Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Snilldar veður er sumarið komið eller hvad?

Byrjuðum daginn ég og Katla á því að fara í kakó og ostabrauð í Borgarhlíðina, fórum síðan heim og sóttum Brynju og brunuðum í Hrafngilssundlaug og vorum þar í rúman klukkutíma, Katla var nú bara nokkuð sátt með það, enduðum svo rúntinn á því að fá okkur ís::) Bara gaman, var reyndar frekar kalt og engin sól en samt fínt:)

Eftir hádegið sofnuðum við og var á áætlun að sofa í eins og eina klst en það varð reyndar að 2 1/2 klst haha, fórum svo og versluðum og síðan hentum við niður gulrótum, næpum og fleira góðgæti í akurinn..snilld verður æðislegt að geta farið að japla á svona nýræktuðu í sumar *slurp*

Ragnhildur Sól ætlar að fá að gista hjá okkur á morgun, mikið sport að fá að gista annarsstaðar, Katla verður eflaust á útopnu þar sem henni finnst Ragnhildur alveg eðal skemmtileg:)

Brynja er úti að fá sér ís niður í Brynju með einhverjum vinum og ég sit hérna eins og álfur út á hól og nenni engu, fór reyndar áðan í Eymundsson og náði mér í tvær alveg eðalgóðar bækur og fer eflaust að skrönglast í bælið og lesa bara fljótlega.

Er með þessa líka miklu harðsperrur og verð að reyna að hlaupa þær úr mér á morgun á milli þess sem ég ætla að vinna og þrífa hérna, agalegt hvað allt er orðið ógeðslegt hérna...DAMN.

Sýnist eins og verið gæti að eitt geitungabú sé hérna í garðinum við rætur grenitrésins og ég ætla rétt að vona að Eyþór láti eitra fyrir því þar sem þeir geta orðið frekar úrillir blessaðir. Ætlaði að reyna að sitja úti í garði í dag en það bara var ekki að virka var alltaf komin með geitung í trýnið þannig að ég flúði bara, vona að þessi kvikindi verði ekki í Þorpinu þegar ég lufsast þangað:)

Hef ekkert að segja eins og sést þannig að ég ætla að fara að bursta bara og leggjast hjá litla geninu mínu sem hrýtur ljúflega þar heyrist mér:)

Ofursjúlli kveður hress 


Hvað getur maður sagt hér!!!!

Kominn tími á smá röfl svona fyrir svefninnLoL Katla er mjög ánægð á Holtakoti, pabbinn hefur farið með hana á morgnana en ég svo sótt hana og fer hún alltaf að hágráta þegar mamman birtist, ekki að henni leiðist heldur verður einhverskonar léttir að sjá mannTounge Sefur eins og engill þar og sefur minna heldur en hún gerði hér heima þannig að núna sofnar hún rúmlega átta á kvöldin í staðinn fyrir kl 9, mikill munur:)

Við pabbi fórum í kartöflugarðinn og gerðum hann kláran í gær fyrir niðursetningu og fór kallinn svo seinnipartinn og grýtti niður í hann og finnst þetta mikið gaman að dundast í þessu. Ætlum svo á morgun við systur að fara með litlu genin og setja niður gulrætur, næpur og fleira gotterí í akurinn minn, töff að eiga svona akurFootinMouth

Var að vinna til kl 14 í dag og er ég s.s. farin að vinna 3 daga til kl 12 og 2 daga til kl 14 og er það bara ágætt. Síðan verð ég að vinna þrjár fyrstu helgarnar í júní þar sem ég verð byrjuð upp á Hlíð líka og svo vinn ég einn dag í júní frá kl 8-14 og fer svo aftur kl 15.30 - 23.30 stemning í því bara.

Fer allt að skýrast með íbúðarmál á næstu dögum verð vonandi búin að fá að vita eitthvað fyrir helgina. Svo er ein ferming framundan á gömlu Hú en Hilmar hans Mása verður tekinn í fullorðinna manna tölu 31 maí, jahérna mikið er maður að verða gamall eitthvað. Ætla að hlunkast á morgun og reyna að finna mér eitthvað til að fara í, gengur ekki að fara bara í gallabuxum og bol, en þar sem ég er svo sem ekki mikið fyrir að klæðast einhverju ofsafínu finn ég mér eitthvað svona sem ég get svo notað hversdags síðar jájá skemmtileg saga þaðPouty

Hjálpaði Brynju við að sækja um framhaldsskóla í gær og sótti hún um MA nr 1 og VMA nr.2 svo er draumurinn hjá henni að skipta jafnvel um næsta vetur og fara í Versló hvað svo sem verður úr því, er einhver ævintýraþrá í henni heyrist mér. Hugsa að næsta sumar fari hún eitthvað í burtu til að prófa eitthvað nýtt sem er bara gott hjá henni.

Ætlum að fara annaðkvöld og æfa hana í að keyra, verð nú eflaust með sketuna í brókinni, haha en ætlum að fara við tvær og finna okkur afvikinn stað og aðeins að leyfa henni að fá tilfinningu fyrir Polo, gaman að því. Eitthvað svo miklar breytingar í gangi hjá okkur að maður verður aðeins að reyna að létta lundina smávegis:)

Annars er allt bara í þokkalega góðu lagi, ég nýtti hádegismatinn minn í dag til að hlaupa 3,6 km og leið mér þvílíkt vel á eftir, reif svo aðeins í járnin (eins og Bjartur frændi segir) og fór svo bara að baða skjólstæðing, ekkert vesen..

Einn skjólstæðingur minn varð 85 ára fyrir nokkrum dögum og var svo himinsæl því eitt barnabarnið hennar kom til hennar og sagði henni að klæða sig nú vel og koma svo niður því þar biði hennar svolítið óvænt, gömlu datt nú ekkert í hug en gerði eins og fyrir hana var lagt. Kemur niður og bíður hennar þar þá hjálmur og gæi á mótorhjóli sem þrusaði með hana um bæinn og þetta fannst þeirri gömlu alger snilld og hlær mikið þegar hún segir frá þessu. Sama barnabarn gaf henni hjólaskauta og það fannst henni nú ekki minna fyndið. Bara snillingur vona að ég verði svona létt þegar ég verð 85 áraLoL

Ætlaði nú bara að tuða lítið en það er bara orðinn heill hellingur.

Ofursjúlli kveður og biður fólk að vera gott hvert við annað... 


Myndir:)

Photo 373Litla genið þreytt eftir leikskóladaginn:)

 

 

 

 

 

 

 

Photo 369Finnst svo gaman að fá að sjá sig á skjánum og láta taka myndir af sér:) Bara krútt...

 

 

 

 

 

 

Photo 317 Stóra stelpan í glennustuði og tvöföld þar að auki:)

 

 

 

 

 

 

 

Ofursjúlli kveður ánægður með bæði genin sín:) 


Eins gott að við unnum ekki 1. sætið, unnum samt:)

Gaman að því að lenda í 2 sæti í júróskúró:) Fannst norski gaurinn með hrikalega flott lag og hann átti sko alveg skilið að vinna. Mér fannst lagið hennar Jóhönnu æði en kjóllinn ljótur, maður verður að hafa álit á því líka, þar sem maður er nú einu sinni kvenmaður ;)

Fallegt veður hér í dag, við mæðgur þrjár fórum í morgun og gerðum heiðarlega tilraun til að eyða smá tíma á róló en það var bara svo kalt. Brynja fór svo á æfingu en við Katla til pabba og renndum svo aðeins upp í kartöflugarð til að kanna hvar hann væri og svoleiðis. Förum á morgun og köstum böppum og fleira góðgæti niður í hann:)

Brynja fór svo út með Kötlu á róló seinnipartinn og voru í rúman klukkutíma. Bara gott hjá þeim, enda var lítil þreytt og köld stelpa sem kom með stóru systir heim.

Helgin búin og vinnan tekur við á morgun, er að breyta aðeins vinnutímanum núna fyrst Katla er komin á leikskóla og vinn ég til kl 12 þrjá daga í viku en til kl 14 tvo daga í viku. Kemur betur út fyrir heilsugæsluna...

Ætla að fara að lesa fyrir litla genið mætt hérna með 4 bækur og vill að sé lesið

Ofursjúlli kveður "happy bara" 


Sumarið komið og köngulærnar líka ....*hrollur*

Afhverju skapaði Guð köngulær, ég meina hvaða tilgang hafa þessi kvikindi annan en þann að troða sér í kassa, skríða inn um glugga og hrella fólk. Þoli ekki þessi kvikindi er með maníu algera fyrir þeim. Var í gær að fara í gegnum kassa úr geymslunni og henda og raða því sem ætti að fara aftur í geymslu. Allt í einu segir Katla "gönguló" neinei segi ég ekkert nema montið og held áfram að líma og beygi mig yfir einn kassann og dúdda mía blessað barnið var að segja satt, var ekki óhræsis köngulóarskrímsli vappandi á rúminu hennar Rakelar. Í stuttu máli...hún er dauð. Framdi s.s. morð fyrir framan örverpið sem reyndar hoppaði ekki langt heldur fór að dansa og syngja "is it true" algerlega á heilanum á henni núna:)

Fallegt veður búið að vera hér í dag, 18°C og bara bongó blíða hreinlega, fórum í picnic í garðinn hjá Hildi með snúða og vínarbrauð og síðan heim fljótlega eftir það.

Aðlögun gengur vel og var Katla til að verða kl 12.30 í dag. Borðaði hádegismat og ég líka og kíktum svo á hvíldina og sú gamla hlammaði sér beint niður og ætlaði að fara að sofa bara eins og hinir, en hún gerir það á morgun. Sofnaði strax og við komum heim. Pabbi hennar fór með hana í morgun og skrapp svo bara í vinnuna og gekk það fínt, síðan s.s. tók ég við. Hann fer svo aftur með henni í fyrramálið og verður hún allan daginn, og ef eitthvað verður að þá hringja þær. Eru allar svo frábærar þarna, gott að koma þarna og maður er svo virkilega velkominn og eiginlega svolítið eins og heima hjá sér baraHappy

Mási bró á afmæli í dag, var að elta kellingar upp á heiði þegar ég hringdi í hann, say no more um það þessi elska alltaf sama kvennagullið en ætla nú samt að láta fylgja með að þetta voru fuglakvendýr múhahah bara til að fyrirbyggja misskilning...en til lukku með daginn þú ungi og spengilegi gaurKissing
Forsetinn á líka afmæli en mér finnst þa ekkert merkilegt þannig að nóg um það..

Brynjan mín komin heim úr skólaferðalagi, sæl og kát eftir að vera búin að fara um allt Snæfellsnesið, gátu reyndar ekki rennt sér niður jökulinn vegna mikillar þoku, en fóru svo í rafting í Skagafirði og það var víst alger toppurW00t

Svo er komið að því að sækja um skóla og hefur hún tíma frá 15 maí -11 júní að sækja um og vonandi bara kemst hún inn í MA, hana langar mest þangað. 

Ætli ég fari nú ekki að láta þetta gott heita af blaðri, þau feðgin eru löngu sofnuð og hrjóta í kór inni, ég ætla að glápa á einn despó bara áður en ég skríð í bælið, vinna á morgun og svona:)

Ofursjúlli kveður með jákvæðnina að leiðarljósi 


Is it true??? Nei tóm lygi held ég bara!!!!

Verð nú að segja að þetta var flott hjá henni Jóhönnu Guðrúnu, fékk alveg andahúð þegar hún söng, þrátt fyrir að ég sé nú eiginlega komin með leið á júró þar sem þetta er allt svo fyrirsjáanlegt, verður reyndar kannski öðruvísi núna með breyttu stigafyrirkomulagiLoL

Við Katla vorum komnar út rúmlega 7 í morgun, skutluðum Brynju upp í skóla þar sem hún var að fara í skólaferðalag á Snæfellsnes, vona að hún komi heil heim, ætlaði á bretti niður jökulinn ásamt fleirum múhahhahah...Síðan fórum við heim og fengum okkur að borða og svo var brunað niður í Holtakot. Katla er ekki alveg vön að leika við svona mörg börn í einu, auk þess sem þau eru öll frekar heimavön þarna en hún ekki þannig að hún var svolítið óörugg sem er ekki skrýtið, fór svo út að leika með þeim í klukkutíma og vildi ekki sjá mömmu sína þann tíma, fórum svo í klippingu og var hún alveg eins og ljós á meðan og er svo eðalfín. Hún var alls ekki lengi að sofna eftir þetta allt saman:) Algert krútt.  Í fyrramálið förum við svo go borðum morgunmat með henni og látum lítið fyrir okkur fara, verður vonandi ekkert mál.

Agalega hvasst búið að vera hér í dag og var maður eiginlega hálfvegis eins og þurrkaður þorskur eftir að hafa verið úti í rokinu í klukkutíma, hálf skrælnaður eitthvað. Svo fer ég í klippingu á morgun og verð að segja að það veitir ekki af því haha orðin eins og loðfíll, ætla að láta snoða mig og lita eitthvað kúltíverað, kem ábyggilega út eins og ég er þar sem ég fyllist alltaf valkvíða þegar ég kem á svona staði:)

Systur og Hilla komu aðeins í dag og var stuð á þeim, Ragnhildur var svo góð við frænku sína á leikskólanum í morgun enda "litla frænka" bara dúllur, slógust um að fá að leiða Kötlu einar 6 og var henni alveg farið að finnast nóg um sýndist mér, þannig að ég réði Ragnhildi sem pössunarpíu og þá var allt í góðu.

Mikið stuð búið að vera á henni í kvöld, stóð og dillaði sér og söng "true" eftir að Jóhanna var búin að syngja, er alltaf syngjandi og aðallega dansandi, má ekki heyra lag þá er hún farin að dansa og það ekkert hliðar saman hliðar dæmi sko neinei bara hin rosalegustu spor.

Bíð enn eftir að heyra frá Íbúðalánasjóði tekur þá alveg 4-8 daga að afgreiða svona greiðslumat, vona að það komi vel út bara.

Smárahlíðin hennar mömmu er til sölu ef einhver hefur áhuga, vantar að hún seljist fyrir 1 júlí annars er ég líklega í dálítið djúpum kúk, en það verður bara að koma í ljós hvort ég sekk eða helst á floti...annars held ég að hún hljóti að seljast eðalfalleg íbúð á spottprís koma svo.....

Best að fara að halla sér, er að sofna hérna eins og venjulega

Ofursjúlli kveður vongóður 


Já það er nú það

Fyrsta degi í aðlögun hjá Kötlu er lokið og gekk svona ljómandi vel. Ásta heitir sú sem er með hana í aðlögun og var hún ekki lengi sýndist mér að vinna Kötlu á sitt band:) Allavega var mín vel þreytt þegar við fórum til Hillu í mat. Hélt á tímabili í morgun að Katla væri að veikjast en það er ekki að sjá á henni núna bara rösklega kvefuð og skítug:)

Skruppum svo aðeins í Byko með Hillu eftir þetta allt saman og svo heim og var mín mjög fljót að sofna. Skruppum svo í heimsókn til Sollu þar sem hún lék við Herdísi og Sigrúnu og var voða gaman. Loks fórum við í bæinn með Brynju að versla aðeins það sem hún þarf að hafa með sér í skólaferðalagið sem hún er í kl 7.30 í fyrramálið. Splæsti á Brynju líka bol og peysu í Centro voða flott, á það sko skilið stelpan:) 

Ég er alveg ótrúlega þreytt, skil ekki hvað er í gangi, held ég gæti sofnað allsstaðar er meira að segja núna í þessum skrifuðu orðum að berjast við að halda mér vakandi.

Er enn að bíða eftir að Ragnheiður kvensjd hafi samband eftir krabbameinsskoðunina, þarf að fara í einhverja skoðun hjá henni alltaf jafn gaman að því að heimsækja svona lækna eða hitt þó heldur. Ætlaði að láta ritarann sinn gefa mér tíma. Síðan er bara að vona að þessar frumubreytingar sem ég er alltaf með séu ekki núna...búin að hafa þær í nokkur ár og aldrei neitt vesen með það nema eftirlit á 6 mánaða - 1 árs fresti en svo núna var ég að fara í fyrsta skipti í 2 ár, ég er asni ég veit það en stundum æxlast hlutirnir bara svona.

Annars er ekkert að frétta, það er bálhvasst hér á eyrinni núna og moldrok mikið en verð svo sem ekki mikið vör við það hér á neðri brekkunni. Bíð eftir að sækja Brynju á æfingu kl 19 og þá fer ég ekki meira út í dag.

Ofursjúlli kveður ofurþreyttur


Hvað er í hausnum á hr. meindýraeyði

Þvílíkt andskotans viðbjóður sem þetta er. Hvað er að hr. meindýraeyði og yfirvöldum á Húsavík, vona að Huld láti á það reyna hvort þarna hafi ekki verið brotin lög, er eiginlega 100% viss um það. Yrði ég hoppandi brjáluð ef mínir hefðarkettir sem bera mjög svo virðuleg nöfn, hr. Snúður og hr. Rónaldó yrðu skotnir þrátt fyrir að vera merktir með ól, og einnig með eyrnamerkingu.  Ég er stórlega hneyksluð og virkilega reið, hvað var hann að spá að beita skammbyssu inni í íbúðarhverfi HALLÓ sýnist nú eins og hann sé frekar lítill eða illa virkur í honum heilinn eða kannski virkar hann ekki neitt.

Ofursjúlli kveður yfir sig hneykslaður 


mbl.is Skaut heimiliskött á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt og ekkert

Reiði er aldrei af hinu góða, en stundum þá verður maður reiður og það svo reiður að mann langar til að gera eitthvað sem maður á ekki að gera. Þannig leið mér í dag þegar ég frétti svolítið sem mig reyndar var búið að gruna MJÖG lengi. Afhverju lenda sumir aðilar oft í því sama á lífsleiðinni. En ég ætla ekki að eyða orku minni í að vera reið tja allavega ekki lengi og alls ekki að eyða orku minni á svona ræfla sem ég reyndar vona að hefnist rækilega fyrir vikið.....Devil

Fæ endanlegt svar á morgun um það hvort lokatilboðinu mínu verður tekið eða ekki, skyldist á fasteignasalanum að líkur væru mjög miklar þannig að nú er bara að krossa putta að fólkið fái leigjendurnar til að fara út í síðasta lagi 1 júlí..þá get ég eytt sumarfríinu mínu í að slaka á á flottum stórum palli....en enn sem komið ætla ég ekki að fagna sigri en það væri nú gaman:) Þyrfti ekkert að gera nema að mála slotið og svo reyndar myndi ég fella einn vegg áður en ég flytti inn en eins og ég segi, ég ætla ekki að fara fram úr mér:) Vaknaði kl 5 í morgun með tremma hvað ég ætti að gera, var að melta gagntilboð frá þeim og ég var ekki enn búin að ákveða mig hvað ég ætti að gera þegar ég kom til hennar rúmlega 12 haha maður er nottlega klikk. En nóg um þetta verður eflaust meira að frétta á morgun.

Fórum mæðgur á Glerártorg í dag með Hillu og co og fengum okkur ís og svona röltum aðeins um, annars er Katla búin að vera eitthvað ergileg í allan dag, kannski ekki skrýtið þegar mamman er á límingunum af stressi haha. Er að fara í 6 daga frí og verð 3 daga af því með Kötlu mína í aðlögun á Holtakotinu, vona að það gangi alveg skafið, sem ég reyndar efast ekki um því hún er með ótrúlega aðlögunarhæfni held ég.

Vorum að skoða myndir í dag í tölvunni og þá voru myndir af mömmu og þá sagði hún "hetta er amma Lilja í loftinu" snillingur:)

Styttist í dánardaginn hennar mömmu minnar, 13 maí veiktist hún og fór ekki heim eftir það. Þetta eru erfiðir tímar að svo mörgu leyti. Finnst ég alveg komin með minn skammt í bili, talað um að það séu þrjú atriði sem taki mest á fólk, það sé ástvinamissir, skilnaður og flutningar og ég er að fara í gegnum þetta allt núna á innan við 1 ári. Mikið hlýt ég að standa keik á eftir. Best að hætta að vorkenna sjálfum sér, og góna smá stund á Tv. Finn ekki fyrir þreytu þrátt fyrir að vera búin að vaka í 17,5 klst tja maður sefur bara seinna.

OFursjúlli kveður ekki svo mikið ofur núna....Tounge


óþolinmæði er dyggð

Ég held það bara, ótrúlegustu hlutir sem eru allavega taldið til dyggða nú á dögum og líklega er óþolinmæði það bara ja hún er allavega mín dyggd...blaLoL Það er held ég ekkert að gerast í björgun heimilanna þessa dagana, allavega gengur eitthvað voðalega hægt hjá mínum mönnum að gera eitthvað í málunum, dúddamía. Ekki að það myndi breyta neinu stórkostlegu hjá mér, ég á sand af aur bwahahahahah.Undecided

Ýmislegt að fara að gerast hérna, er allavega að verða svo trekkt að ég er held ég hætt að sofa nema 4 tíma á nóttu. Fer í dag og þá kemur í ljós hvað verður með húsnæði. Bara finnst fólk svo bilað þegar kemur að eignum í dag, spennir verðið upp úr öllu valdi á íbúðum sem það hefur ekki einu sinni hugmynd um hvernig líta út, því þær hafa verið í leigu, óþolandi lið en alla vantar peninga þessa dagana greinilega. Veit ekki hvað verður og ef það fer ekki eitthvað að skýrast tja þá gefa einhverjar límingar sig:)

Brynja að fara á suður með íþróttaskólanum um helgina og svo í skólaferðalag á Snæfellsnes í næstu viku, brjálað að gera hjá henni eins og alltaf. Svo þegar hún kemur heim taka  við prófin og svo bara vinna fljótlega upp úr því, þetta er dugnaðarstelpa. Svo er hún ákveðin í MA og bara spennt heyrist mér.

Fórum í gær við Eyþór i viðtal á Holtakoti og leist mjög vel á allt sem við sáum þar, var reyndar búin að koma oft þarna áður að sjá hvað Sólarsysturnar mínar væru að gera. En hún á s.s. að byrja í aðlögun á mánudag og verður vonandi auðvelt fyrir hana að takast á við það. Fyrsta daginn er þetta bara svona skoðun og svo næsta dag að taka þátt í leik og svona koll af kolli í eina viku, svo kemur í ljós hvort það sé nóg, kemur nú oft bakslag eftir nokkra daga þannig að, mamman vonar bara að þetta gangi allt vel.

Alltaf nóg að gera í vinnunni minni og mér finnst alltaf jafn gaman, var boðið til útlanda af einum gömlu syni einnar sem ég sinni og hann er kominn vel yfir sextugt, haha frekar svona ótótlegur gaur, vildi bara að við færum tvö til Algarve flott væri beint flug héðan, svo nefndi hann verð á tvo í herbergi hahaha svona kallar sem fá þann gráa, en mér fannst þetta alveg bráðfyndið, hvort sem hann var svo að djóka eða ekki bwahahahha.

Hef ekkert að segja, mig vantar ráðgjafa til starfa held ég.......er einhver sem getur tekið að sér ráðgjöf í húsnæðismálum.......nei líklega ekki.

Best að hætta að bulla og lesa Fréttablaðið ALDREI neitt bull í því

OFursjúlli kveður hringlandi ruglaður 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband