Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.3.2009 | 12:23
Frábært Norðausturland
Kemur ekkert á óvart, allt þingeyskt er gott:) Landsbyggðin rúlar og norðausturlandið mest í þessum málum. Glæsilegt:)
Ofursjúlli kveður með þingeyskt loft í þörmum..
![]() |
Besta mjólkin í Þingeyjarsýslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2009 | 13:42
Eldfjallið gaus en hjaðnaði aftur
Já litla barnið var hálflasið á afmælinu sínu með niðurgang og kvef, en í dag tja bara eins og óvirk eldfjöll eiga að vera fjörmikil en hress.
Fékk margt skemmtilegt í afmælisgjöf, Már og famili púsl og páskaegg sem by the way fylgdu leiðbeiningar um að ætti að borða strax og að mamman mætti ekki komast í það múhahah kom frá mágkonu minni sem greinilega veit hvurslags átvagl ég er Frá Hillu og sys fékk hún hreingerningasett, fótbolta bleikan og regnhlíf og sló þetta allt í gegn sérlega þó regnhlífin, er ímynduð rigning alltaf hérna á munkanum núna. Elín sys færði henni sokkabuxur og peysu sem hún hefur ekki viljað fara úr og kallar hana úlpu
Frá afa Hauk fékk hún pening og frá okkur fékk hún dúkku og burðarstól og frá Lillu langömmu pening þannig að það var hellingur:) Svo kíktu Guðný hans Hreiðars aðeins í kaffi og stubbarnir hennar tveir gaman að sjá þau, ekki oft sem maður hittir þetta lið, eins og Már sagði í gær, það er jafnlangt frá Húsavík - Akureyrar og öfugt:) Hmm skildi hann hafa rétt fyrir sér, maður spyr sig.
Elín leiðbeindi mér með teppið í gær og ég er komin á skrið, gerði reyndar bara eina dúllu í gærkvöldi þar sem maginn var í skralli eftir mikið át múhahaha kann mér engan veginn magamál.
Brynja kom heim í morgun úr skólanum lasin, með hálsbólgu og hósta, líklega einhver flensueinkenni en sá skaðvaldur er að grassera hér á eyrinni. Eyþór var heima með Kötlu í morgun þar sem við vorum viss um að hún væri lasin, en feðgin enduðu í hjólatúr þar sem litla genið var í svaka stuði:)
Fór á spjall við góðan mann í morgun og það er svo gott að tala við hann að ég hefði getað verið bara lengur. En á eftir að fara aftur til hans fljótlega.
Best að hætta þessu og íhuga bílaþrif,
Ofursjúlli kveður andlega úthreinsaður
22.3.2009 | 08:44
2ja ára litla barnið í dag:)
Ótrúlegt sem tíminn flýgur jahérna. Um þetta leytið fyrir 2 árum var ég búin að fara 1 x upp á fæðingardeild vegna verkja, guði sé lof að maður þarf ekki að ganga í gegnum það aftur En litli stubbur vaknaði og fékkk pakkann sinn frá mömmu og pabba og frá Lillu langömmu. Frá okkur fékk hún dúkku og babyborn burðarstól, og frá Lillu langömmu pening. Hún vaknaði líka með þetta heljar kvef og kemur hlaupandi á nokkurra mínútna fresti til að láta "hnýta" en annars fersk. Situr núna og leikur sér að dúkkunni og stólnum og horfir á Róbert bangsa. Lífið er gott.
Fallegt veður í dag, alveg eins og þegar hún fæddist, þá var sól og milt veður, ég er samt 20 kg léttari en ég var þá haha maður var frýnilegur.
Ætlum að hafa smá kaffi í dag fyrir familiuna hér, en Mási og Hilmar krútt ætla að koma, Elín sys og svo pabbi, Hildur og sólirnar mínar. Brynja kemur svo seinna í dag eða undir kvöld held ég, fær restarnar:) Þeim er búið að ganga svona brill á móti sunnanliðum, einn sigur á móti Breiðablik, jafntefli á móti Kr og svo átti að vera einn leikur í dag held ég:)
Konan sem ætlaði að skoða íbúðina hætti við að skoða og ákvað að skoða stærri íbúðir fúlt. Gengur ekki allt upp sem maður ætlar sér. En gengur bara betur næst.
En allavega ætla að fara að horfa á rykið sem sést svo skemmtilega mikið þegar sólin skín svona fallega.
Ofursjúlli kveður sönglandi afmælissönginn
21.3.2009 | 14:32
Setjum X við VG
Steingrímur og fylgifiskar eru þeir einu sem er treystandi á eins og staðan er i dag. Gaman svo að sjá sjálfstæðismenn drita yfir þá, ef þeir eru svona magnaðir afhverju gerðu þeir þá ekkert eftir hrunið, drógu fæturnar og gátu ekki einu sinni upplýst fólkið um hvað var í gangi.
Get ekki ímyndað mér annað en að íslendingar séu komnir með nóg af sjálfstæðinu...
Áfram VG
Ofursjúlli kveður skærgrænn
![]() |
Sterk skilaboð frá yngra fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 08:16
Þessi fallegi dagur...
Veðrið lofar góðu í dag, logn og sól núna, alveg kjörið fyrir litlu útivistarsjúku stelpuna mína Lék sér úti í tæpa 2 tíma með Brynhildi frænku sinni í gær. Hérna get ég ekki bara sett hana út og verið svo inni og fylgst með henni en það er hægt hjá Hildi, enda með því að flytja bara til hennar múhahhahahah nei segi svona
Fór til læknis í gær út af hnúðnum og hann tilkynnti mér að þetta væri ekki æxli, hafði nú reyndar aldrei látið það hvarfla að mér. Á að sleppa því að vera að koma við þetta en fylgjast með þessu með tilliti til ef þetta stækkar, gæti verið um spurning um eitthvað í taugum. Hugsanlega mikið álag undanfarna mánuði að koma fram, finn til í öllum liðum og vöðvum. Setti mig líka á bólgueyðandi við hálsinum en það er að öllum líkindum sliti að kenni þessir verkir ekki beint vöðvabólga, þannig að þegar ég lífið verður komið í eðlilegar skorður sem verður vonandi sem fyrst, þá er bara hreyfing og meiri hreyfing, gott fyrir líkama og sál.
Brynja er fyrir sunnan, unnu Breiðablik 2-1 í gærkvöldi, eitthvað illa skipulagt samt allt þarna hjá sunnanmönnum, fengu mjög stuttan leiktíma og ýmsilegt fleira. En nennti eiginlega ekki að tala neitt við mig var ekki tími lítið á.
Katla á afmæli á morgun mikið líður tíminn, á þessum tíma fyrir s.s. 2 árum var ég farin að fá verki og var alveg ómögleg. Held það væri öllum karlmönnum nauðsynlegt að ganga í gegnum eins og eitt stykki fæðingu og finna hvað þetta er. En tæknin er ekki orðin slík að þeir geti það Verður bara lítil veisla, engin ástæða til stórrar veislu á meðan hún er svona lítil. Bara það nánasta sem býr hér í 100 km radíus:) Nema að einhverjum ættingjum sem búa lengra frá langi til að sjá barnið á þessum degi þá að sjálfsögðu eru þeir velkomnir:)
Tilboð á garni í hagkaup um helgina, var ekki til það garn sem ég ætlaði að kaupa í mitt teppi, keypti því bara í teppi sem ég ætla að gera handa Kötlu, aðalliturinn er drappaður en svo verður rautt í því líka:) Hlakka til að byrja á því, stefni á kvöldið til þess.
Ofursjúlli kveður úttaugaður
20.3.2009 | 23:27
Traust og kjaftatíkur
Gaman að því þegar fólk hefur ekkert að gera en að velta sér upp úr vandamálum annarra, sumir lifa á því og lifa og hrærast í því daginn út og inn. Ég þoli ekki kjaftatíkur svo einfalt er það. Stundum þakka ég fyrir að vera BARA Erna sjúkraliði í heimahjúkrun, ekki mjög eftirminnileg persóna nema kannski hjá mínum skjólstæðingum sem er voða gott:)
Finnst það alltaf jafn fyndið þegar fólk segir að það hafi séð mig og ég ekki heilsað því einhversstaðar, kannski hef ég ekki tekið eftir því, kannski hefur mig ekki langað til að heilsa því, eða eitthvað annað og hlýtur að vera alfarið mitt mál eða kannski hins aðilans sem ég ekki heilsaði, hefði bara getað rokið á mig og heilsað, er frekar ómannglögg sem gerir málið enn skemmtilegra, þegar ég frétti að einhver hafi sagt að ég hafi ekki heilsað og eflaust er litið á mig sem algjörlega vonlaust case sem ég kannski bara er, en ég er svo fullkomlega sátt við að vera bæði ósýnileg og vonlaust case að það er bara eiginlega ekki fyndið. Mér er líka svo nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um mig, ef einhver segir mig montrass þá bara allt í góðu, eða ófélagslynd þá líka bara "fínt" eins og mér sé ekki slétt sama um það...ef fólk vissi bara hvað ég get verið ógeðslega skemmtileg en bara innan um fólk sem mér finnst skemmtilegt Ef fólk talar um mig á bak, tel ég það vera gott mál því þá er ég allavega ekki gleymd, já svona getur lífið verið skemmtilegt.
Þegar ég var yngri átti ég trúnaðarvinkonur, sem var mjög gott en í seinni tíð hef ég frekar tekist á við eitthvað sjálf eða bara talað út í loftið og málið er dautt eða skrifa mig frá hlutunum það er mjög gott líka, finnst alltaf frekar lame þegar fullorðið fólk segist eiga trúnaðarvin, sérstaklega ef sá trúnaðarvinur er ekki makinn sem á þó að heita trúnaðarvinurinn ef fólk vill eiga slíkan vin. Ætli allir makar yrðu sáttir ef hinn aðilinn ætti annan trúnaðarvin en hann, tja maður spyr sig. Ég yrði ekki sátt ALDREI....enda finnst mér það vera pínu framhjáhald ef maður á mann og talar um tilfinningar sínar við einhvern annan, skrýtið en kannski er ég það skrýtnasta í þessu öllu.
Pæli stundum í mjög furðulegum hlutum sem er hollt fyrir alla held ég...ég get verið mjög gagnrýnin manneskja og beinskeytt en sporðdrekinn er þannig svolítið eitrað kvikindi, t.d. ætti enginn að reyna að svíkja hann því það gæti farið illa...já svona getur maður verið
Best að fara að halla sér, litla barnið vaknar snemma og þá þýðir ekkert annað en knús og meira knús
Ofursjúlli kveður með halann á lofti.....
20.3.2009 | 06:37
Góðan daginn gott fólk og velkomin á fætur
Maður nottlega bara í sveitagírnum og vöknuð kl 05 tja reyndar aðeins fyrr en gat ekki sofnað aftur. Búin að klæða mig og gera mig klára, borða hafragrautinn minn, taka vítamínin mín og kl bara 06.30 og geri aðrir betur. Allir sofandi nema ég og hlusta á hroturnar í litla geninu mínu. Hún var vakandi þegar ég vaknaði eða ég hélt það, en ég er búin að komast að raun um að hún sefur stundum með augun opin frekar óhugnarlegt.
Virðist ætla að verða fallegt veður í dag líka, en svo var verið að hrella mig að ætta að verða kalt aftur, hef líklega verið of fljót á mér að hendast í stuttbuxurnar, tja það má troða þeim niður aftur líklega.
Er að fara til dr Péturs í dag, búin að vera með undarlegan verk í kjálkanum undanfarna daga svona í húðinni svo í gær fann ég að ég er komin með risahnút undir húðinni og vont að koma við, þori ekki annað en að láta tékka, er líka hrikalega slæm í hálsinu þessa dagana og verð held ég að fá Ibufen við því..damn
Fór og spjallaði við góðan mann í gær og ræddum við margt og mikið og ætla ég að fara aftur að spjalla við hann á mánudag, oft gott að tala við fólk sem maður þekkir ekki, komst að mörgu um sjálfan mig svona þegar ég fór að velta vöngum eftir á. T.d. er ég ekki geðbiluð heldur bara manneskja með eðlilega líðan miðað við aðstæður. Ekki það að ég vissi það nú alveg
Erum að fara að sýna íbúðina í dag kl 15.30 leigjandinn lofaði að hafa íbúðina snyrtilega spurning hvort hann standi við það, hef ekki mikla trú á því, en það á nú eftir að koma í ljós. Sendi mér sms í fyrrakvöld til að spyrja hvort ég ætti ekki heima á akureyri, hefur líklega ætlað að hrella mig eitthvað, ég sendi bara til baka jú en var að spá í að bæta við "er bara mikið fyrir sunnan er nefnilega í lögregluskólanum" það hefði verið fyndið
Döggin fer í dag suður, fer í skólann til 9.30 en þá sæki ég hana og skutla henni heim, Hildur ætlar svo að sjá um að sækja hana og skutla upp í Hamar með draslið, jájá allir að hjálpast að. Ætlaði að fara með íspinna á Bubbakot í dag en ætla að geyma það til mánudags held ég en sé til kannski spænist ég og fjárfesti í ís á milli vitjana væri kúl svona fyrir helgina:)
Ofursjúlli kveður - með kylfu á lofti
18.3.2009 | 22:04
Útrás
Samt ekki erlendis heldur útrás fyrir blaðrið í mér Er að æfa mig í að hekla hérna, rifja upp og reyna að muna. Ætla nefnilega að fara að hekla mér rúmteppi sem ég ætlaði reyndar að vera byrjuð á fyrir mörgum árum síðan, en nú ætla ég að taka af skarið, man bara ekki alveg hvernig það er gert:) En með góðra kvenna hjálp reddast þetta, kosturinn við að vinna með eldra fólki og kjellurnar mínar eru heldur betur tilbúnar að bjarga mér. Ein sem framleiðir svona teppi liggur við, gerir svo mörg sagði við mig í dag að næst þegar ég kæmi að baða sig skildi hún sýna mér hvernig þetta væri gert, nú svo væri ég alltaf velkomin í kaffi með heklunálina mína
Svo gott þetta lið mitt.
Leiðindi í sjónvarpinu, Oprah sem er sýnist mér sem er að fjalla um...tja ég veit ekki, nenni ekki að horfa. Fórum í dag til Hillu pillu og voru Katla og Brynhildur að leika sér úti á tröppum eiginlega allan tímann, svo kom Arna frænka þangað en hún ætlaði að gista í nótt hjá henni með Rakeli dóttur sína sem á svo að fara í aðgerð á morgun já svona er þetta. Jú var að fatta um hvað Oprah er "á að ræða opinskátt um kynlíf" já sæll, ætti kannski að horfa múhahahhah.
Jamm jamm hef ekkert að segja bara varð að skrifa eitthvða smá því ég nenni ekki að æfa mig meira í hekla, nenni ekki að horfa á Despó (þá reyndar er ekki alveg í lagi með mig) s.s. nenni bara engu. Spurning um að fara að sofa á mínum græna eyra og hætta þessu þusi hérna.
Sjúlli kveður og ætlar að verða ofursjúllatrukkasjúkrabílstjóri og geri aðrir betur:)
17.3.2009 | 21:43
Varúð ekki leigja....
Mikið óskaplega sé ég eftir því að hafa leigt íbúðina hennar mömmu DAMN, eru einhverjir rugludallar í henni sem borga seint og illa, búnir að skemmta hluta af eldhúsinnréttingunni og loftið með múrbroti, stöðug partý hjá þeim þannig að fólkið í húsinu hefur verið að kvarta, þannig að nú fórum við systur til lögfræðings í dag til að reyna að koma þeim út, vonandi gengur það hið snarasta. Vildi kona koma og skoða í dag en það er ekki hægt að sýna hana í því ásigkomulagi sem hún er helvítis fokking fokk...
Brynja og Thelma vinkona hennar voru hér í dag að baka köku, sem maður þurfti eiginlega ekki nema eina litla sneið af til að fá ógeð svo sæt var hún en góð var hún engu að síður, maður fékk sér bara lítið í einu en oftar múhahha sleppi nú ekki svona gúmmulaðisveislu. Brynja er svo núna með stelpunum sem vinna á opnu húsi á kaffihúsi s.s. svona girls night out eða eitthvað í þá veruna:) Fór með hana til læknis í gær út af kjálkanum og þarf hún að fara til Ragnheiðar Hansen tannlæknis sem er sérhæfð í svona dæmi, þegar hún fór til Teits fyrir 2 árum þá sá hann á mynd að hún var tognuð í kjálkanum en svo er þetta að versna núna aftur, Þorgils læknir vissi ekki hvort þetta gæti verið áverki (hefur fengið bolta nokkrum sinnum í andlit ólíklegt samt) eða hvort hún gnístir tönnum eða vegna hennar fyrri sögu um krossbit. Þannig að á morgun þarf ég að panta tíma fyrir hana. Svo er hún um helgina að bregða sér í borgina með Þórsurum, alltaf nóg að gera hjá liðinu:)
Var að horfa á Latabæ með Kötlu í dag og fór að spá í að einu sinni var alltaf sagt að það væri óhollt að borða á hlaupum og svo að maður ætti að borða við matarborðið. Hmm ekki alveg það sem börnin læra í latabæ þar sem íþróttaálfurinn er á stöðugum hlaupum á eftir hinum og þessum ávöxtum og ALDREI við matarborðið skondið en auðvitað snilldar efni engu að síður, bara datt þetta allt í einu í hug:)
Katlan litla verður 2 ára á sunnudag og ætlum við að halda smotterís kaffi fyrir fjölskylduna svona ef einhver vill detta á Eyrina á sunnudaginn, ætla líka að baka köku á föstudaginn og gefa grislingunum á Bubbakoti:) Gaman að þessu, fékk fyrsta glaðninginn í dag eitthvað umslag frá langömmu Lillu spennó:)
Alltaf böns að gera í vinnunni minni sem er gott, var að plana sumarfríið mitt í dag og fer ég í frí 17 júlí -10 ágúst gæti verið að ég yrði eitthvað ögn lengur en er alveg sátt við ekki lengra frí, fer samt svolítið eftir því hvort ég fæ aukningu 1 apríl eða ekki, krossa putta bara verð að fá aukningu.
Var svo líka að leigja mér matjurtargarð 30 fm og verður nú heldur betur settar niður böppur, gulrætur og fleira slíkt góðgæti, pabbi uppveðraðist yfir þessu þannig að líklega þarf ég ekkert að gera nema að borga leigu:) Gaman líka fyrir stelpurnar að gramsast aðeins í þessu og Brynju að rifja upp garðverkin sem hún var nú ekki sjaldan í með ömmu sinni Lilju:)
Ef einhver vill fá orku og það svakalega mikla orku þá mæli ég með te sem heitir Oolong te og Puer te Wow ég hendist hérna um þegar ég er búin að drekka þetta, svo er ekki verra að þetta á að styrkja ónæmiskerfið og hjálpa manni við að losna við vökva og ég veit bara ekki hvað, tek það fram að ég er ekki að selja þetta, né á neinni prósentu við það
En allavega hætt að rausa
Sjúlli kveður blaðrandi út í eitt
17.3.2009 | 18:12
Skil nú Bubba alveg
Er nú ekkert hissa á því þó menn vilji ekki gefa vinnuna sína, þetta er jú hans lifibrauð. Ekki myndi ég vilja vinna kauplaust. Er þetta ekki það sama og Páll Óskar var að tala um ekki alls fyrir löngu, fáránlegt að hægt sé að ná sér í tónlist þeirra frítt....Farið bara á tónlist.is og kaupið lögin hans, eða fjárfestið bara í diskunum hans. Góður Bubbi....
Sjúlli kveður og styður Bubbann:)
![]() |
Bubbi hótar að hætta útgáfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |