bora götin sem ég vann út fráInLove

Búin að mála allt nema 1 vegg í stofunni og eldhúsið, og ég held ég verði ekki lengi með það, fer að fara í það og þá er það frá. Er meira að segja búin með  loftið í stofunni, gleymdi auðvitað að taka skaftið hjá Hildi en reddaði mér nú og reif bara moppuskaftið og rúllaði með því Happy En svo kláraðist málningin þannig að:)

 

sófiFlotti sófinn minn:::)

Fæ sófann að sunnan í hádeginu og þá er ég komin með það stærsta sem mig vantaði  fyrir utan ísskáp verð bara að notast við kælitösku yfir helgina. Vantar reyndar fullt af smáhlutum eins og hnífapörum og glösum, og einhver áhöld og matarstell en verð að ná mér í það fljótlega. 

Solla og Rósa komu aðeins og kíkkuðu og leist held ég vel á litla slotið mitt, þrátt fyrir að það væri eiginlega fokheltKissing

Katla mín litla var komin með hita þegar mamman skrönglaðist heim en ekkert lasleg að öðruleyti allavega hressilega núna þrátt fyrir að vera heit, en segist samt finna til í puttanum, maganum, eyranu, hausnum, fótnum en ekki mallanum, segir mig hafa verki þar og í rassinum haha þannig að þið sjáið að hún er fárveik. Kom fram í morgun og hér er allt á hvolfi afþví að Eyþór er að taka til, og það eina sem hún sagði "hvað er að gerast" bwahahahah. Hún er yndisleg, var svo þreytt í gærkvöld....bað um að fá að fara að sofa, henti sér upp í rúm og ég lagðist hjá henni en hún var sofnuðCool enda var hún í aksjón eftir að hún kom af Holtakoti. Er komin í sumarfrí núna þannig að pabbi hennar ætlar að bjarga fyrri hlutanum á meðan ég vinn í næstu viku en svo er hann kominn í frí og ég fer svo 17 júlí, vá hvað ég ætla ekkert að gera.

Svolítið skrýtin staða í augnablikinu hjá okkur mæðgum, eigum einhvern veginn hvergi heima en það breytist í dag þar sem við ÆTLUM að sofa í nótt í Smáró, aldrei að vita nema það verði boðið upp á vöfflukaffi á morgun, á reyndar ekki kaffikönnu en mig langar svo í svona kaffihús eins og við áttum en ég kaupi hana bara þegar ég verð stærri:) 

Best að fara að skipta á litla barninu mínu

OFURsjúlli kveður óskandi eftir nýju baki 


gengur hægt en gengur:)

Var að detta inn eftir brjálaðan dag, sem reyndar er ekki aldeilis búinn. Búin að ganga frá tveimur herbergjum s.s. okkar og Brynju, bara eftir að kaupa fyrir gluggana þar:)  Búin að koma rúminu mínu og ýmsu smádóti uppeftir.

Síðan kom rafvirki og dró úr veggnum og við systur erum komnar með stingsög og erum að fara að saga fjandans vegginn, búin að mála í stofunni hluta og á þá bara eftir að mála hluta af stofunni og eldhúsið áður en ég flyt alveg inn, ganginn mála ég bara þegar ég er komin inn og líka loftið í stofunni. Fæ sófann minn á sunnudaginn en vantar enn ísskáp klikkaði með þann sem ég ætlaði að fá:::( En svona gengur þetta.

Best að fara með litlu kötluna og gera eitthvað... fékk líka borðið í morgun og það er æði::)

Allt klárt og Lilja vertu velkomin á pallinn strax á morgun hann er það eina sem er klárt:::)

OFURsjúlli kveður á hvolfi 


Bjútífúl íbúð

Mikið agalega sem það tekur langan tíma að mála, væri nú sniðugt ef maður gæti bara sprautað á draslið:) Reif veggfóður af í okkar Kötlu herbergi og búin að mála eina umferð þar yfir allt, þarf ábyggilega 3 umferðir þar sem það var svona líka skemmtilega himinblátt. Brynja kom svo með mér seinnipartinn og málaði meðfram öllu og límdi þannig að hennar herbergi er tilbúið fyrir fyrstu umferð, rifum líka niður eina hillu á baðinu og sturtuhausinn og þarf ég að fjárfesta í slíku á morgun, bara gaman :)

Eyþór kom svo eftir hádegi og hjálpaði mér að rífa niður kappafestingar og færa einn ofsaþungan skáp, og gaf mér tvö blóm í tilefni dagsins, spurning hvort það hafi verið vegna þess að í dag var brúðkaupsdagurinn okkar fyrir x árum eða til hammó með íbúð, var reyndar vegna íbúðar var tekið fram..:) Jamm svo lengi entist nú hjónabandið tja maður er þá búin að prófa það og ekki ætla ég að gera það aftur, maður á bara að gifta sig einu sinni en ekki oft...eða það er mín skoðun:) 

Gripum svo með okkur pizzu heim um kl 19 og átum, fór svo ekkert aftur þar sem stelpurnar voru uppteknar og Eyþór að kíkja á lífið..enda svo sem orðin ógeðslega þreytt. Fer svo á jarðarförin austur á morgun og verð svo að reyna að klára þessi tvö herbergi. Smiðsófétið sem lofaði að hringja hringdi aldrei, þannig að ef einhver veit um smið eða bara einhvern sem er handlaginn og er til í að gera þetta þá endilega látið mig vita, verð að fá þetta gert á morgun eða í síðasta lagi á föstudag, annars tek ég sleggju og dúndra þessu sjálf niður:)

Skrifaði undir í dag og er orðin formlegur eigandi, þurfti að punga út góðri summu þannig að reikningurinn minn leit bara vel út í stutta stund en auðvitað þess virði, vona samt að lánin á klakanum okkar hætti nú að hækka, er hreinlega hætt að lítast á þetta allt saman.

Var búin að bjóða mig fram í sjálfboðavinnu á landsmótinu en ég er svo að vinna morgunvaktir á Hlíð þannig að ég nenni ekki að standa í því, hefði samt ábyggilega verið sjúklega gaman.

Katla var í gríðarstuði í dag, hafði verið að hlaupa í gegnum úðara á Holtakoti, kom svo hingað heim og veltist um hérna úti í garði og síðan upp í Smára að leika sér úti, enda veðrið sko til þess í dag og ég hékk inni að mála...snilld:)

Ætla að fara að sofa núna og vona að einhver smiður fái hugskeyti frá mér með símanúmerinu mínu::)

OFURsjúlli kveður alger OFURmálari 


Íbúðareigandi alveg sjálf::)

jæja þá er ég búin að fá íbúðina mína afhenta, fékk hana óvænt í gær. Ekki búin að gera mikið nema rífa úr þúsundir nagla og skrúfur, rífa niður kappa úr öllum herbergjum, sparsla, kaupa málningu, búin að redda smið sem kemur á morgun að kíkja á vegginn, þetta var nefnilega viðarveggur en ekki steyptur bwahahha. Vona að hann geti gert þetta sem fyrst. Þarf svo að ýta á þá hjá Eimskip að fara að finna borðið mitt en svo virðist sem það sé týnt..finnst hvergi allavega en ætla að tuða í þeim á morgun. Ísskápur spurning um hann get fengið hann ef þau finna sér einhvern sem þeim langar í....vona að þau finni hann:) Sófi, var búin að finna notaðan geggjaðan sófa, rauðan tungusófa en er ekki að ná sambandi við gelluna sem var bytheway búin að taka tilboðinu.

Allavega vonandi næ ég að flytja á föstudag og nota helgina í rólegheitum til að koma mér fyrir og sofa fyrstu nóttina. En ég verð bara að bretta upp að eyrum og mála eins og skrattinn á morgun þangað til ég sæki Kötlu og svo á fimmtudagskvöldið og eftir vinnu á föstudag...hlýt að ná að mála það sem ég ætla að mála og sérstaklega ef Brynja gefur sér tíma í að finna sér lit á herbergið.

Var að koma ofan af Hlíð en ég var á kvöldvakt, þannig að ég er búin að vinna frá 8-23 í dag bara dugleg með reyndar klukkutímapásu á milli kl 14-15 gaman að því. Ætla að fara að sofa, þarf á því að halda. Þreytt

OFURsjúlli kveður þreyttur 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband