Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.6.2009 | 08:24
Lífið er ljúft
Eitthvað virðist þessi mikli hiti sem var búið að segja manni að yrði hér, farið eitthvað annað, allavega er hann ekki hér, og var ekki í gær. Var alveg hlýtt en ekki ofsahlýtt.
Renndum inn í Vaglaskóg við systur, Katla og pabbi og þar var mollan:) Röltum aðeins um í skóginum og nutum blíðunnar, Katla var svo heppin að finna lúpínur og sandkassa og þá var hún sátt:)
Við systur fórum svo og kíktum á einn sófa og síðan á Subway til að fæða svangan lýðinn.
Katla var svo ofurspennt í gærkvöldi eftir sykurát dagsins og ekkert á leið að sofa þá ákváðum við Brynja að fara bara með dót upp í Smára og þar sem við eigum ofsalega stóran bíl þá mér reyndar til mikillar undrunar komust allir kassarnir Er svo komin langleiðin í að pakka í aðra ferð þangað. S.s svona ca 5 kassar haha..
Búin að setja steikina í ofninn og bauð ég pabbi og Hildi í dinner til mín í hádeginu, get kannski nýtt þau eitthvað haha í leiðinni, nei segi svona. Bara svona síðasta máltíðin sem ég býð þeim í hingað, næst verður það bara grillpartý í Smára svona þegar ég verð búin að fá mér grill bwahahahah.
Stefnum svo á að fara á kaffihlaðborð einhversstaðar í dag, gaman að gera það svona 1-2 x yfir sumarið í staðinn fyrir ísferð eða eitthvað.
Er enn stútfull af kvefi, ekki alveg sátt, er að verða búin að vera stífluð í viku og virðist ekkert vera að losna allavega ekki almennilega.
Ætla svo á fimmtudaginn að renna austur í sveitina mína og kveðja hana Hlédísi frænku mína sem verður jarðsungin í Garðskirkju. Förum Hildur, pabbi, ég og líklega verður Solla samferða okkur. Endalaust sorglegt..
OFURsjúlli kveður pínu þreyttur
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 13:24
Dagur átsins
Mikið agalega er gott að borða, dúddamía, enda alveg búin að gera minn skammt af því það sem af er deginum, reyndar mestmegnis nammi enn sem komið er en það þarf að gera vel af því líka.
Við Katla vorum komnar á fætur kl 06 eins og venjulega, skutluðum svo Rakel í rútuna en hún var að fara í Búðardal og ætlar að vera þangað til á morgun held ég. Síðan fórum við að skoða hesta upp í Breiðholti, kíktu í kirkjugarðinn og vökvuðum blómin hjá mömmu, kíktum í kaffi til pabba og síðan enduðum við reisuna hjá Hildi, en þá var líka klukkan að verða 12 þannig að við brunuðum heim og fengum okkur að borða kjúkling og síðan sofnaði litla genið:) Þetta er svona það sem af er deginum
Eldaði s.s. kjúlla í gærkvöldi með nan brauði og bygggrjónum alveg eðal og bauð vinkonu Brynju í mat henni Lenu:) Síðan fór Brynja á djammið með vinnunni sinni til að vera kl 2 en Rakel var hérna heima að pakka og gera sig klára fyrir Búðardalinn.
Er að hamast við að redda mér sófa núna og búin að finna einn geggjaðan tungusófa, rauðan sem ég er alveg kolfallin fyrir og bara verð að fá:) En ég fæ svar í dag eða á morgun hvort hún samþykkir upphæðina sem ég bauð í hann og ef ég fæ hann þá er bara ísskápurinn eftir og spurning hvort ég sé ekki búin að finna hann líka:::) Bara gaman að finna sér eitthvað svona. Hlakka svo til að komast inn í íbúðina og mála og láta brjóta veggi að ég hugsa ekki um annað. Ætla að setja veggfóður held ég á einn vegg inni hjá Brynju hún á eftir að ákveða það endanlega. Síðan þarf ég að fá mér sól - og myrkvunargluggatjöld fyrir alla glugga.. og fleira og fleira. Pakkaði niður úr eldhúsinu í gær öllu sem ég á þar eiginlega bara smotterí eftir þar, ætla svo að pakka meiru niður á eftir þarf bara að redda mér límbandi þá er ég góð. Brynja að verða búin að pakka niður því sem hún getur pakkað í sínu herbergi þannig að nú fer að koma tími á ferð í geymsluna í Smáró. Sýndist áðan kallarnir vera farnir en er ekki viss, vona að núverandi eigendur séu bara að þrífa. Úff þetta verða erfiðir dagar sem eftir eru, stefni á að flytja um helgina nema ég fái hana ekki afhenta fyrr en á föstudag þá líklega næ ég því ekki fyrr en seinnipart á sunnudag:) Spennó spennó
Líkelga líka búin að finna rúm handa fyrrverandi og barnastól fyrir Kötlu til að hafa hér, þannig að þetta er allt að koma ja´já seisei, hvernig færi þetta ef ég væri ekkiSkyldi fólk redda sér þegar ég verð farin bwahahhaha
Búin að finna mér símanúmer, ætla að flytja mig aftur yfir á Símann, fer í það á mánudag og svo þarf að fara á marga staði og tilkynna að maður sé fluttur, spurning að ég hafi tíma til að vinna í vikunni
Best að vekja litla genið svo hún sofni einhvern tímann í kvöld svo ég geti haldið áfram að finna mér dót og pakka
OFURsjúlli kveður OFURspenntur
25.6.2009 | 22:10
Ég vakna oftast þreyttur, varla með sjálfum mér:)
Kominn með lykil af geymslu í hendurnar þannig að á morgun bretti ég ermar klárlega upp að enni og skelli mér í kassaburð, og varningspökkun Gamli kallinn sem lét mig hafa lyklana var með svo stórt og myndarlegt gat á sokknum sínum og út úr gatinu var tá (eins og gefur kannski að skilja með fætur) og hann var með allavega 1 cm langa og ljóta og þykka nögl þar á. Var að hugsa um að benda honum á að ég væri nú OFURsjúlli og ynni í heimahjúkrun og gæti nú kannski fengið mér smergel og minnkað þennan fjára, en ákvað nú að vera ekkert að skipta mér af Hann sagðist verða fluttur út á laugardag þannig að líklega fæ ég íbúðina afhenta á réttum tíma.
Náði í Steypusögun Norðurlands sem ætla að koma og gera mér tilboð þegar ég fæ íbúðina í niðursögun á vegg...jájá..gaman að því. Er að fara á morgun og sækja RISAstóra borðstofuborðið mitt og stóla, líklega dálítið stórt en það komast nú nokkuð margir við það til að eta og það er fyrir mestu, verður ekkert eftir af eldhúsinu þegar það verður komið innhef það bara á pallinum mínum ef allt annað bregst eða brýt bara fleiri veggi Ekki vandamálið
Er komin í 4ra daga helgarfrí og næ vonandi að hvíla mig gasalega vel eða þannig, vinn svo á þriðjudag frá kl 8-14 í heimahjúkrun og kl 15-23 á Hlíð jájá engin slökun. Fæ svo aukingu í haust og verð þá að vinna alla daga til kl 15 nema föstudaga verð til kl 12 þá:) Gaman að því.
Er með kvef dauðans og ef ég fer ekki að hætta að snýta mér enda ég eins og Mikki jakkson með holu í miðju smettinu, en ég myndi nottlega láta smíða á mig nef og það ekkert smá trýni
Katla fór í fjöruferð með leikskólanum í morgun og hafði mjög gaman af því skyldist mér. Brynja var að vinna til að verða kl 18 og á æfingu kl 19 en er í fríi á morgun frá bæði vinnu og æfingu. Við fyrrverandi hjónin settum niður áðan og hentum hnífum og skærum og döllum í hvert annað..hahaha yeah right neinei vorum bara að setja niður hvernig við skiptum því, hentum engu, gerðum þetta í mesta bróðerni bara en það verður eins og frænka mín orðaði það "léttir.is" þegar þetta er búið, jibbí skibbí:)
Get mig varla hreyft fyrir strengjum þar sem ég lyfti í gær fyrir neðri hluta og greinilega teygði ekki nógu vel á og það er svo vont að hreyfa sig, dúdda mía, hljóp samt 4 km í dag á rétt rúmum 20 mín og lyfti svo í 20 mín og gerði 150 magaæfingar I am good.......4 x í þessari viku, Súlur here I come:)
Ruglstund í boði OFURsjúlla lokið í bili
Ofursjúlli kveður bráðum í Smárahlíð
24.6.2009 | 13:22
Hvað er að gerast!!!
Hafði samband við eiganda íbúðarinnar minnar í gær til að fá lykla að geymslu og hún sagði mér bara að sækja þá til leigjendanna þeir vissu að ég myndi koma. Ég þangað, sá þá labba inn í Smárahlíðina, fór inn og dinglaði en þeir svöruðu ekki...allt er þegar þrennt er og kom einhver sá asnalegasti gaur til dyra sem ég hef séð, var alltaf að blikka mig og kalla mig vinkonu *æl* En allavega þá afsakaði hann sig með því að hann væri að flytja út um helgina og hvort hann mætti hafa lyklana fram á fimmtudag til að klára að tæma geymsluna..jújú ég náðarsamlegast leyfði honum það enda ætla ég ekkert að gera fyrr en á föstudag:) En samt sögðu eigendurnir mér að ég gæti ekki fengið hana fyrr en 3 júlí því þeir gætu ekki flutt út fyrr en 1 júlí og þau þyrftu að gera hreint...en samt eru þeir að flytja út um þessa helgi. Eitthvað loðið hér og ég er að reyna að ná í fasteignasalann...
Gott veður í dag, eiginlega bara algjör tær snilld en agalega heitt þegar maður er að vinna svona við að baða, kófsveittur inni á baði og svo kófsveittur þar fyrir utan líka en yndislegt bara, enda er ég í skemmtilegustu vinnu í heimi
Fékk leiðindafréttir í gær ein frænka mín föðurmegin lést í gær, nokkrum árum eldri en ég. Svona getur lífið verið skrýtið og oft á tíðum ranglátt.
Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, verður alltaf meira og meira illt af þessari setningu, ef guðirnir elska unga fólkð svona mikið afhverju vilja þeir að það deyji í staðinn fyrir þá sem aldraðir eru og vilja gjarnan deyja...já
OFursjúlli kveður - verum góð hvert við annað, alltaf...
22.6.2009 | 23:08
Vantar ferð fyrir borð og stóla
Var að fjárfesta mér í eldhús/borðstofuboði og stólum, og ætlaði nú aldeilis að fá það með sendibíl sem hefur verið að koma reglulega og tekið tiltölulega lítið fyrir það en nei nú er það ekki lengur inni í myndinni...fokk Ógeðslega dýrt að flytja á milli orðið en neyðist til þess engu að síður, nema einhver sé á ferð með kerru eða stóran bíl sem vill leyfa þessu að fljóta með.??
En ég treð þessu í flutningabíl bara ekki málið....
Þá vantar mig bara ennþá múrara en geng í það mál á morgun, ísskáp geng líka í það á morgun en svo er það sófinn, langar skæslega í tungasófa sem fæst í rúmfó en ég geymi hann og fæ mér einhverja druslu til að byrja með:) Svo þarf ég að kaupa málningu hugsa að ég gangi í það á morgun líka, þá er ég að verða góð sko:)
Framkvæmdagleðin að fara með mig..best að fara að sofa, fæ nú bara geymsluna á morgun
OFURsjúli kveður trekktur...
22.6.2009 | 14:55
Íbúð-bera-kassa-pakka-nenniekki:)
Hefðum átt að vera duglegri í gær að bera kassa upp í íbúðina til mömmu haha, Sibba fasteignasali hringdi áðan og ég fæ geymsluna mína afhenta á morgun:) Ekki það að þetta er fín líkamsrækt. Síðan frestast það um líklega 1-2 daga að ég fái íbúðina þar sem leigjandinn er víst ekki búinn að finna sér aðra íbúð og er með eitthvað vesen nennti ekki að setja mig inn í það sérstaklega:) Múrari óskast:)
Búin að vera þvílíkt dugleg í dag, vinna, hlaupa, ryksuga, setja í vél og fleira svona húsmóðurlegt:) Fór svo og keypti kláðastillandi og ofnæmistöflur fyrir Rakel, er með einhvern anga af ofnæmi, eiginlega meira en anga bara mikið ofnæmi...þannig að hún ætti að vera save með það í bili allavega.
Veðrið búið að vera fallegt í dag en er eitthvað að glenna sig í að verða rigningarlegt veður sýnist mér, kannski maður ætti að hendast út og sækja þvott....NEI bara leyfa honum að blotna hahah...
Pantað handa Kötlu af barnalandi eitthvað sem ég hélt að væri geggjað sniðugt en mér finnst það ekki sniðugt og skil ekkert í því eitthvað barnadvd tæki sem ég hélt að virkaði þannig að maður setti disk í en neinei aldeilis ekki...púff
Well þarf að rjúka, þarf að kaupa bleyjur og fara með á Holtakot::)
OFursjúlli kveður rjúkandi kátur
21.6.2009 | 22:49
Brjáluð helgi að baki:)
Segi nú ekki annað, bíladagar búnir - hjúkk, þvílík læti og fyllerí, ekki að ég hefði verið eitthvað betri hefði ég verið 18 ára tja onei, var kolvitlaus þegar ég var 18 ára...:) Vorum ofsalega dugleg hérna við fyrrverandi hjónin, fórum og tókum geymsluna í gegn og skiptum dóti og síðan þegar okkur var farið að ofbjóða allir kassarnir og ekkert pláss orðið á neðri hæðinni, fengum við kerru hjá pabba og bíl hjá Hildi og fórum með það upp í geymsluna í íbúðinni hennar mömmu og þá er nú ekki langt að sækja kassa, bara trítla yfir eitt lítið tún Var nú eiginlega hissa hvað ég hef verið dugleg að henda í gegnum árin og henti líka töluverðu núna seisei já.
Síðan var ég að vinna um helgina og varð vitni að mörgu MJÖG fyndnu en líka mjög sorglegu. T.d í morgun var ég komin rétt um hálfátta í vinnuna og var að vinna aðeins í tölvunni, kemur par fyrir hornið og svei mér ef þau ætluðu ekki að gera það hreinlega nokkra metra frá mér, en stúlkan var vitibornari aðilinn og þau vöfruðu upp á tjaldsvæði og þar inn í tjald og tja síðan veit ég ekki meir, ekki alveg viss um að þau hafi haft þol í að gera eitthvað annað en að deyja brennivínsdauða.. Síðan voru fjöldaslagsmál og svona ýmislegt..allavega hafði löggan nóg að gera
Brynjan mín komin heim eftir fótboltahelgi í borginni, tap á móti Skagastelpum, en jafntefli á móti Þrótturum, jafntefli er betra en tap og gefur þeim held ég 1 stig. Ein stelpan reyndar líklega handleggsbrotin og það var súrt en vonandi ekki samt, fór beint upp á slysó þegar þær komu, Brynja tiplar hérna um og bíður frétta af henni
Rakel fór og ætlaði að gista hjá vinkonu sinni, saknar kærastans alveg út í eitt og spjallar við hann heilu og hálfu dagana, sem er bara í góðu lagi, þetta er ungt og leikur sér ekki satt:) Er samt ósköp glöð og kát og finnst voða gott að vera hérna en væri nottlega enn betra ef Pontus kærastinn væri hér::)
Katla búin að vera töluvert kvefuð um helgina og ljótur í henni hóstinn, gaf henni hóstasaft áðan og ég er ekki frá því að það hafi slegið töluvert á, allavega hefur hún ekki hóstað sl. klukkustund 7-9-13. Búin að dundast með okkur um helgina en hefur reyndar ekki mikla þolinmæði í svona "pakka í kassa" dæmi en hún lék sér að jólaskrauti og páskaskrauti á meðan þannig að það bjargaði smá:) Annars er hún bara hress, ég svæfði hana og mig í gærkvöldi um kl 20 og svo sváfum við bara til morguns eða í um 11 klst, hugsa að ég hafi þurft á því að halda bara, eins og einn gamall frændi minn sagði í morgun "þú hefur bara átt þetta inni elskan" og líklega rétt hjá honum:)
Fer að vinna á morgun og síðan langt helgarfrí um næstu helgi, gerist það eitthvað betra eða....nei hélt ekki, jibbí skibbí:) Ætla að nota það til að pakka niður úr skápum og slíkt því ég fæ svo íbúðina afhenta miðvikudag eftir löngu fríhelgina vívívívívíííí.
OFursjúlli kveður, kúl á því bara
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 14:08
Kvennahlaupið á morgun júhú
Maður lætur sig nú ekki vanta þar, þrátt fyrir að maður sé að vinna:) Vinnum hratt og örugglega og svo laumar maður sér bara inn í fjöldann og enginn fattar neitt jájá Er s.s. að vinna um helgina, síðustu helgina í heimahjúkrun fyrir sumarfrí, á reyndar eftir að vinna eina helgi á Hlíð fyrir sumarfrí en það er bara gaman:)
Heyri ekkert frá fasteignasalanum sem sér um söluna á íbúðinni minni, líklega í fríi en það átti að ganga frá lánamálum á mánudaginn þannig að það væri nú fínt að fara að heyra í henni:) En það hlýtur að koma að því tja vonandi.
Er ánægð með manninn á Álftanesinu sem reif húsið, skil mjög vel að hann sé pisst, fannst líka gott þegar Helgi fréttakall spurði hann hvort hann væri ekkert hræddur við að fara í fangelsi, "það er álíka lífvænlegt þar og hér fyrir utan, þar fær maður þó frítt húsnæði og frían mat" margt til í því, þetta sýnir kannski best hvað fólk er reitt út í þessa kalla sem drulluðu algerlega yfir Ísland já og stjórnvöld sem mér finnst nú ekki vera að gera mikið allavega ekki í augnablikinu....helvítis fokking fokk "mögnuð setning"
Brynja er að fara suður að keppa í dag og kemur á sunnudag aftur, held þær séu að keppa við Skagastelpur á morgun en ekki klár á því hverjir verða rústaðir á sunnudag...
Ætla að reyna að pakka um helgina einhverju úr geymslunni og jafnvel henda í íbúðina hennar mömmu eftir helgi, verða reyndar nokkrir guttar þar vegna bíladaga en bara geri það á sunnudaginn þá. Er að fara á límingunum af spenningi að fara að koma mér fyrir á nýja staðnum, er að leita mér að einhverjum iðnaðarmanni sem vill mæta með sögina sína helst strax 1 júlí já eða allavega þá 2. júlí, ég get byrjað að mála eitthvað þó svo að eigi eftir að rústa í stofunni, geymi hana bara. Er samt ekki alveg ákveðin hvað ég mála, allavega stofuna og Brynju herbergi en hitt má bíða þangað til ég fer í sumarfrí, get slett á einn og einn vegg þegar Katla er sofandi
Gæti nú kannski líka farið og skoðað nokkur málningaspjöld um helgina, hmm væri það ekki klassi, ætla reyndar að mála svona antikhvítt svo þarf að bera á pallinn en það liggur ekki mest á því, læt Hauk í það mál, verð sjálf inni bwahahhahahah
Þarf að brenna niður á pósthús og sækja dúkku sem Katla gleymdi í Búðardal, svona uppáhaldsdúkka:)
OFursjúlli kveður alveg hyper
17.6.2009 | 22:13
Gleðilegan þjóðhátíðardag
Reyni að skrifa smá hérna þrátt fyrir að ég hafi kött liggjandi á lykalborðinu, búin að grýta honum x 3 í burtu en hann kemur alltaf aftur, fyndinn hann Ronaldó. Rignir hérna alveg linnulaust, sem er auðvitað mjög gott fyrir akurinn minn, þarf þá ekki að fara að vöka á morgun, en arfaslæmt fyrir fötin sem hanga úti á snúrum og ég ætlaði að nota á morgun, hugsa að ég geri það ekki því ekki nenni ég út til að bjarga þeim
Búin að vera að drepast í kviðnum í 2 daga s.s. hægra megin með svona rafstraumsskotum, hlýtur að fara að lagast. Hef eiginlega ekkert gert nema þrífa í dag finnst mér, fór ekkert út í dag til að skoða lífið bara nennti því ekki. Katla fór með pabba sínum í labbitúr í morgun og svo aftur eftir hádegið, en á meðan fór ég að þrífa sameigina í Smárahlíð okkar systkina, ekkert að seljast andskotinn hafi það....
Horfi núna á tv með öðru auganu á myndina Dís sem er leiðinlegra en allt sem leiðinlegt er, var reyndar áður búin að hlægja mig máttlausa af stelpunum og næturvaktinni þvílík snilld, get ekki beðið eftir Fangavaktinni hef líklega lélegan húmor bara.
Hlaupabrettið stendur hérna í stofunni og bíður eftir að ég hendi mér á það á morgun, sem ég mun gera alveg hiklaust og spretta svona 5-6 km, búin að hlaupa 11 km þessa vikuna og er nokkuð ánægð með það bara. Ætla að byrja á morgun með matarræði danska kúrsins til að ná af mér þessum kg sem ég vil að fara til að ég sé sátt. Gaman að því, geri s.s. ekki annað næstu daga en að borða.
Katla búin að vera ergileg í dag og eru það tennurnar sem eru að fara með hana greyið.
Allir úti núna, Brynja niður í bæ með vinkonum, Rakel niður í bæ með vinkonum, Eyþór niður í bæ með vinkonum haha nei segi svona veit ekkert hvar hann er, kannski uppi á Súlum, já eða niður í fjöru..hvað veit maður::)
Vantar enn sófa og ísskáp og eldhúsborð og stóla...einhver..
Ætla að fara að lesa inni í bæli fljótlega eða leggja kapal í tölvunni
OFursjúlli kveður illt í kviðnum
16.6.2009 | 23:31
Allt að gerast í munkanum
Snilldar veður búið að vera á eyrinni í dag, hitinn mikill og bara eiginlega logn, var reyndar ekki mikið úti þar sem ég var að vinna og svo að brasa eftir það:)
Rakel kom heim í dag frá Svíþjóð og gekk vel, alltaf gott að sjá þessa elsku:) Ætlar að vera í einhverjar vikur en ekkert ákveðið, kærasti í Svíþjóð sem togar svolítið í hana en kannski kemur hann og verður hérna í einhvern tíma líka aldrei að vita:)
Herbergið hennar var fullt af drasli þannig að við fórum í það að losa það, endaði með að ég pakkaði niður í nokkra kassa og ætla að henda þeim upp í geymsluna í Smárahlíð 5 á morgun. Drösluðum síðan hlaupabrettinu upp í stofu við illan leik ekki brettið heldur við, hrikalega þungt og breytt en það er núna orðið að stofumublu og verður í 2 vikur eða þangað til við mæðgur flytjum. Haha efnilegt hérna. Síðan ætla ég að fara eitthvað kannski í geymsluna á morgun og fara í gegnum gamla kassa og henda og pakka því sem ég tími ekki að henda. Mig vantar ennþá ísskáp, eldhúsborð og stóla og tungusófa (helst) þannig að ef einhver lumar á slíku og vill selja þá endilega hafið samband á ernahauks@internet.is eins ef einhver vill kaupa boxpúða og hanska þá á ég eitt sett af slíku, kem því held ég ekki fyrir í íbúðinni minni, nema ég fái íbúa hússins til að gera litla líkamsræktarstöð í kjallaranum nóg er plássið þar svo sem og ég á nóg af græjum í það:)
Vantar líka upplýsingar um einhvern sem getur sagað fyrir mig eitt hurðarop til að byrja með, búin að finna smið í málið til að ganga frá eftir sögunina en vantar sagara:)
Brynja og co unnu Valsara í gær 3-2 var bara flott hjá þeim, eru svo að fara suður um helgina að keppa við skagamenn held ég, ekki alveg viss samt. Stelpan sú er í bíó núna með vinkonum. Er búin að fá inngöngu í MA og var að vonum ánægð með það, kom svo í fréttum áðan að vísað hafi verið frá framhaldsskólum því svo virtist sem krakkar þyrftu að hafa mjög háar einkunnir hmmm hún heppin að hafa 9,32 í meðaleinkunn *mont*
Katla litla sefur á sínu græna, búin að vera ómögleg í tönnunum í dag en lék sér mikið úti á meðan við skitum á okkur með hlaupabrettið:) Var voða feimin við Rakel fyrst en það gleymdist nú eftir nokkrar mín, þá var hún farin að skipa henni hægri vinstri eins og okkur:) Rakel kom með helling af fötum á hana sem við pöntuðum í gegnum h&m verslunina í Stokkhólmi og létum senda til hennar í Luleå. 3 kjólar/skokkar, skyrta, bolir x 2, 2 gollur kostaði einungis 9 þús íslenskar og geri aðrir betur. Á sko eftir að nýta mér þetta oftar að panta og láta senda á hana, legg svo bara inn hjá henni og hún sendir:) Snilldin ein...
Best að hætta að bulla og fara að bulla annarsstaðar
OFursjúlli kveður í flutningshugleiðingum......