Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
15.6.2009 | 10:16
Ég er ekki haldin karlfyrirlitningu þó svo ég setji þetta hér og finnst þetta bráðfyndið:)
.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐARI MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK?
(vegna þess að þeir eru tengdir við snilling!)
2.HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK?
(þær hafa einfaldlega ekki tíma!)
3.HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG?
(þær stoppa ekki til að spyrja vegar)
4.HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU?
(pungurinn fellur yfir rassgatið og stöðvar gegnumtrekkinn)
Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)
5.HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR?
annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum)
6.HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI?
(þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)
7.HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR?
(hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá;)
Einn góður í lokin...
8.HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA?
(vegna þess að titrari slær ekki garðinn)
OFursjúlli kveður flissandi
13.6.2009 | 23:40
Fólkið mitt og þeirra....
Jæja þá er fyrsta vaktin á Hlíð búin og ég verð að segja að mér fannst æðislegt að koma þarna aftur á Eini/Grenihlíð:) Gamla fólkið mitt allt svo krúttlegt, sumir mundu eftir mér, sumir þóttust muna eftir mér og aðra var ég að sjá í fyrsta skipti, bara dýrðlegt. Alltaf gaman að hitta nýtt fólk og hlusta á frásagnir þess af gamla tímanum nú eða nýja tímanumGallinn við svona kvöldvaktir að maður er alltaf dálítinn tíma að ná sér niður eftir að hafa verið á þeim, en ég hlýt að sofna fyrir kl 1 allavega:)
Vaknaði kl 08 í morgun ótrúlegt, en litla genið svaf svona lengi, vakti Brynju og hún fékk nett sjokk því hún átti eftir að taka sig til fyrir Krókinn og rútan átti að fara kl 8.30 en það tókst næstum stórslysalaust, munaði nú samt engu að gellan dytti á gólfið í eldhúsinu í látunum Bwahahahah. En þegar við komum eina mínútu í hálf þá glotti bílstjórinn bara, líklega farinn að kannast við okkur því síðast þá vorum við á nippinu og höfðum gleymt pening heima þannig að ég þurfti að spóla heim og sækja hann bwahhaha en hún er allavega á króknum eða ég held það allavega:) Síðan fórum við Katla í morgunkaffi til pabba og skoðuðum skemmtiferðaskipið sem var í höfn, síðan aðeins til Hillu og dætra í hádeginu og svo heim
Fallegt veður hér á Eyrinni í kvöld, bara yndislegt, logn og falleg sólarglæta á himninum, allt eitthvað svo jákvætt í dag að það hálfa væri nóg. Fæ íbúðina afhenta eftir 18 daga og get vonandi flutt inn í hana eftir ekki meira en 20 daga, ætla að mála smá og sjá til með að rústa einum vegg held ég verði að gera það áður en ég flyt inn, kemur svo agalegt ryk. Ef einhvern langar í málningarvinnu þá má hann hafa samband, ekki það að ég er rosaleg með pensilinn:)
Ætli ég fari ekki núna í það að reyna að leggja aftur augun, gæti verið góð pæling, ætla allavega að hugsa það í smá stund
OFursjúlli kveður með jákvæðasta móti
11.6.2009 | 22:46
Kvasseigirðu
Djös... sem maður er þreyttur, sennilegt að maður fari að skrönglast í bælið, aldurinn farinn að segja til sín svei mér þá Komin í helgarfrí frá heimahjúkrun en fer að vinna kvöldvaktir laug og sun á Hlíð, bara gaman að því, hitta gamla fólkið mitt sem ég sinnti í heimahjúkrun en er komið núna á Hlíð. Er samt engan veginn að nenna kvöldvöktum finnst þær alltaf frekar leiðinlegar, en bara 4 kvöldvaktir eftir þegar þessar eru búnar.
Búin að vera nokkuð dugleg að hreyfa mig það sem af er þessari 4. viku í hreyfingu, búin að ná nokkuð góðum tökum á matarræði og hljóp 27 km í síðustu viku en tek í kringum 20 km í þessari viku, hleyp um 5 km á dag núna og lyfti annan hvern dag, já bara dugleg finnst mér, finn mikinn mun á fötunum mínum en sé svo sem ekki mikla breytingu á vigtinni samt um 1 kg farið og þá er bara 4-5 kg eftir og ég sátt.
Partý á Holtakoti í fyrramálið, hóparnir verða með skemmtun og svo grill og svona huggulegheit, vona að veðrið verði gott, sól væri bónus...Ætla að skondrast upp í Kjarnaskóg ef ég verð í stuði og hlaupa þar eins og einu sinni, nenni samt aldrei að keyra mig eitthvað til að hlaupa, líka svo huggulegt að vera bara með bretti heima til að hlaupa á.
Brynja er að spá í að fara á krókinn um helgina fara á laug og koma á sun, gaman að því:) Er ánægð í vinnunni sérstaklega þegar hún fékk nasaþef af laununum sem eru bara góð verð ég að segja, munar um að þurfa ekki að borga neinn skatt.
Katla fór ekki á Holtakot í gær, var að taka jaxl og var alveg ómögleg greyið, pabbi hennar var heima með hana fram að hádegi en þá tók eg við, fórum svo eftir hádegið og gáfum öndunum brauð, fengum okkur ís og vökvuðum blómin á leiðinu hennar mömmu, var snilldar veður í gær.
Langar svo í nýjan bíl, búin að finna geggjað flottan Bora sem ég er kolfallin fyrir en ég er að kaupa íbúð svo ég ætla að láta mér það nægja í bili, enda á ég svakalegan gellubíl sem er reyndar alltaf að bila eitthvað en gellubíll samt:)
Hætt að rausa og farin að sofa
OFursjúlli kveður á leið í draumaheim
9.6.2009 | 21:59
Skúbb
Brynja búin með annan daginn í vinnunni:) Þegar hún kom heim í gær spurði ég hana hvernig hefði verið "leiðinlegt" en samt í glaðlegum tón, henni finnst vinnan leiðinleg en segir að þetta verði fínt þegar allar afleysingar verði byrjaðar, ekki nema 40 stk sem byrja í næstu viku Svo þarf hún að skila inn heilbrigðisvottorði sem er víst skylda hjá matvinnslufyrirtækjum þannig að ég þarf að panta tíma hjá lækni til að láta þá votta heilbrigði hennar Er samt bara sæl með þetta og sér fram á að fá hellings pening. Býðst að vinna 2 yfirvinnutíma á dag alltaf ef hún vill en ég sagði henni að byrja ekki alveg á því að keyra sig út....mamman með áhyggjur:) Hún vinnur þessa viku frá 9-17 og næstu viku frá 7-15 bara fínt og svo æfingar alltaf kl 19 AMEN segi ég nú bara
Katla var ferlega ergileg í gær og vildi bara algerlega hanga í mér, verður líklega alltaf svona eftir aðskilnaðarhelgar, man að Brynja var svona þegar hún var lítil en það er bara að taka því, var svo fín í dag bara, ofsastuð á henni en þreytt, alltaf erfiður tími á milli svona 17-19 en hún fór í bað og hressist alltaf við það.
Ótrúlegt hvað sumarið ætlar að vera lengi að skila sér á klakann þetta árið, hefur kannski verið svona öll hin árin líka en maður er bara svo fljótur að gleyma. Kannski ætlar veðrið bara að geyma sig þangað til ég fer í sumarfrí þann 17 júlí þannig að ég geti notið sólarinnar á FLOTTA pallinum mínum...snilld verð búin að koma mér fyrir og allt þegar ég fer í frí eða það vona ég. Fæ íbúðina þann 1 júlí og ætla að reyna að eyða kvöldunum 1 og 2 júlí í að mála og klára það að mestu, fer eftir því hversu mikið Eyþór verður í fríi upp á Kötlu, síðan er ég í löngu helgarfríi þessa helgi og ætla mér helst að nýta hana í að flytja, spurning hvort maður nær að láta rífa einn vegg í henni áður:) Vil helst gera það áður en ég flyt inn því það er svo hrikalegt ryk sem fylgir því, ætla að opna úr stofunni inn í eldhúsið gera það svona smá opnara. Ætlaði að taka allan veginn en það gengur ekki í bili allavega þar sem það er eldhúsinnrétting á veggnum og ég á ekki aur fyrir annarri en kannski seinna bara:) Miklar pælingar í gangi. Vona samt að Smárahlíðin hennar mömmu fari að seljast því þá horfa hlutirnir betur við.
Mikið að gera í vinnunni og eykst stöðugt, var að reikna það út í dag að ég í 60% vinnu er með töluvert fleiri vitjanir á viku heldur en þær sem eru í 100% vinnu og meira að segja er ég með næstum jafnmörg böð og þær tja hvað getur maður sagt, ætla samt ekki alveg að samþykkja þetta án þess að opna á mér smettið...
Hef ekkert að segja en verð að blaðra eitthvað...er að drepast úr hungri, langar aðallega í nammi en það er á bannlista þangað til á laugardaginn, mmm hlakka til á laugardaginn:) Fór í hádeginu og hljóp 5 km á rúmum 35 mínútum og tel það nokkuð gott, lyfti líka og gerði 200 magaæfingar, ekki að þetta sé að skila sér neitt á vigtinni en fötin hafa stækkað já eða ég minnkað Ánægð með mig, búin að halda þetta út lengur en oft áður, vika 4 í gangi núna:) Hljóp 27 km í síðustu viku og stefni á svipað núna, annars þurfti ég að hvíla í gær þar sem ofþjálfun gerði vart við sig, týpískt fyrir mig að fara rosalega hratt af stað en ég hægi bara á:)
Best að fara að halla sér hjá litlu dúllunni minni, Brynja er með Telmu vinkonu (er algjört uppáhald hjá Kötlu sem kallar hana Temmu) í heimsókn sem bytheway ætlar að hjálpa okkur að flytja ekkert smá dúlla::)
Well best að hætta að bulla um ekkert
OFursjúlli kveður á leið í hálfmaraþon
8.6.2009 | 14:33
Íbúð til sölu
Einhver agaleg þreyta í gangi í skrokknum á mér, held reyndar að þetta sé einhver andleg þreyta sem skilar sér svona út í líkamann...legg mig aldrei eftir vinnu, en ég sofnaði á meðan ég var í tölvunni og skreið því inn í rúm en gat ekki sofnað en leið ögn betur á eftir samt. Er að verða stressuð yfir að íbúðin hennar mömmu seljist ekki, ég á að borga fyrstu útborgun 1. júlí pjúff, sé heldur ekki fyrir mér að geta gert það sem ég ætlaði að gera í íbúðinni áður en ég flytti inn, ekki að það skipti svo sem máli get alltaf gert það:) Er að stressast öll upp yfir þessu pjúff...helvítis fokking fokk á vel við núna.
Rosagott að fá stelpurnar heim í gær, Brynja kom um kl 20 og Eyþór renndi svo hér í hlað um kl 22.30 þá steinsvaf litla genið og svaf bara eins og rotuð til kl 06.15. Var samt fyndin, opnaði augun og sagði pabbi, sá svo hver þetta var og augun urðu að undirskálum og svo steinsofnaði hún, ekki alveg að skilja þetta
Var svo voða kát að fara á Holtakot í morgun og kyssti mig og knúsaði í kremju eins og venjulega, fer að sækja hana bráðum..næs.
Keyrði Brynju niður í Brim kl 9 í morgun og verður gaman að heyra hvernig henni fannst fyrsti vinnudagurinn:) Verður ábyggilega þreytt en fer svo á æfingu kl 18 úff úff
Ætla að fara að kaupa eitthvað að éta, frekar dapurt að líta í ísskápinn enda ég bara ein heima um helgina og át nú engin lifandi ósköp...
Ofursjúlli kveður á límingunum
7.6.2009 | 18:16
Löt, latari, lötust lýsingarorð ekki satt!!
Lýsir mér allavega fullkomlega núna. Var nú viss um í gærkvöldi að ég myndi vakna eins og venjulega um kl 5.30-06 og ætlaði að vera rosalega dugleg og hlaupa áður en ég færi að vinna. Vaknaði eins og ég gerði ráð fyrir kl 5.30 en sneri mér á hina og steinsvaf til kl 7 þegar kl hringdi og ætlaði ekki einu sinni að nenna á fætur þá, geispaði svo í allan morgun:) Var samt sofnuð í kringum kl 22 tja afslöppun ójá:)
Skrapp til pabba í kaffi undir hádegi var að bíða eftir að maður á efri hæðinni kæmi heim svo ég gæti sett augndropa, síðan fór ég heim, í ljós, á rúntinn með Hillu í ís, í sturtu, hangið í tölvunni, glápt á tv s.s. nenni engu, sit og dotta hérna liggur við núna
En gott engu að síður að vera svona í friði og ró þrátt fyrir að ég sakni stelpnanna minna alveg óskaplega, þá þurfa bara allir að eiga smá tíma út af fyrir sig. Ætla t.d. núna að rífa mig upp og hlaupa aðeins þýðir ekkert að slá slöku við þrátt fyrir að það sé sunnudagur:)
Ætla svo að halda áfram að vera löt
Ofursjúlli kveður á spretti
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2009 | 17:28
Ein heima skrýtið
HEf ekki verið ein heima síðan hmmm *hugs* síðan líklega 2006 bara..þannig að þetta er frekar skrýtið. Hélt ég myndi heldur ekki lenda oftar í því að eiga svona mömmuhelgar ein og yfirgefin, ekki viss um að mér líki það en ég verð bara að sætta mig við þetta, svona er lífið.
Búin að afreka ýmislegt í dag, vinna, hljóp 6 km, fór og keypti rósir á leiðið hennar mömmu og fór þangað með Hildi og dætrum með rósir og friðarkerti. Í dag er akkúrat ár síðan þessi elska dó. Sakna hennar óendanlega mikið þó svo að sorgin sé orðin léttbærari á margan hátt. Á samt til að detta inn í að rifja upp stundina þegar hún kvaddi sem er ekkert skrýtið, það erfiðasta sem ég hef á ævinni minni lent í. En blessuð sé minning þessarar elsku. Hefði sko orðið stolt í gær af henni Brynju sinni, sagði alltaf að hún vissi að þessi stelpa ætti eftir að brillera, vissi greinilega sínu viti, efast ekki um að hún hafi fylgst með úr fjarlægð
Renndum svo systur fram í Vín með sólir og fengum okkur kaffi, köku og ís:) Átti það sko skilið eftir hlaupin. Síðan kíkti ég á pabba og fór svo bara heim til mín:) Ætlaði að vera rosalega dugleg og pakka í dag, en ég nenni því engan veginn, ætlaði að fara í gegnum geymsluna en eins og fyrr segir nenni ég því engan veginn. Hugsa að maður bara detti í despó og smá nammi:)
Ofursjúlli kveður alveg að verða fitt....
5.6.2009 | 22:03
Dóttirin brillerar
Er að rifna úr monti hérna, Brynja fékk meðaleinkunn 9,32 og fékk verðlaun fyrir frábæran námsárangur og líka verðlaun frá Danska sendiráðinu fyrir frábæran árangur í dönsku. Eins og margir vita þá hefur Brynja alltaf talað um dönskuna sem mál djöfulsins og fundist þetta leiðinlegt fag og alls ekki legið á skoðun sinni varðandi það. Svo þegar Úlfar skólastjóri tilkynnti að hún hefði fengið verðlaun frá sendiráðinu þá byrjuðu allir krakkarnir að hlægja og ég líka því mér fannst þetta einstaklega góður brandari hjá Úlla en svo kom í ljós að þetta bara var enginn brandari Sá Halldór Gunnarsson skólastjórann minn fyrrverandi úr Lundi en hann kennir nú við Glerárskóla, var að hugsa um að rölta upp að honum og benda honum á að þetta væri nú dóttir mín en gerði það ekki samt, honum fannst ég þulli þegar ég var í Lundi og var viss um að það yrði aldrei neitt úr mér...hmmm ef hann vissi að afburðarnemandinn væri dóttir mín múahhahhahahha...
En enn og aftur monta ég mig út í eitt enda ástæða til. Gaf henni gallabuxur fyrir nokkru síðan í útskriftargjöf og svo keypti Eyþór módelhring handa henni í dag frá okkur líka, síðan gáfu Ragna og Maggi henni pening og er hún ofsakát með sig:) Fékk 2 bækur í verðlaun sem koma til með að nýtast henni í náminu í framtíðinni:)
Falleg, fallega og duglega stelpa:::)
Ofursjúlli kveður stoltari en leyfilegt er:)
4.6.2009 | 23:00
Lífið gengur upp og svo niður
Verð að fá að tjá mig, agalegt að vera svona mikil blaðurskjóða að það hringli bara í hausnum á manni ef maður kemur því ekki frá sér, væri skiljanlegt ef það væri eitthvað merkilegt en svo gott er það nú ekki..bara þessi þörf.
Enn saxast á föðurfjölskylduna mína, Árni frændi minn á Meiðavöllum lést í fyrradag úr krabbameini, greindist fyrir 11/2 mánuði síðan. Hata þetta krabbamein, 3 frændur mínir farnir núna með ekki svo löngu millibili. Ekki batnar það hjá karli föður mínum sem enn og aftur horfir á eftir vini og frænda..lífið sanngjarnt nei ekki alltaf. En þetta bíður okkar allra víst..
Fór upp í kirkjugarð í gær með 20 stjúpur og nokkrar morgunfrúr, en haldiði ekki að það hafi bara verið búið að tyrfa á leiðið hennar mömmu, svo ég reykspólaði heim til að finna einhverja nothæfa dalla undir blómin og fór svo með þetta á leiðið hennar og lítinn engil, gott að koma þarna að sumri til, finnst það jafn gott eins og mér finnst það arfaslæmt að vetrinum til. Ætlum að fara í legsteinaval við fyrsta tækifæri. Annars eru þessir dagar verulega erfiðir, akkúrat á þessum tíma í fyrra vöktum við yfir henni á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Úff bara að skrifa þetta kallar fram tárin en svona er þetta, svo stutt en samt svo langt.
Upplífgandi kafli bloggsins byrjar núna:)
Brynja mín að útskrifast á morgun, ætlum að fara öll og sjá stelpuna útskrifast, búin að fá nokkrar einkunnir og eins og ég hef alltaf sagt þá er þessi stelpa snillingur og ég er svo STOLT af henni eins og ég hef reyndar alltaf verið. Ótrúlega gott eintak Var að græja brauðrétt sem á að fara á hlaðborðið upp í skóla á eftir og ætlum við öll þangað líka að úða í okkur. Alltaf gott að borða. Síðan fara feðgin vestur í Búðardal á laugardag, Brynja suður að keppa og ég að vinna um helgina, gaman að því.
Katla er svo mikið krútt hún talar non stop eins og alltaf, meira að segja farin að bölva ef illa gengur hjá henni, hmm kannski ekkert til að hæla sér af...er bara ótrúlega ánægð með þetta eintak líka, hugsa að hún verði svolítill dólgur eins og mamman sem er nú ekki að kafna úr kvenleika:)
Langar að læra meira veit ekki hvað, eina mínútuna langar mig að fara að læra einkaþjálfun, aðra að verða trukkabílstjóri og eitthvað allt annað þriðju mínútuna. Damn hvað á ég að gera....ætla að byrja á að klára stúdentinn og ætla ég að skrá mig í frönsku í haust haha segi það núna:)
Úpps batteríið að klárast verð að hætta
Ofursjúlli kveður, ofurdriver, ofurtrainer eða bara eitthvað
2.6.2009 | 18:25
Ofursjúlli á ofurpolo
Margir gert grín að Polo en ég skal nú segja ykkur það að hann kemst nú það hratt að ég var tekin fyrir of hraðan akstur Bwahahaha reyndar ekkert fyndið, kostaði mig rúmlega 11 þúsund spírur..ég meina það. Fékk bara sendan gíróseðil og ég mundi nú ekki eftir því að hafa verið tekin, fór upp á stöð, þá eru þeir með myndavélarbíl í bænum og hann hafði s.s gómað mig, ég var bara góð við lögguna og sagði að mér hefndist bara fyrir þetta, hann þakkaði mér kærlega fyrir að taka þessu svona vel Ætli menn komi og lemji í borð og séu með læti bara, en mikið var ég reið fyrst damn.....en ekki löggunni að kenna heldur Polo ofurbíl
Fór með Brynju til tannsa áðan og auðvitað allt heilt í munninum á henni, sagði mér tannsinn minn fyrir dálítlu síðan að það væri nú ekki algengt að unglingar væru með allar tennur heilar, hugsa þetta sem mikinn sparnað bara:)
Kíktum aðeins upp í Boga þar sem Már var með Völsungsstrákana að keppa við KA menn, ekki góð staða þegar ég yfirgaf pleisið en go Völsungur:) Fórum svo og náðum okkur í pizzu á greifann bara nennti ekki að elda, engan veginn. Eitthvað löt við það núnaBrynja fer í óvissuferð með Glerárskóla á morgun kl 16 verður eflaust hrikalega gaman hjá þeim.
Veðrið snilld, ekkert nennt að vera úti samt til að njóta þess, eiginlega enginn tími þar sem dagurinn farið í snúninga hingað og þangað. Hljóp í dag tæpa 4 km varð að hætta vegna ..tja ætla ekki að segja hvers vegna...
Katla að verða snar hérna, farin að góla á mig, veit ekki hvort ég vann fyrir því eða ekki ætla að kanna málið:)
Ofursjúlli kveður á ofsahraða:)