Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Laugardagskvöld og mig langar á ball

Sem er reyndar alls ekki rétt, langar ekkert á ball, en vildi gjarnan að það væri eitthvað sæmilegt í Tv en það fer eitthvað voðalega lítið fyrir þvíErrm hangi bara á netinu í staðinn, hvernig fór fólk að áður en netið kom, hefur líklega verið að gera eitthvað nytsamlegt eins og að prjóna en það er ekki eins og ég nenni því ekki enn allavega. Fann samt flotta uppskrift að ermum um daginn og ætla að prjóna mér þær en framtakssemin er ekki komin lengra en að hugsa.

Katla búin að vera hroðalega pirruð í dag og ég fór svo að reyna að finna út hvað málið væri og er þá ekki litla skinnið frekar en EKKERT komin með sveppasýkingu í klobbann, ég í ísskápinn og sótti Ab mjólk og bar á og hún sofnaði allavega, þannig að það virðist hafa slegið á. Bökuðum okkur eplaköku í dag og fórum með hana til Hillu sys og dætra og átum hana þar með þeyttum rjóma alveg eðal. Klæddum okkur svo og fórum að moka tröppurnar svona til að drepa tímann og enduðum á því að fara saman í bað við mæðgur sem endaði með að baðherbergið varð að svona temmilegri sundlaugW00t

Brynja lítið sést í dag, búin að vera með vinkonu sinni og fór svo núna á rúntinn með vinum sínum, gaman að því. Er að komast á rúntaldurinn ohhh það er svo skemmtilegur aldur í minningunni allavega:)

Ætlaði að fara að gera skattaskýrsluna fyrir mömmu en ákvað svo bara að fara með þetta dót á Skattstofuna og biðja þá að gera hana, vissi ekki fyrr en á fimmtudag að það væri hægt. Frábær þjónusta hjá þeim, pabbi fór með sína og það tók heilar 10 mínútur og allt klárt og skilað, snilld.

Jæja er að hugsa um að fara og taka eins og einn despó þátt í bælinu og fara svo að sofa bara.

Sjúlli kveður útvaxinn eftir daginnSick


Breyttir tímar, nýjir tímar

Bara hjá mér eins og þjóðarbúinu, breytingar og nýjir tímarLoL S.s. já þetta er nýja bloggið mitt og stendur ekki til að breyta því oftar. Hér ætla ég að vera og ekkert múður.

Við Katla eða aðallega Katla vaknaði kl 06.00 og var ég ekki alveg að sættast á að kl væri ekki meira, en maður segir ekki þessu tæplega 2 ára kríli að fara að sofa aftur ónei, hún var vöknuð svo ræs kelling:) Katla er auðvitað afskaplega orkumikið barn eins og þeir vita sem þekkja hana og er snögg að ná í það sem hún ætlar sér. Náði myndavélinni hennar Brynju sem by the way ég keypti fyrir nokkrum mánuðum og missti hana í gólfið og það tekur því ekki að gera við hana, Brynja átti aðra vél sem hún fékk í fermingjagjöf á undan henni en Eyþór missti hana í gólfi og tók því ekki að gera við hana, geri s.s. ekki annað en kaupa myndavélar þessa mánuðina. Ætla að fara um mánaðarmótin og kaupa eina enn handa stúlkunni:) En skrýtið samt að selja myndavélar og alveg sama hvað kemur fyrir þær þá er svarið alltaf það sama "tekur því ekki að gera við þær" varla litið á þær samt, merkilegt.......

Brynja fór á ball í gærkvöldi en var komin um kl 1 eða þá heyrði ég allavega í henni frammi, vaknaði nefnilega  við einhverja gaura sem trítluðu hérna niður Hamarsstíginn og héldu að þeir gríðarlegir poppsöngvararTounge 

Erum í basli með leigjendurnar okkar í Smárahlíðinni, borga ekki leigu á réttum tíma, skemma innanstokksmuni og eru með endalaust partýstand. Svara svo ekki síma, og/eða skella á mann ef maður hringir. Löggan gaf okkur nokkur góð ráð í gær, en almáttugur ég er búin að átta mig á að það er langbest að láta bara fasteignasölurnar sjá um að leigja fyrir sig, maður þarf þá ekki sjálfur að standa í svona leiðindum. En maður lærir bara á þessuLoL

Farin að hlakka til að fara í sumarfrí í sumar, er að spá í að fara með dúfurnar mínar kannski austur á land, taka pabba með kannski og jafnvel Hildi og dætur ef þær verða góðar, ætla samt að sjá til því Brynja er svo mikið að keppa og erfitt að skipuleggja sumrin en auðvitað vil ég helst hafa hana með, er nú líklega samt orðin of sein að sækja um bústað en ætla að sjá til. Svo er ættarmót í mömmu ætt og verður það í ágúst einhverntímann og það verður eflaust mjög gaman því ég hitti sumt af hennar fólki mjög sjaldan og meira að segja suma sem búa úti í USA hef ég aldrei hitt, en Hildur systir mömmu bjó frá því hún var ung í USAHappy gaman að því.

Læt gott heita á nýrri síðu 

Sjúlli kveður kátur bara 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband