Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Árshátíð og IceSave

24261_345260972637_750047637_3765256_5576118_n.jpg24261_345243592637_750047637_3765218_8202471_n.jpg

Ekki að þetta tvennt hafi passað eitthvað sérstaklega vel saman, heldur þá var þetta sama daginn baraLoL Fórum s.s. á bráðskemmtilega árshátíð í gær og skemmti mér mjög vel. Byrjuðum á að hittast upp í vinnu alls um 30-40 manns, bæði heimahjúkrun og heimaþjónustan og svo buðum við þeim sem fóru af HAK með okkur þangað bara gaman. Drukkið mikið og mikið hlegið og dansað. Dansaði svo mikið og var mikið stappað á mér að ég er vel marin á báðum ristum. 

Voru um 1200 manns á árshátíðinni sem er snilld. Fór í förðum til Heiðdísar Austfjörð og var megaflott að mínu áliti allavega með gerviaugnhár og allan pakkann:) Dagurinn í dag búinn að vera þreyttur, en eiginlega ekkert þunn bara gríðarlega illt í hálsinum þar sem ég sofnaði í einhverri fáránlegri stellingu.

Brynjan mín var komin heim þegar ég kom hún hafði komið um kl 1 en ég kom heim um kl 3. Unnu leikinn og hún spilaði hann allan nema nokkrar mínútur sem er nú nokkuð gott miðað við að vera að fara fyrsta sinn með meistaraflokki. Duglega duglega, fór svo að passa systur sína hjá Eyþóri í kvöld á meðan ég hafði mig loksins í það að þrífa sameignina...:)

Icesave var fellt gott með það og var ég mætt á kjörstað kl 09.03 en fór reyndar aftur um kl 11 með pabba til að kjósa, jájá maður sýnir áhuga svei mér þá.

Er að drepast úr kvíða þar sem ég er að fara í háls-nefkirtlatökuna á morgun og ég held ég hafi aldrei kviðið svona fyrir aðgerð, ekki einu sinni þegar ég fór í nýrnaupphenginuna sem var þó mikil aðgerð. Kvíði því mest að geta ekki borðað í einhverja daga helvítis ofkk en svona er etta bara. Hildur ætlar að keyra mig og sækja mig þegar ég er búin, þarf að borga þetta sjálf og þetta kostar BARA 30 þús díses, maður þarf að borga fyrir að láta meiða sig en þetta verður gott þegar þetta er búið og ég losna vonandi við þriggja ára kvefið.

Ætla að halda áfram að éta fram að miðnætti og þá borða ég ekkert nema græna frostpinna í einhverja daga skilst mér.

Hætt að vorkenna mér og ætla að fara og éta

OFURsjúlli kveður lítill núna 


Sixties og stuð

Nú fer að styttast í árshátíð Akureyrarbæjar og í ár er þemað sixties tja nú er að fara að gramsa og finna, hef ekki hugmynd um hvernig þessa blessaða sixties tíska var en maður verður bara að gúggla:)

HAK býður sínu starfsfólki á árshátíðina og held ég að það sé bara nokkuð góð þáttaka fyrir vikið hefði kannski orðið góð engu að síður en allavega er hún góð núna. Verður fyrirpartý í vinnunni og gríðarlegt stuð en þetta er s.s. ekki þessi helgi heldur næsta, verð út úr kú í aðgerð á mánudaginn enn að jafna mig eftir helgina múahhahaha.

Agalega búin að vera eitthvða þreytt þessa vikuna skil þetta ekki, fer vonandi batnandi með hækkandi sól sem reyndar veldur einungis því að maður sér betur allt það ryk sem hér er enda engar gardínur enn komnar fyrir gluggana hjá mér, spurning hvenær í ósköpunum það verður. Ekki von á góðu hjá manni ef ástandið fer ekki að batna í þessu þjóðfélagi kallar á gjaldþrot sýnist mér úff.

Er að dunda mér við að prjóna peysu á Brynju en er asskoti hrædd um að hún sé of lítil en þá verður maður bara að bíta í það súra og rekja ögn upp þýðir ekkert annað, en reyndar er Brynjan mín svo pen að líklega smellur þetta bara á hana.

Ætla að fara að kasta mér í rúmið veitir ekki af, hlakka til kl 14 á morgun komin í helgarfrí og ætlum við mæðgur að vera latar tja allavega ég og minna barnið, unglingurinn verður líklega virkur eins og henni einni er lagið þessari elsku.

Vorum að skoða bíla á netinu áðan þannig að þetta er aðeins að þokast í áttina að bíl, en þarf að ná sér í ögn meiri pening til að geta keypt hann sýnist mér miðað við verð á þeim en pabbi hennar er að skoða þessi mál, kannski dettur hann niður á eðaleintak af bíl á góðum prís hver veit.

OFURsjúlli kveður heavy 


Til hamingju með daginn konur:)

Jebb konudagurinn í dag og í tilefni af því var bakað hér í morgun af konum handa konum og síðan í kvöld fórum við konurnar og fengum okkur pizzuLoL Katlan mín hjá pabba sínum og það er alltaf jafn leiðinlegt að hafa ekki litla krílið, enda væflast maður um og veit ekkert hvað á að gera, hlakka til á morgun að sækja hana á Holtakot og knúsa hana í tætlur... Hér er mynd af snillingnum litla á öskudaginn sem henni fannst algjörlega hrikalega skemmtilegur dagur

oskudag3.jpgoskudagur_1.jpg

 Algjör prinsessa þessi krúttsprengja:)

Ég hafði það af að klára peysukjólinn minn og ég er svo montin algjörlega, hrikalega hlýr og góður og þó svo að mig klæji smá undan honum þá á hann eftir að verða mikið notaður. Er byrjuð á peysu á Brynjuna mína en það gengur hægt þar sem það er á mjög fína prjóna ólíkt peysunni minni:) En þetta er gaman hrikalega gaman. 

En myndir af henni fara í albúm hérna til hliðar og fleiri myndir fara þangað líka:)

Annars hefur þessi helgi verið óskaplega letileg eitthvað, gónt á tv, prjónað, étið og bara slakað á. Brynjan mín ekki mikið verið heima, fór á krókinn á föstudagskvöldið að keppa í fótbolta með MA, síðan í afmæli á Dalvík í gærkvöldi en hefur verið heima í dag að læra fyrir próf. Fékk að keyra niður á Greifa í leiðindafærð og veðri áðan og gekk svona ljómandi vel hjá henni þrátt fyrir að mamman æpti nokkrum sinnum upp yfir sig þó að ástæðulausu, jamm maður er nottlega ekki mikið kennaraefni

Hef ekkert að segja og ætla því að fara að sofa bara

OFURsjúlli kveður 


Sprengidagur hvað......

Öskurdagurinn á morgun og eins og góðri móðir sæmdi þá var ég að klára að græja búning á litla genið. Hún átti prinsessukjól sem pabbi hennar keypti handa henni fyrir einhverju síðan og hún hefur notað þegar hefur verið búningadagur á leiksskólanum. Mamman var svo smámunarsöm að henni fannst barnið nú ekki geta farið alltaf eins (maður er klikkaður skiptir barnið engu máli) svo saumavélin var munduð, settar blúndur hér og fjaðraskraut neðst á kjólinn og hann fékk algjörlega nýtt lúkk og tók ekki langan tíma. Sniðugt, allavega er ég ofsa montin með árangurinn. Man að þegar Brynja var lítil þá fannst mér þetta alltaf mjög skemmtilegur tími, sérstaklega þegar hún fór á þann aldur að vilja vera eitthvað annað en jasmín, eða einhver önnur prinsessa. T.d. þá saumuðum við mamma í sameiningu á hana klappstýrubúning og bjuggum til svona skúfa sem hún hristi fram og tilbaka, bara flott:)

56f8a2d7-721b-404b-8b2a-65098db6d2fe_961990.jpg

En það kemur inn mynd af Kötlu síðar:)                                                                                                                                                                           Fór til Erlings háls-nef og eyrnalæknis í gær og kom í ljós að ég er komin með miklar bólgur í slímhúð í andliti af langvarandi kvefi og smettið stútfullt (sem ég svo sem vissi miðað við snýtingar á mínútufresti). Hann setti mig á 6 mánaða steraúðakúr og svo sterk sýklalyf í eina viku og síðan ætlar hann að taka háls-nef kirtla og bora inn í kinnbeinsholurnar og ryksuga út s.s. 8 mars þannig að ég hef 3 vikur til að deyja úr kvíða. Þetta er víst ekkert skemmtilegt en verður víst að gerast annars verð ég kvefuð þar til ég drepst og hananú. Verð frá vinnu í 2 vikur og verður bara að hafa það. En dúddamía hvað mig kvíðir fyrir, svo fór hann að lýsa fyrir mér blæðingahættunni og það er akkúrat hennar vegna sem ég hef ekki þorað fyrr í þessa aðgerð og þvílík lýsing sá fyrir mér hlutina eins og í sláturhúsi haha enn á ný er ég klikk sem er svo sem ekkert nýttW00t                                                                                                                                                                                                Er alveg að sjá fyrir endann á kjólnum mínum sem ég er að prjóna á bara eftir nokkrar umferðir af munstri efst en einhverra hluta vegna nenni ég ekki að prjóna núna þessa dagana, iss og ég sem er að verða búin. Er farin að huga að næsta verkefni sem er peysa á Brynju ekki lopapeysa samt því hún er eins og ég á mjög erfitt með að vera í lopa nema kannski stutta stund. Síðan verður það kjóll á Kötlu og ég hugsa að ég verði að möndla þetta tvennt svona í einu. Kláraði sokka á unglinginn um helgina og á eftir að kasta í eina góða ullarvettlinga á Kötlu þá er ég endanlega hætt í sokkum og vettlingum. Gaman að þessu. Langar að fara að fikra mig líka meira í að sauma í saumavélinni kjóla og peysur held það sé ekkert mál bara ef maður byrjar:) Gerði töluvert af því sem unglingur og þegar Brynja var lítil en ekkert í seinni tíð

Brynjan mín er í vörutalningu núna fyrir Rúmfatalagerinn, gæti verið að þær þurfti að fara að borga æfingagjöld þar sem er hart í ári hjá öllum íþróttafélögum út af þessum ræflum sem settu Ísland á hausinn gæti lamið þetta lið.

Ekkert saltkjöt hér í kvöld, þar sem Brynja var ekki heima nennti ég ekki að elda handa okkur Kötlu tveim þar sem Katla fékk líka saltkjöt í hádeginu, en átum samt yfir okkur af vínberjum, jógúrt og bollum síðan í gær. Saltkjötið verður bara á morgun í staðinnWink Ekkert heilagt í þessum efnum

Best að fara að kasta sér fyrir framan tv í smá stund eða dást að sköpunarverki mínu s.s. kjólnum er ógó montin með hann

OFURsjúlli kveður kannski bara OFURmamma líkaKissing 


Langt helgarfrí....

Á morgun kl 15 er ég komin í 4ra daga helgarfrí jibbí skibbí bara snilld svona eftir helgarvinnuna:) Er reyndar með svo mikið planað þessa tvo virku frídaga að það hálfa væri helmingi meira en nóg, fara í klipp og lit, fara til tannsa og fara að hitta Erling háls- nef- og eyrnalæknis þetta bara gengur ekki lengur. Síðan ætlum við mæðgur bara að chilla um helgina og mála einn vegg og bora upp hillur og svona dútl bara gaman, þ.e.a.s. ef við getum ákveðið litinn, komnar þrjár litaprufur hér á vegginn og við getum ekki valið á milli Úmbra eða Hreindýrabrúnt, hver finnur upp nöfnin á litina tja hann á heiður skilið fyrir frumleikaHappy

Hildur sys fór í aðgerð í gær sem gekk vel og fær vonandi að fara heim á morgun ef allt heldur áfram að ganga vel. Var að segja Kötlu í morgun að læknirinn hefði þurft að laga Móu aðeins s.s. skera aðeins í hana og hún var mjög spekingsleg og spurði svo "mamma er hún skemmd" ég ætla ekki að lýsa því hvað ég átti erfitt með að halda andlitinu. Fórum svo aðeins til hennar eftir að Katla var búin í klippingu og Kötlu fannst þetta mjög spennandi allt saman að skoða plástrana og svonaW00t

Hreiddi frændinn minn kominn á Grensás til að þjálfa sig upp, en lenti nú í því að fá einhverja bölvaða sýkingu í sig og háan hita þannig að vonandi ná þeir því niður sem fyrst. Þetta er verkefni sem hann þarf að leysa og verður alls ekki auðvelt....hann er lamaður fyrir neðan mitti eftir þetta slys en vonandi gerist kraftaverk hjá þessum dreng, hann er duglegur.

Hef eiginlega ekkert meira gáfulegt fram að færa, ekki að hitt hafi slegið einhver met í gáfum en allavega ætla ég að fara að sofa hjá litla geninu og vona að kl verði ögn meira en 06.15 þegar hún vaknar í fyrramálið, alger snillingur...

OFURsjúlli kveður geispandi 


Herre gud........

Maður er algjörlega hættur að nenna þessu bloggi eiginlega, en best að bæta aðeins úr því og blaðra frá sér það litla vit sem eftir er í hausnum á manni.

Talaði við hann frænda minn áðan sem er kominn af gjörgæslu og á almenna deild á lansanum, laus við lungnabólguna þannig að það er gott en fer svo á Grensás hið fyrsta.  Var gott að heyra í honum röddina og spjalla aðeins við hann, hann er dugnaðarstrákur og algjör hetja í mínum augum þessi drengur... Erfitt verkefni framundan en hann tæklar það með góðra manna hjálp.....Talaði líka við hann Brósa minn en familian er alveg fyrir sunnan til halds og trausts fyrir strákinn og veitir ekki af::) 

Annars gengur lífið hjá okkur mæðgum sinn vanagang, mér tekst bara engan veginn að losa mig við sýkingar ýmist í hálsi, eða ennisholum, kvef og viðbjóð. Ætla að fara að vinna í því að láta rífa úr mér hálskirtlana sem er handónýtir og búnir að vera lengi og eru líklega að viðhalda þessum sýkingum endalaust. Var að klára kjól á Kötlu, hef aldrei prjónað kjól og var ekki með uppskrift þannig að miðað við það þá er ég nokkuð sátt á eftir að þvo hann og ganga frá endum og þá kemur almennilega í ljós hvort hann virkar fullkomlega. Er byrjuð á ermunum á minn kjól og Brynja er svo komin með ósk um eina peysu sem ég ætla að renna í gegn með mínum kjól, þetta er svo gaman:) Er búin að kaupa garn sem ég ætla að prjóna pils á Kötlu úr og líka peysu ekki búin að ákveða hvernig samt:)

Brynjan mín stóð sig eins og áður segir eins og hetja í prófunum og bætti einni 8 í hópinn þannig að þetta urðu 5 áttur, 1 nía og 1 tía og sem fyrr geri aðrir beturLoL Hún hamast enn sem fyrr í fótboltanum og ræktinni sem bættist við nú í vetur og leggur sig fram við þetta, erum ekki mikið búnar að keyra, eigum ekki skap saman í það eiginlega en verðum að leggja það til hliðar og spýta í lófanum og bruna af staðBlush Eyþór bauðst til að fá æfingaleyfi á sinn bíl og bruna með hana eða jafnvel taka hana bara í æfingaakstur á Polo, hann hefur nefnilega þolinmæðina haha annað en ég:)

Katlan mín er sami snillingurinn og venjulega, fær mikið hól á Holtakoti fyrir dugnað og gleði alltaf, var að byrja í danskennslu í dag og henni fannst það svo skemmtilegt að það hálfa var nóg. Annars hefur hún verið mikið kvefuð undanfarið og er með ljótan hósta þegar hún er sofnuð en ekkert lasin eða svoleiðis, fer svo til pabba síns um helgina og ég að vinna þannig að það er ljómandi. Kemur með gullsetningar svo maður veltist um af hlátri annaðslagið, er búin að fatta að smjaður færir henni ýmislegt haha og notar það óspart, er farin að dunda sér alveg heilmikið bara ein og getur púslað eða teiknað heillengi án þess að múkki í henni, vill samt vita af manni í nálægð:)

Vorum eitthvað að spjalla og ég var að segja henni að Mási frændi væri í Reykjavík því strákurinn hans hefði meitt sig í fótunum og þyrfti að æfa sig mikið og þá stökk hún á fætur og náði í Áfram Latibær DVD og ætlaði sko að lána honum svo hann gæti æft sig haha bara snillingur. Leikur mikið við snúð og breiðir ofan á hann teppi og gefur honum að súpa, þrífur ímyndaðan kúk af rassinum á honum og fleira og kötturinn lætur þetta allt yfir sig ganga haha snilld.

Þannig að sem betur fer er allt gott hjá okkur bara þrátt fyrir allt og verður svo vonandi áfram.

Best að fara að horfa á síðustu seríuna af Despó sem ég bara varð að fjárfesta í, eigum nebbilega allar hinar:)

OFURsjúlli kveður sáttur í bili allavegaW00t 


Skiptast á skin og skúrir í lífinu

Eigum við að ræða handboltastrákana okkar eitthvað, þvílíkir strákar, ég ýmist hoppaði af gleði eða hoppaði af reiði var ýmist of eða van en þeir unnu þessir jaxlar, þvílík veisla sem er búin að vera í boði þeirra.....hlakka til á laugardagLoL

Brynjan mín búin að fá út úr öllum prófum nema stærðfræði, búin að fá 4x 8 og 1x 9 og 1x 10 og hvað vill maður sjá þetta betra, hún er draumur í dós þessi stelpa....stendur sig svo vel og enn á ný er ég að rifna úr stoltiKissing

Katlan mín er alltaf í stuði og var farin að taka verulegan þátt í látum okkar Brynju yfir handboltanum bara tóm kæti, sótti hana fyrr til að geta horft á allan leikinn maður er nottlega engan veginn í lagi, en núna situr hún og horfir á skoppu og skrítlu á meðan mamman eldar og hangir í tölvunni dúlla alger.Kissing

Mási minn og co farin suður að hitta Hreiðar frænda og Guðnýju, ekki svo sem gott ástand þar en strákurinn er sterkur og vonandi kemur hann til með að sætta sig við nýtt líf að hluta, maður ætti að vera svo innilega þakklátur fyrir það sem maður hefur því á sekúndubroti getur allt breyst og svo var í hans tilfelli. Kominn með vatn í lungu í ofanálag en vona að hann nái að hrista það úr sér með hjálp góðra manna á lansanum, bið bara fyrir honum og hans, lítið annað sem ég get gert þó svo ég svo glöð vildi........

Get ekki sagt að gleðin sé allsráðandi þar sem maður er meira og minna með hugann á gjörgæslunni á lansanum en svona er lífið

OFURsjúlli kveður svo innilega þakklátur með það sem hann á...... 


Hver er tilgangurinn???

Hversu ranglátt getur lífið verið, þessar vikurnar finnst mér það frekar ranglátt. Árið 2010 byrjar ekki vel hjá minni fjölskyldu, innlagnir á sjúkrahús og alvarleg slys. Ég hugsa mikið til hans frænda míns núna og vildi ég gæti gert eitthvað honum og hans familiu til hjálpar. Ef guð væri til myndi hann þá ekki koma í veg fyrir svona slæma hluti, eða á maður að sjá einhvern tilgang með svona, ég sé því miður ekki neinn tilgang með þessu.

Læt þetta nægja að sinni, ég er dofin, reið, sorgmædd og allt og finnst ég svo lítilsmegnug

OFURsjúlli kveður með von í hjarta


Ein ég sit og sauma..

Ekki alveg rétt er að prjónaLoL Hamast við að prjóna mér kjól sem líklega passar ekki á mig, mig mun klæja undan honum og/eða kafna úr hita í honum, en þá fær einhver annar hann bara:) Er líka að prjóna sokka á Brynju, og er að byrja á kjól á Kötlu gott að hafa nokkur stykki til að grípa í, þá verður maður ekki eins leiður á hverju stykkiTounge

Katlan mín er hjá pabba sínum og verður fram á mánudag en þá eins og venjulega sæki ég hana á Holtakot og hlakka mikið til. Fékk ofvirkniskast hérna í gær eftir vinnu og þreif í 3 tíma, og fór þá til Hildar sys í mat og síðan hringlaði ég hérna heima í gærkvöldi saknaði litla gensins míns, skrýtið mann hlakkar til að fá smá speis en svo þegar liðið er farið þá er maður ónýtur. Mæli með að fólk eigi börn ekki nema það geti hugsað sér að hanga saman í blíðu og stríðu og ala börnin upp, þetta er of erfitt sálarlega bæði fyrir barn og foreldra að standa í svona rugli.

Brynjan mín kláraði 2ja vikna geðveikistörn í prófum í gær og er nú komin í langþráð viku frí, búin að fá tvær einkunnir sem voru bæði 8 sem er stórglæsilegt hjá stelpunniTounge Keypti handa henni risastóra marenstertu í gær og svo fær hún smá glaðning í næstu vikuGrin Fór svo til vinkvenna sínna í gærkvöldi og voru þær að elda sér saman og spjalla. Ekkert vesen á þeim bæKissing

Ég er enn að berjast við að ná úr mér slæmum hósta eftir að ég fékk bronkítis, farin að hallast að því að ég sé enn með eitthvað slíkt, bara nenni ekki til læknis sem gefur manni (gefur kosta fúlgu) einhverjar töflur sem gera ekkert gagn. Búin að vera að reyna að hlaupa en næ engu þreki en læt mig samt hafa það að hlaupa 4 km í einu, maður reynir allavega og svo líður manni svo vel á eftir. Við Katla erum komnar með taktík, ég hleyp í hálftíma og hún horfir á eina stundin okkar, síðan förum við saman í bað og skemmtum okkur konunglega við að sulla, aldrei neitt mál og mamman má sko alveg hlaupa því það er gulrót við endann s.s. baðið með mömmu gömluLoL

Við mæðgur ætlum að fara og þrífa Polo í dag, hann er svo drullugur að það er sorglegt, síðan ætlum við að elda okkur eitthvað gott í kvöld og æsa okkur yfir handboltanum jibbí skibbí bara gaman að þessum handbolta.....þeir eru góðir og þó svo að gangi bíbb alltaf vel, þá eru þeir alltaf bestir enda strákarnir okkarHappy

Litli frændinn minn hann Magnús Atli var fluttur hingað á FSA með barkabólgu litla skinnið, og er enn, hef ekki getað heimsótt hann ennþá því ég er sjálf með einhvern andskotann og vil ekki hætta á að koma nálægt honum greyinu..Elvar frændinn minn er líka á sjúkrahúsi og búinn að vera í 3 vikur, ekki gæfulegt ástand á þessu fólki mínu en vonandi fara allir að skríða saman, þetta er ekki nógu gott.

OFURsjúlli kveður kátur bara 


Handbolti er lífið

Mikil veisla framundan að horfa á EM í handbolta ætla sko ekki að missa af leik, klárt. Fylgist núna með á mbl leik ísl-frakka og eru þeir alveg að standa í núverandi heims- og ólympíumeisturum...gaman gaman:)

Fínt að frétta lífið gengur sinn vanagang, gott þegar rútínan kemst aftur á, verður einhvernveginn allt svo miklu einfaldara og maður sjálfur afslappaðri. Við Katla skunduðum í göngutúr í kerrunni í morgun í töluverðri hálku en endaðum hjá pabba og fórum svo heim aftur.

Katla er orðin mjög spekingsleg í tali og skammar mann stundum eins og harðfisk, er að læra að fara eftir fyrirmælum í leiksskólanum og segir stundum við mig ef henni finnst ég eitthvað erfið, "mamma þú verður að fara eftir fyrirmælum" haha bara snillingur. En hún fékk svona spjald á föstudaginn þar sem á stóð að hún hefði staðið sig rosalega vel í að fara að fyrirmælum í útivist og var hún mjög stoltLoL

Ása Birna fyrrverandi mágkona mín kom hérna í heimsókn á föstudaginn og var gaman að sjá hana, ekki hitt hana síðan á fermingunni hennar Brynju, klikkaði á að koma með litla guttann sinn með sér en ég fæ kannski að sjá hann í sumar:)

Brynja er á fullu að læra undir próf og verður ábyggilega mikill léttir á föstudaginn en þá er síðasta prófið og ég er  100% viss um að þessi elska  stendur sig fullkomlega eins og alltaf, bara hennar stíll:) Er að fara að keppa í dag og ætlaði ég að fara og horfa en ætla að sjá til hvernig Katla verður, ef hún sefur getum við farið en ef ekki þá komumst við ekki...

Var svo hrikalega þreytt í gærkvöldi leið eins og ég væri að veikjast en fór snemma að sofa og vaknaði nokkuð hress nema með hálsríg enda var ég í sömu stellingu og ég sofnaði í þannig að ekkert skrýtið. Er enn með mikið oní mér eftir bronkítis dæmið um jólin og orkulaus og ætla ég að sjá hvernig næsta vika verður annars verð ég að fara og kíkja á Val minn heimilslækni, næ bara ekki að hósta þessum vibba upp.

Solla datt hérna inn eitt kvöldið og spjölluðum við mikið og drukkum mikið af sterku kaffi enda ætlaði ég aldrei að ná að sofna haha en það var mjög gaman, þó svo maður búi í sama bæ þá hittir maður hana ekki of oft, ég ekki dugleg að drífa mig eftir vinnu í heimsókn  eða á kvöldin og svo bara er fólk í vinnu og allavega og hefur hreinlega nóg með sig, en ég ætla að drífa mig til hennar fljótlega:)

Ætla að kíkja á stöðu leiksins og fara svo að perla með litla barninu

OFURsjúlli kveður 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband