Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
1.6.2009 | 23:26
IT´s raining man
Ætlaði að gera svo margt í kvöld þegar Katla væri sofnuð en neinei eins og venjulega þá steinsofnaði ég hjá litla barninu og svaf til hálftíu Fór þá í þvottahúsið og eyddi þar dágóðum tíma og svo núna bara er ég alveg að verða þreytt aftur. Hugsa að ég gæti sofið endalaust ef mér gæfist tími til. Ætli ég sofi ekki bara alla næstu helgi þar sem ég verð ein heima, held reyndar að ég kunni það alls ekki lengur. Kvíði líka smá fyrir því pjúff en svona verður þetta víst í framtíðinni sýnist mér.
Búin að vera heilan helling úti í dag í snilldar veðri, Katla litla orðin útitekin og sælleg og var mjög fljót að sofna "held ég":) Fórum upp í kartöflugarð með pabba áðan til að setja áburð á böppurnar og dúk og svona og var þá ekki grænmetið mitt bara byrjað að koma upp, agalega verður gaman að fara að rífa í sig næpur og annað góðgæti eftir nokkrar vikur, passar að ég get farið að gúlla þessu í mig í sumarfríinu:)
Brynja að útskrifast úr Glerárskóla á föstudaginn, þarf að skella í eins og 2 form einhverjum gæðaréttum, ekki enn búin að ákveða hvað það verður en eitthvað verður það. Síðan fer hún suður að keppa á laugardaginn, Eyþór fer vestur í Búðardal í fermingu með Kötlu, þannig að ég verð bara að vinna, hlaupa og sofa og ekki er það svo sem alslæmt, gæti meira að segja pakkað slurk í leiðinni:)
Búin að vera að drepast í hálsinum og herðunum í dag, bara um leið og ég hreyfi mig ekki þá klikkar allt systemið, ætla að panta mér tíma í nudd við tækifæri. Annars var ég að skoða ýmsa námsmöguleika sem í boði eru með vinnu, og ég vissi hreinlega ekki hvað það er mikið hægt að læra í fjarnámi, vissi að það væri mikið en ekki svona mikið. Þannig að núna er ég með valkvíða hvað ég eigi að gera:) Get meira að segja farið í fjarnám frá Bifröst, þannig nám bara heillar mig ekki mjög mikið enda ætla ég ekki í þannig nám til að byrja með, hugsa að ég endi með því að klára stúdentinn þar sem ég á mjög svo lítið eftir í hann, læri frönskuna kannski í vetur vivi:) eða eitthvað. Annars finnst mér spænska líka heillandi Var að vona að geðhjúkrunin færi af stað en það er ekki allavega svo ég sjái á síðu skólans..hmm..en ég finn mér eitthvað hef alltaf gert það, ætla að byrja á því að láta VMA meta mig í stúdentinn..
Vinna í fyrramálið og næstu þrjár helgar, tvær í heimahjúkrun og ein á Hlíð á s.s. næst frí 27 maí eða eitthvað, maður verður glaður þegar maður fær útborgað ef þetta skilar manni þá einhverju, hugsa að þetta fari allt í skatt bara.
Ætla að fara að hátta og sofa hjá litla geninu mínu heyri að hún rymur inni í rúmi
Ofursjúlli kveður námssjúkur
1.6.2009 | 13:31
Svo kom steypiregn.....
Fórum við mæðgur á gömlu Hú í gær en Mási bró var að ferma síðasta stykkið sitt, eðal kaffihlaðborð var í boði og mikið af fólki, gott veður og bara allt eins magnað og það gat orðið, líka alltaf gott að hitta fólkið sitt Kíktum aðeins til Elínar sys áður en við fórum og þar var systir mömmu og hennar maður mætt á svæðið:) Hilmar fermingarbarn var flottur eins og alltaf enda ekki við öðru að búast, bjútífúl ætt sem hann er af.
Ég var að vinna í morgun og gekk það allt ágætlega, bara ótrúlega mikið að gera og þakkaði ég guði fyrir að það var ákveðið að við yrðum þrjár, en ekki tvær eins og venjulega úff, var búin rétt rúmlega 11 þannig að það var ágætt. Mætti Kötlu og Eyþóri á leið upp í Listigarð rúmlega 9 ekkert nema ferskleikinn, litli stubbur glaður með sleikjó í hönd. Fékk símhringinu ekki löngu seinna að hún hefði dottið og ég brunaði á sjúkrabílnum (heilsugæslukagginn) og sótti feðgin og þegar ég fór að skoða nánar var stubbur með skurð á hnakkanum sem blæddi pínu úr ekkert af neinu viti. En Eyþór fór samt með hana upp á slysó til að láta tékka, og áttum við bara að fylgjast með henni í 6 tíma upp á slappleika en allt slapp þetta nokkuð til og sefur hún núna. Vorum svo að tala um að við værum eiginlega hissa að hún orðin rúmlega 2 ára og alltaf sloppið þangað til núna því hún er glanni dauðans eða bara meira svona óhrædd við hlutina, hélt að þetta væri svona strákatengt frekar en greinilega ekki.
Er ákveðin í því að fara á mærudaga í ár, datt þessi hugmynd í hug þegar Brynja og vinkona hennar komu í gær og voru að spá hvort þær mættu ekki fara og fá að gista í garðinum hjá Mása í tjaldi, ég á eftir að spjalla við stóra bró um það. En þá datt mér það snjallræði s.s. í hug að fara bara líka, hef ekki farið á mærudaga síðan ég flutti í burtu þaðan...ætla allavega að setja það í alvarlega skoðun....:)
Hrikalega fínt veður hérna, en hafgolan reyndar nokkuð mikil, allavega verður maður að vera í algjöru skjóli til að fletta sig klæðum, ekki það að ég ætli neitt að gera nágrönnunum það að fletta mig neitt haha . Ekkert hlaupið núna síðan á föstudag en ætla að hlaupa alla 4 næstu daga. Stefni á að hlaupa aldrei sjaldnar en 4 x í viku fínt ef ég næði að hlaupa oftar en sé til ætla ekki að ætla mér um of það er bara ávísun á að gefast upp. Hef heldur ekkert hugsað um matarræðið yfir helgina, bara leyft mér það sem á borðum hefur verið en byrja svo aftur á morgun að hugsa:) Finn alveg mun á mér líkamlega þegar ég borða ekki sykur, mikið hressari, auðveldara að vakna og svoleiðis.
Mikið óskaplega er sumt fólk hryllilega skrýtið, gerir hluti sem manni finnst að fullorðið fólk eigi hreinlega ekki að gera..meina það...ég er líka skrýtin en ég myndi aldrei samt gera suma hluti....æi farin að bulla tóma steypu
Ofursjúlli kveður sætari en allt sem sætt er
30.5.2009 | 13:45
Slúðurkellingar
Sorglegt að sjá frétt um að lögreglan hafi tekið þungaða konu komna 7 mánuði á leið ofurölvi, úff fékk bara hroll og illt í hjartaðHvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi okkar, amen.
Er eitthvað svo tóm í dag bæði í hausnum og inni í mér, orðin svo yfirmáta þreytt á slúðri í Akureyringum, getur fólk ekki drullast til að hugsa um eigið rassgat og hætt að velta sér yfir hvað nágranninn gerir, veit fólk ekki að slúður særir, og ef fólk slúðrar um hluti ætti það þá ekki að athuga hvort eitthvað sé satt í slúðrinu, svei ykkur slúðurkellingar segi nú ekki annað... Vona að ykkur hegnist einhvern veginn fyrir svona illgirni..og hananú. Þegar ég flutti hingað þá var ég nú viss um að ég væri laus við svona slúðurbæli, Húsavík var svakalegt eins og er svo oft með lítil bæjarfélög, en núna hef ég komist að því að stóru bæjarfélögin eru ekkert skárri....Hvað kemur fólki við þó svo við hjónin höfum ákveðið að skilja, er það ekki okkar vandamál, við höfum okkar ástæður og erum ekkert að auglýsa þær endilega en að fólk sé að búa til ástæður fyrir okkur er óþolandi..ég veit hvaðan slúðrið kemur svo skammist ykkar.....
Fórum út að leika okkur í morgun við Katla í garðinum með dúkkur og vatn til að sulla með og entumst við í rúman klukkutíma. Á þeim tíma fann ég eitt randaflugubú, nokkrar fetapúpur, og helling af viðurstyggilegum pöddum öðrum sem ég held að mér sé illa við Eyþór ætlar held ég að láta eitra fyrir þessu drasli öllu saman sem betur fer, ekki það að Kötlu finnst randaflugur fallegar, hefur þetta ekki frá mér onei, enda verður ekkert eitrað fyrir þeim aðallega búinu þeirra
Brynja mín er að fara að keppa á eftir, ekkert nema dugnaðurinn og ætlum við Katla að fara og horfa allavega á seinnihlutann af leiknum efast um að hún endist lengur en það, þetta er 2 x 40 mín, eru að keppa við ÍA. Síðan fer hún suður um næstu helgi, held hún sé að fara að keppa þá líka ekki alveg viss samt.
Vorum vaknaðar kl 06 í morgun ég og Katla og hún í þvílíkasta stuðinu, maður getur samt ekki annað en hoppað fram úr rúminu þegar maður er vakinn með orðum eins og "mamma mín", enda var ég mjög snögg að rífa mig framúrÆtluðum í sund í dag en ég held bara að ég ætli ekkert að nenna því, aldrei að vita hvað maður verður sprækur á morgun.
Búin að vera rosalega dugleg í 2 vikur, farin að hlaupa rúma 5 km á dag núna eða x 4 í viku og lyfti x 3-4 í viku líka, ekkert nammi nema um helgar og passa vel upp á að borða nóg og hollt á virkum dögum en leyfi mér allt um helgar, ekkert óhóf samt. Finn að ég er öll að koma til í skrokknum og líka meiri orka, allavega þá daga sem ég þarf ekki að opna augun kl 06
ÆTla að fara að vekja litla Kötlulinginn minn svona fljótlega...
Ofursjúlli kveður þreyttur á slúðri
29.5.2009 | 21:24
Allt og ekkert
Skrýtið, leyniorðið virðist vera með einhverja stæla stundum virkar það, og bara þá hjá sumum..damn..verð kannski að opna síðuna mína bara aftur....sé til
Agaleg þreyta sem allt í einu helltist yfir mig, búin að vera á þeytingi í allan dag, eins og oft áður. Byrjaði á því að fara í bestu vinnu í heimi s.s. mína vinnu:) Síðan fór ég heim og hljóp rúma 5 km og hentist í sturtu, fór svo að sækja hana Brynju mína sem er hætt í grunnskóla, ótrúlegt en satt..síðan fórum við að versla svona það sem vantaði, fór og keypti æðislegan vind/regngalla á Kötlu frá Five merkinu og ég er ferlega ánægð með hann:) Síðan fór ég og fékk mér kjól og Brynja fékk gallabuxur ógeðslega flottar, myndi alveg vilja eiga þannig en kæmist líklega ekki nema hálf í þær bwahahahah. Svo fékk ég mér líka nýja hlaupaskó en hinir voru orðnir götóttir og eyddir Fékk mér eins skó og ég átti þar sem mér fannst þeir mjög góðir.
Enduðum svo þetta á því að sækja Kötlu á leikskólann og fara í kveðjupartý til Dísu sem var yfirmanneskjan mín og fengum snittur ofl.....Katla var alveg á útopnu þar enda erum við þrjár sem eigum stelpur fæddar 2007 og svo var Hildur með eina fædda 2006 mikið grín, mikið gaman:)
Veit ekkert hvað ég á að segja, pakkaði niður í einn kassa í dag, og fékk svo mail frá Sibbu fasteignasala varðandi að fá geymsluna fyrr og ég get líklega fengið hana fljótlega, þannig að ég get farið að fara með kassa þangað jibbí:) Kemur í ljós á þriðjudag
Er að fara á sunnudaginn í fermingu á gömlu Hú til Hilmars frænda og síðan ætla ég að vinna á mánudaginn eins og eitt stykki aukavakt...
Díses hef ekkert að segja, bara röfla, hugsa að ég fari að sofa fljótlega er svo hrikalega þreytt...
Ofursjúlli kveður....
27.5.2009 | 21:57
Tvær fyrir svefninn
27.5.2009 | 21:46
Jeg hedder Erna og jeg er !!!!!!!!!
Fyrirsögnin til heiðurs dótturinn sem lærir fyrir dönskupróf af miklum móð en danskan í hennar huga er mál djöfulsins þannig að Aldrei verið hrifin af dönskunni þessi elska en gengur samt yfirleitt mjög vel í henni...Fór upp í Kjarnaskóg með vinkonu sinni henni Telmu að læra í sólinni í dag og sótti ég þær svo um kl 19:) Hún var að fá út úr fyrsta prófinu sínu og snýtti þar einni 9,5 einkunn í náttúrufræði og svo fara einkunnir hægt og rólega að týnast í hús. Síðan er útskriftin 5 júní og síðan ætlar hún að rjúka til Reykjavíkur 6 júní með fótboltanum, engin lognmolla á þeim bænum:) Ég á að skutla í heitan rétt eða kaldan rétt, eða smurbrauðstertu eða skyrtertu s.s. eitthvað eitt af þessu fyrir kaffið sem verður eftir útskriftina í skólanum, redda því nú snarlega
Katla er lítill snillingur sem mamman gleymdi næstum að sækja á leikskólann í dag...bad mother MmmM Var alveg búin að steingleyma að leikskólinn ætti að loka í dag kl 12.15, var svo á leið í litun og plokk og er fyrir utan stofuna þegar Hilla sys hringir og spyr hvort okkar ætli að sækja Kötlu og ég "vorum ekkert búin að ákveða það" haha og þá var kl 12.15 og ég átti að mæta kl 12.30 en ég reykspólaði af stað og náði á Holtakot kl 12.18 (guði sé lof að hvergi var löggu að sjá) sat Katla þar og aðstoðaði þær við að undirbúa fund Ég á aðeins hægara hundraði heim enda með dýrmætan farm henti aumingja barninu í Brynju og náði í lit og plokk á hárréttum tíma bara aðeins sveittari en var á áætlun...Var ekki alveg að höndla þetta ég með mína skipulagningu dauðans....að klikka á svona.
Annars er allt gott að frétta barasta, er farin að hlakka til að flytja, sóttum okkur við mæðgur þrjár pappakassa til að pakka niður í úr geymslunni, var að vona að ég gæti fengið geymsluna fyrr í Smárahlíð 7a, búin að segja öllum held ég 7b Vona bara að Smárahlíðin hennar mömmu seljist, búin að heita á allt mögulegt en ekkert gerist...damn it. En það hlýtur að reddast *hóst* alveg mánuður í þetta og þetta er líka frekar lítil upphæð þannig séð sem ég þarf að borga út í tvennu lagi, þetta er eiginlega yfirtaka á lánum
Fékk yndislegar fréttir frá Nínu yfirmanni mínum í dag, hringdi í mig og sagði að ég fengi aukningu í haust, ég hefði getað kysst hana í ræmur, sumt virðist bara alveg vera mér í hag núna..
Fórum upp í garð til mömmu og settum rósir á leiðið hennar, og ég ætla að láta verða af því á morgun að fara og setja stjúpur þar niður, finnst það svo fallegt, síðan ætlum við systkinin að fara að velja einhvern falleg stein og láta setja hann niður, gera svolítið fallegt hjá þessari elsku. Það gerir hlutina svo auðveldari að koma þarna á sumrin en á veturnar finnst mér allavega.
Hugsaði í dag hvað maður getur verið skrýtinn, 3 júní fyrir ári síðan var ég í litun og plokkun á sama tíma , á sömu stofu og þegar ég kom út þá beið Eyþór þar eftir mér með þær fréttir að mömmu hefði versnað svo mikið að líklega væri best að við drifum okkur suður, og allan tímann sem ég var í litun þá hringdi síminn á silent eða ég fékk sms, allir að reyna að ná í mig, en ég vissi um leið og ég kom út hvað málið var...en nóg um þetta, liðið er liðið og nú á maður fullt af fallegum minningum en óneitanlega finnst mér þessi tími erfiður
Best að fara að gera eitthvað af stórkostlegu viti eins og að horfa á einn Despó þátt elska despó::)
Ofursjúlli kveður hugsi...
25.5.2009 | 22:35
Loksins:)
Jæja loksins kom svar frá íbúðalánasjóði í dag og lánið samþykkt, þannig að ég er verðandi eigandi að Smárahlíð 7b:) Gæti ekki verið sáttari, nema auðvitað ef Smárahlíð 5b myndi seljast þá væri ég ofsakát. En málin hljóta að leysast varðandi útborgun einhvernveginn hef mánuð til að velta því fyrir mér:)
Er með mikla vanlíðan hérna þar sem ég át saltað hrossakjöt í kvöldmat og það var sko SALTAÐ, puttarnir á mér eru á við fótlegg og mér líður alveg ömurlega, kæmi ekki á óvart þó svo að blóðþrýstingurinn væri afskaplega í lélegu ástandi núna, damn áttaði mig bara ekki á því hvað þetta var hrottalega salt, verð eins og fíll þegar ég vakna í fyrramálið og mér er strax farið að hlakka til jibbí:)
Katla fór í sveitaferð með Holtakoti í dag og henni fannst ekki lítið gaman:) Nema þegar í fjósið kom skildist mér á pabba hennar, þá varð hún mjög hrædd enda bauluðu kýrnar hátt þegar hún kom, kannski eitthvað haft út á hana að setja..haha en hún fékk kleinur í boði húsmóðurinnar í Stóra Dunhaga og var mjög sátt þegar ég kom og sótti hana..er ánægð í kotinu en fer samt alltaf að vola þegar ég kem, svona léttir held ég bara. Hún grípur öll orð núna og kann orðið mjög vel að smjaðra fyrir manni ef hana langar í eitthvað, þá koma setningar eins og "mamma mín" "elskan mín" "sæta mín" og með fylgja hvolpaaugu, bráðnar maður...já eiginlega, enda að verða agalega dekruð þessi elska
Brynja og hennar flokkur kepptu við Þróttara í gær og endaði leikurinn í jafntefli og held ég að það hafi nú verið gott bara, Hildur og Brynhildur komu með okkur að horfa og komu svo í kaffi til okkar á eftir. Brynja er núna alveg á fullu að lesa undir próf og fórum við í Bónus áðan og fylltum á nammibirgðar heimilisins og hún hefur varla greyið komið út úr herberginu sínu síðan, nema kallar annaðslagið til að fá smá hjálp:) Duglega stelpa og kemur til með að brillera á prófunum ef ég þekki hana rétt.
Búin að standa mig ágætlega í hreyfingunni, hljóp 4 km í morgun og lyfti svo í 20 mínútur. En tapaði mér aðeins í kvöld þegar ég var búin að svæfa Kötlu og gúllaði í mig súkkulaðirúsínum, en maður verður að falla til að geta staðið upp...spekin alveg að fara með mig. Ætla að hafa nammilausa virka daga og borða eftir prógrammi sem var gert fyrir mig en leyfi mér allt um helgar:) Hlakka mikið til helganna:)
Fór upp á Hlíð í dag og gekk frá sumarvinnunni minni þar, á að vera eiginlega bara á lyfjavöktum sem er ágætt fæ þá að gera það sem ég fæ ekki að gera í heimahjúkrun, orðin svolítið pirruð á þessum mótþróa þeirra gagnvart þessu námi mínu. Svo var mér sagt þar líka að ef ég vildi koma og vinna hjá þeim þá myndi ég fá vinnu ekki spurning, gott að hafa það í bakhöndinni ef ég fæ ekki aukninguna í heimahjúkrun:)
Hugsa að ég fari að sofa fljótlega ef rúmið er enn passlegt fyrir mig þar sem ég er að fyllast af bjúg...dúddamía segi ekki annað
Ofursjúlli kveður fílslegur á að líta
24.5.2009 | 21:38
Draumaráðningar
Veit einhver um einhvern sem er góður í því að ráða drauma, dreymir yfirleitt ekkert en núna er mig að dreyma afskaplega furðulega drauma...sérstaklega einn sem ég verð að fá ráðningu á og mig dreymdi fyrir nokkrum mánuðum síðan.....
Ofursjúlli kveður dreyminn
24.5.2009 | 13:42
Læsting á síðu ofl....
Bloggedí blogg:) Bara alltaf að blogga, sýnir kannski hvað ég þarf að tjá mig mikið m.ö.o blaðurskjóða, gossip girl
Ætlaði að fá mér göngutúr með Kötlu í kerrunni í morgun en það var svo hrikalega kalt og hvasst þannig að við fórum bara á Polo nokkra rúnta og enduðum í Borgó hjá Hildunum 3
Renndum í gær við mæðgur í Vín og fengum okkur köku og kaffi og komum svo við í Kristnesi að skoða hesta, Kötlu fannst þeir alveg agalega flottir og blaðraði um þá hægri vinstri alla leið heim. Fórum líka fyrir hádegi í gær og löbbuðum okkur á andapollinn með Ragnhildi og x 2 köttum. Kettirnir töltu eins og hlýðnir hundar á eftir okkur upp að polli og tilbaka aftur, sem ég segi ég á bæði hunda og ketti Enduðum svo næturgistingu Ragnhildar á því að fara í Keiluhöllina í Crepés og ís:) Bara gaman að þessu.
Pabbi, Hildur og dætur komu svo í Snitzel til mín í gærkvöldi og Brynja fór svo með þeim og fékk að æfa sig að keyra á jeppanum hennar Hildar og stóð sig eins og hetja að því að mér skilst, ætla að bjóða henni á rúntinn á eftir ef hún vill.....
Brynja er farin að keppa við Þróttara og ætla ég með Kötlu og Ragnhildi að sjá svona síðustu 20 mín, endast ekkert lengur en það. Verður gaman þegar þær fara að keppa á útivelli verða í Boganum í dag..
Fallegt veður úti núna, logn en rigningarlegt, vona samt að hann nái að haldast þurr þar sem ég var að hengja upp úr einni vél og önnur í gangi, jájá merkilegt magn af þvotti á ekki stærra heimili.
Svona fyrir þá sem lesa síðuna þá ætla ég að læsa henni næstu daga, en endilega sendið bara póst á ernahauks@internet.is og það er ekkert mál að fá lykilorðið bara spyrja, sendi reyndar þeim sem ég veit að eru fastagestir á síðunni póst en hinir sem ég veit ekki um bara maila á mig...No problemos..
Ætla að fara og vekja litla genið og athuga hvort hún sé geim í fótbolta og sækja svo frænkugenið mitt og fara upp í Boga....
Ofursjúlli kveður í aksjón
22.5.2009 | 23:03
Leiðinlegt sjónvarpsefni
Frekar en ekki sit ég og góni á fegurðarsamkeppni Íslands, finnst þetta leiðinlegt en ótrúlegt þá er þetta það skásta sem er í sjónvarpinu mygad, reyndar búin að geta hlegið x 2 þegar þær voru við það að detta...haha illa upp alin. Brynja hrýtur hérna við hliðina á mér og tekur svona svefnkippi annaðslagið, Katla hrýtur inni í rúmi og Ragnhildur Sól sefur inni í Brynju herbergi þannig að hér er allt fullt:)
Var að horfa á stelpurnar áðan og það var svo góður brandari en kannski fannst mér hann bara fyndinn enda með agalegan aulahúmor. " Hjón voru að vinna í garðinu og hún segir, við erum alltof mörg í þessu hjónabandi...hann: nú við erum bara tvö..hún: já nákvæmlega alltof mörg annað okkar verður að fara" Bwahahahah aulahúmor dauðans...voru svo margir góðir núna að ég emjaði meiri partinn af þættinum:)
Var rosalega dugleg í dag eftir vinnu, kom heim og fór og hljóp tæpa 4 km og lyfti svo í 20 mínútur og er bara sátt með mig og reyndar verðlaunaði mig með svakalegu nammi enda nammidagur hjá mér í dag, hef ekki borðað nammi í heila viku ótrúlegt en satt, mér finnst ég dugleg:) Þreif svo allt hér hátt og lágt og þá var komið að því að sækja Kötlulinginn minn. Ragnhildur Sól kom svo og fékk að sofa og borðuðu allar mæðgur hérna hjá okkur Burritos:)
Vona að veðrið verði eins gott á morgun og það var í dag, þá er aldrei að vita nema maður dembi sér í laugina og í góðan göngutúr, annars datt mér í hug að slá garðinn en ég veit ekki hvað hefur orðið af slátturvélinni merkilegt....hmmm en þá bara slæ ég ekki garðinn enda bara fullt af geitungum þar...
Best að fara að spjalla við stóra genið sem er rönkuð úr svefninum..
Ofursjúlli kveður duglegur....