Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólin bara búin tja hratt gengur það

Ótrúlegt finnst ég hafa verið að skreyta hérna bara í gær en auðvitað stenst það ekki:) Búin að troða jólunum í kassa, nema seríum úti og inni þær fá að hanga þar til um helgina:) Svolítið tómlegt eftir að allt er farið en samt finn ég fyrir létti bara að vera búin að þessu.

Ísland á leið til andskotans halda sumir, ég held að klakinn sér bara í góðu lagi enn sem komið er, hef ekkert vit á þessu Icesave dæmi en er ánægð með að forsetinn virðir lýðræðið og ég er líka ánægð með ríkisstjórnina hvað sem öðrum finnst. Vona að allt fari samt ekki að hækka, bensínliterinn er nú kominn í 190 kr og það bara er yfirdrifið nóg og alltof mikið takk fyrir og góðan daginn.

Katla er hjá pabba sínum kemur svo á morgun en verður aftur hjá honum um helgina. Rakel Ýr er að fara á morgun og það á eflaust eftir að vera söknuður í þeirri stuttu sem eðlilegt er. Vona bara að sú stóra komi aftur í sumar, hef svo sem ekki mikið séð af henni enda nóg að gera með pabba sínum og vinkonum.

Er enn haugkvefuð, og næ engan veginn að hósta þessu ógeði upp en það kemur kannski núna þegar kuldinn hefur minnkað úti, mjög svekkt því ég get ekki hlaupið á Hafliða svona stútfull af hor en ég ætla að byrja aftur um helgina bara rólega. Brynjan mín er á æfingu og þess á milli hamast hún við að lesa undir próf en fyrsta prófið er á mánudag og síðan hvert á fætur öðru úff þetta er svo strembinn tími.

Búin að prjóna töluvert undanfarið, vettlinga á mig, vettlinga á Kötlu er að byrja á húfu á Brynju og svo ætla ég að prjóna kjól eða pils á mig á eftir að finna einhvern sniðugan. Vantar núna prjóna til að geta byrjað á húfunni hélt ég ætti en ég s.s. hélt vitlaust:) Ætla svo kannski að prjóna vettlinga á Sólirnar úr lopa eins og ég gerði á Kötlu en sé til, finnst nú frekar leiðinlegt að prjóna vettlinga en maður er ótrúlega fljótur að því, maður prjónar par á kvöldi auðveldlega:) Sérstaklega ssvona litla

Ætla að fara að leggja á borð er að bíða eftir stóra geninu verðum nú að borða saman á þrettándanum

OFURsjúlli kveður hóstandi 


Árið að enda....

Verð alltaf döpur á gamlársdag, viss kapítuli að baki s.s. heilt ár, með öllum þeim gleðistundum og sorgarstundum og kemur aldrei aftur og það finnst mér svo sorglegt að akkúrat þetta ár komi aldrei aftur...úff veit ekki allavega ég verð alltaf sorgmædd á þessum degi og punktur með það.

Fór til doksa í morgun eftir að hafa haldið í gær að nú væri ég að hressast, nei þá var ég með 39°hita í gærkvöldi og í morgun. Var komin með bronkítis og sýkingu í ennisholur svo ég fékk sýklalyf, gaman að því. Á að forðast að vera úti í kulda sem kemur að sjálfu sér að ég fer nú ekki að hlaupa eitthvað úti þegar ég er með hita og þegar mér er meira að segja kalt inni dúddamía. Hlýtur að lagast með tíð og tíma. Fer í blóðprufu líka á mánudag til að athuga hvort ég sé með ættarsjúkdóminn haemachromatosis eða járngeymdarsjúkdóm minnir mig að hann heiti á íslensku. Mamma var með hann og Elín og Már eru með hann en vona að ég sé ekki með hann. Er reyndar með algengur sjúkdómur en vangreindur í flestum tilfellum, Hildur sys fer líka í blóðprufu vorum búnar að trassa þetta alltof lengi;)

Katla fór til pabba síns í dag og ég sæki hana á Nýársmorgun, gott eiginlega fyrir hana þar sem ég held ég hafi ekki verið sú skemmtilegasta undanfarna daga ekkert getað farið út með henni eða neitt og Brynja á fullu að læra fyrir próf. Þó svo ég sakni hennar nú heilan helling yfir áramótin þá verður það í lagi. Við systur og Brynja ætlum að elda hjá pabba og svo bara spila, og skjóta upp rakettum og svona síðan fer Brynja á eitthvað útstáelsi en við hin förum bara að sofa:) Gott að hafa bara rólegheit enda ekki annað í boði.

Ætla að fara á morgun eða eftir áramót og kaupa mér sæng, en pabbi gaf mér gjafakort og ég ætla að kaupa mér sæng og eitthvað fleira skemmtilegt fyrir það, sængin mín er orðin svo þunn að ég þarf helst að sofa með Kötlu sæng líka og þegar ég er lasin eins og undanfarið þá duga þær 2 ekki einu sinni til. Ætla að fá mér andadúnssæng eins og ég gaf Brynjunni minni fyrir nokkrum árum svo þykk og hlý og góð.

Splæsti í síðustu seríuna af Greys áðan þannig að nú eigum við þær allar, ágætt að hafa eitthvað að horfa á, kaupi mér kannski síðustu seríuna af Despó fyrir restina af gjafakortinu frá pabba ekki galin hugmynd:)

Þoli ekki að vera heima vegna veikinda, hef alltaf samviskubit ef maður er ekki í vinnunni þar sem maður veit að fólkið manns lendir bara á öðrum. Búin að taka 30 veikindadaga þetta árið en reyndar eru 16 dagar af því í æðahnútaaðgerðina og svo fékk ég sýkinguna í eyrað sem tók rúma 10 daga og svo núna þannig að ég hef ekki verið svo sem mikið lasin heldur bara átt lengi í því sem hefur komið. Enda er það yfirleitt þannig með mig, verð sjaldan veik en ef ég verð veik þá er það eitthvað vesen, t.d. ef ég fæ sýkingu þá er undantekningalaust lengi verið að drepa hana niður merkilegt....en svona er þetta bara, stefni á nýjan og heilbrigðan lífstíl með Hafliða eftir áramótin þegar ég verð búin að hrekja alla óværu úr mér. 

Jæja ætli maður haldi ekki áfram að láta krauma í sér hérna og góni aðeins á Mcdreamy í Greys

OFURsjúlli kveður kraumandi kátur eða þannig. 


Jólasnjór

Já maður óskaði eftir hvítum jólum en halló mætti nú kannski fara einhver smá milliveg. Hef ekki séð svona mikinn snjó held ég bara síðan ég bjó í sveitinni, allavega hef ég aldrei séð svona mikinn snjó á Akureyri. Er reyndar hætt að snjóa í bili og verður farið í að reyna að ná litla Polo út úr rosa skafli á morgun.

Aðfangadagskvöld var mikið stuð. Þau feðgin Eyþór og Rakel voru hjá okkur og var það bara mjög huggulegt. Katla var í rosastuði og þurfti mikið að dansa og sýna sig held það hafi verið spenningur fyrir pökkum sem ollu þessu. En hún opnaði pakkann frá okkur foreldrunum og þá eiginlega missti hún áhugann á hinum, gerði það meira svona afþví henni var sagt að gera það:)

Hún fékk eldhús frá okkur foreldrunum, prikhest frá Rakel, Svuntu og ofnvettlinga frá Brynju, svo bók frá systrum líka, fékk prjónakjól, peysu, sokkabuxur, bol, ullarvesti hneppt, stól, dúkku, DVD diska x 3, húfur x 3, ullarkápu, snjóþotu,  og eitthvað fleira sem eg man ekki.

Ég fékk helling líka, fékk sturtusápu, handáburð, bók, gjafakort á Glerártorg (ætla sko að kaupa mér sæng fyrir það) kjól, bol, leggings, gloss, sokka, gjafabréf frá dótturinni sem hún bjó til sjálf og snýst um að þjóna mér (innihélt nokkra miða og þar var s.s. uppvask, þrif á sameign, pössun, tásunudd og fleira fallegt) og svo voru spakmæli og fallegar mömmusetningar (fannst voðalega vænt um þetta), kertadisk og 3 kerti, gipshandarfar frá Kötlu sem hún bjó til á leikskólanum, geggjaða ljósmynd, herbalifevörur, síðan fékk ég frá skjóstæðingum mínum 3 kerti og konfekt bara dúllulegt:) Allt saman alveg yndislegt.

Síðan á jóladagskvöld vorum við systur hjá pabba með dæturnar og fengum hangikjöt og meðþví.

Áramótin verðum við Hildur, ég og Brynja hjá pabba líklega en Katla verður líklega hjá pabba sínum og Rakel. Gaf henni frí í leiksksólanum á milli hátíða þannig að hún verður hjá pabba sínum fyrri part dags og mér seinnipart en fer svo til hans að morgni 30 des og ég sæki hana á nýársdag. Þarf nefnilega að vinna dobblað þann 30 des en er svo komin í 4ra daga frí.

Tók smá trylling í Lord of the rings og er búin að horfa á tvær fyrstu myndirnar en á þá þriðju eftir er að spá í að byrja á henni núna. Brynja er að vinna og ég ætla að bíða þar til hún kemur og Katla er hjá pabba sínum og ætlar með honum í Búðardal á morgun ef veður leyfir

Elín sys kom aðeins áðan en hún er að vinna öll jólin og gistir í íbúðinni hennar mömmu sem er nú eiginlega að verða síðustu skiptin sem það er hægt þar sem hún fer í leigu 1, jan.

Ætla að reyna að moka Polo út úr skafli á morgun og ætlar Hildur að kippa í hann ef hann er fastur og svo vona ég að planið verði bara mokað, hlýtur að gerast annars er ég ekki að stjórnast í því heldur einhver kona hér í húsinu. Ekki eðlilega mikill snjór hér, úff, mokaði pallinn hjá mér í dag og það er eiginlega komið allt aftur en held þetta sé nú búið í bili eða ég vona það:)

Best að detta aftur í LOTR

OFURsjúlli kveður algjör hobbiti 


Gleðileg jól til ykkar allra....

Gleðileg jól til ykkar allra sem lesa í mér bullið og megi þið öll njóta farsældar á komandi ári.

OFURjólasjúlli kveður og stekkur á sleðann sinn....W00t 


Jólatré í stofu stendur stjörnuna glampar á:)

Ekki alveg, en jólatréð er komið upp svo það jafni sig eftir útiveruna. Fórum við Brynja í síðustu viku og keyptum okkur bústinn og fallegan normansþin. Komst reyndar ekki í jólatrésfótinn í fyrstu tilraun en þá var sögin tekin og þetta massað allt saman til barastaLoL

Fjárfesti mér í hlaupabretti líka í vikunni og er eiginlega litla stofan mín sem mér fannst alveg passlega stór, en núna er hún eiginlega of lítil þar sem hlaupabrettið reyndist ögn fyrirferðarmeira en ég gerði ráð fyrir en ég elska það, það er svo gott að hlaupa á því að það er tær snilld. Enda hef ég ekki þurft að taka verkjatöflu síðan ég fékk það. Kostaði alveg slurk en margborgar sig sko. Eina að það er svolítið bras að hafa það í sambandi þar sem það slær út ef eitthvað annað er í sambandi en ég þarf að fá eitt stykki rafvirkja í málið á nýju ári.

Er að verða búin með jólagjafir, á bara eftir að bæta aðeins við Brynju mína, bæta aðeins við Eyþór og kaupa smá frá Kötlu til systra sinna, annars er allt að verða klárt bara. Á reyndar eftir að versla í matinn en ætla að renna í það á morgun eftir vinnu ef ég hef orku. Hrikalega mikið að gera í vinnunni á morgun kem ekki til með að borða neitt nema bara þegar ég er búin að vinna, búin að setja svo þétt á mig en það er bara í lagi og þýðir víst ekkert að kvarta yfir því. Allir þurfa víst á baði að halda fyrir jólin. En mikið verð ég fegin kl 14 á þorláksmessu þegar ég fer heim í 4ra daga frí. Vona að ég fái að allavega að hætta klst fyrr á þorláksmessu þar sem ég var að vinna til kl 16 í dag:) Á eftir að ná samningum um það:)

Best að fara að kúra hjá litlu stelpunni minni sem var svo gott að knúsa í dag þegar hún kom heim, var nefnilega hjá pabba sínum um helgina og líka stóran mín sem fékk eitt knús líka en hún var á króknum þannig að ég vafraði hérna ein um og vann reyndar aðeins um helgina.

Hætt að bulla og farin í bælið

OFURsjúlli kveður sjóðandi 


Dagurinn í dag var ekki dagurinn minn

Byrjaði nú samt ljómandi vel og snemma. Eða um kl 06.00 þá fannst mínum litla jólasveini tilvalið að vakna og lufsast fram. Fórum til pabba og klipptum hann og dunduðum okkur svona við eitt og annað. Síðan skellti Brynja sér í bað þegar ég var búin að þrífa sameignina nema hvað þá byrjuðu lætin. Kom úr sturtunni í sjokki og sagði að allt væri á floti. Einmitt það var allt á floti og komið vatn upp að þröskuld fram á gangi. Ég stökk til og ætlaði að sækja skúrningargræjurnar neinei var ekki þvottahúsið mitt allt á floti og byrjaði að flæði inn í eldhús. Ég fékk alveg nett sjokk og hringdi í einhvern plummer sem sagði mér að þetta væri ekkert mál hann myndi kíkja á morgun. Við þurrkuðum upp og ég rölti svo með litla genið niður í ræstingarkompu en nei þar mætti mér annað flóð og litla genið flaug á skallann og rennblotnaði öll þannig að Brynja mín yfirtók hana og ég fór að skanna hvað væri nú um að vera jújú lak ekki frá baðherberginu mínu niður í ræstingarkompu og allt á floti. Ég náði í granna sem hringdi í tengdason sinn og hann kom og skrúfaði fyrir alla krana sem hann fann. Síðan sló rafmagninu á sameigninni út en þá var nú Óli granni mættur á svæðið en hann er rafvirki með meiru, og kom þá í ljós að rafmagnstaflan var orðin rennandi blaut líka. Úff allir stóðu og klóruðu sér í hausnum þar til einhverjum datt það ráð í hug að hringja í neyðarnúmer hjá VÍS og þá loksins gerðist eitthvað. Komu hingað matsmaður frá VÍS og einhver plummer með honum og skoðuðu allt draslið hjá mér og síðan niðri og komust að þeirri niðurstöðu að þetta þyrfti ekki endilega að vera neitt hjá mér heldur alveg eins á efstu hæðinni. En mér er svo sem nokk sama þar sem tryggingarnar koma til með að borga þetta en þetta er auðvitað hundleiðinlegt að standa í svona. En niðurstaðan er s.s. þessi að Brynja eyðilagði heilt fjölbýlishús á hálftíma og geri aðrir betur, erum farnar núna að geta flissað en vá hvað ég var miður mín áðan. 

Þeir ætla að koma aftur í fyrramálið og kanna skemmdir og skoða hvað þarf að gera, mjög líklega þarf að rústa baðherberginu hjá mér og líka þvottahúsinu þar sem það virðist hafa lekið inn í veggina úff skildi ekki allt sem sagt var en mikið er ég fegin að þetta er komið í farveg, þarf bara að sleikja mig aðeins upp við konurnar í vinnunni og fá að skreppa heim til að hleypa þessu liði inn til mín:) s.s. erfiður seinnipartur svei mér þá.

Tókst nú samt að klára bæði sokkapörin s.s. var að prjóna geggjaða sokka á Brynju og Telmu vinkonu hennar, er mjög ánægð með þá Brynja á þá með rauðu hjörtunum en Telma hinaLoL Er svo búin með einn vettling á bara eftir þumalinn og ég sem hef aldrei prjónað vettlinga áður þetta er bara pís of keik enn sem komið er eins og ég segi ég á eftir að gera þumalinn:) 

snapshot168.jpg

 En hugsa að nú sé kominn tími til að fara að sofa, íbúðin í rúst og mér líkar það ekki en lítið sem ég get gert við því fyrr en búið er að laga þetta....gott að þetta gerðist núna en ekki á jóladag verður maður ekki að sjá það jákvæða:)

OFURsjúlli kveður bara blautur 


Jólin jólin hvar eru þau

Sveinarnir 13 farnir að streyma til byggða og kom Stekkjastaur kallinn í nótt og gaf Kötlu í skóinn, "afhverju er jólasveinninn svona góður við mig" spurði skottiðLoL Tja það er nú það. Gerðum voða sæta skó til að hafa í glugganum einn hjá pabba hennar og annan hjá mér, lentu báðir á Munkanum og eru bara þar , var svolítið svekkt þegar hún fór að sofa í gærkvöldi en sjatlaðist þegar mamman sagðist bara skyldi búa til nýjan skó í dag, en setti hún samt 2 spariskó til öryggisUndecided

Fórum á bókasafnið í gær og náðum okkur í nokkrar bækur til að lesa, og þar af er ein sem heitir Blíð og bangsi litli eftir Júllla Júl sem á jólavef Júlla. Þetta er svo falleg bók og mjög skemmtileg. Katla situr afskaplega spekingsleg og les hana upp á borði núna.

Skelltum okkur í leikhús um síðustu helgi og sáum Lykilinn að jólunum og skemmtum okkur allar konunglega, Brynja fór líka og Hilla og dætur. Mjög skemmtileg sýning, fengum svo að heilsa upp á persónurnar á eftir og fengum jólaöl og smákökur skemmtilegt. Renndum líka í jólahúsið og þá hljómuðu Váin alveg í óða......fórum þaðan með karamellur í poka bestu mellur í heimi þarnaTounge

Er að brasast í vissum málum og hélt að það yrði allt klárt fyrir helgi en það klikkaði og það lamdi ekki upp í mér jólaskapið. Ætla samt virkilega að reyna að finna jólaandann í dag, og drífa mig í að senda út jólakortin, já eða allavega koma þeim í umslög og skrifa utan á þau, gæti verið góð byrjun ekki satt.

Katlan mín er hjá mér um helgina, hefði átt að vera hjá pabba sínum en þar sem hann er að vinna þessa helgi og ég eina vakt um næstu helgi þá skiptum við, á líka pantað í klipp og lit á laugardagsmorgun  og jibbí skibbí hvað mig hlakkar til, meira að segja búin að finna klippinguna og litinn og allt á netinu, fer bara með tölvuna til Írisar og segist vilja vera svona.

Er orðin svo þreyttur, búið að vera mikið að gera í vinnunni auk þess sem ég vann aukalega um helgina þannig að eftir 12 daga í beit er maður alveg orðinn þreyttur og svo er maður vakinn alla daga kl 06.00 eða jafnvel fyrr þannig að jú ég fer alveg að þiggja smá slaka.....

Ætlum að trilla okkur í bæinn í dag með Hildi og systrum og skoða jólaljósin, eiginlega ekkert gefið mér tíma í það eða hreinlega haft orku, spurning að maður drullist upp í kirkjugarð og geri eitthvað þar þó ekki nema kveikja á kerti hjá þeirri gömlu. Finnst þetta erfiður tími í ár reyndar var það líka í fyrra en það eru líka nýjar aðstæður hjá mér í dag eins og þá, bara aðrar sem ég er reyndar MJÖG ánægð með en það eru samt breytingar:)

Brynjan mín var í prófi í gær í stærðfræði sem gekk þokkalega, fór svo út að borða með vinkonum í gær og kom seint heim..þannig að hún hamast við að reyna að sofa núna á meðan systir hennar sönglast hér um svæðið.

OFURsjúlli kveður þreyttur 


Allt og ekkert

Var að horfa á heimildarmynd um alkóhólisma og hún var ótrúlega mögnuð, gaman að sjá hvað frábært starf er unnið þarna eins og þetta með að stofna fótboltalið bara snilld, þetta er hræðilegur sjúkdómur..

Kemst ekki í jólastuð, skil ekki afhverju, bara er ekki að nenna þessu stússi núna. Búin að gera ýmislegt eins og að baka og slíkt en ég bara finn ekki jólagleðina sem ég hef alltaf haft. Var þekkt fyrir að vera algjört jólabarn sem ég er enn en það er samt eitthvað ekki eins og það á að vera. Var svona líka fyrir jólin í fyrra. Kannski afþví að maður er í vinnu og svo þegar maður kemur heim er svo sem ekki mikil orka í annað en að sinna því sem gera þarf og litla orminum:) Búin að kaupa alveg heilar 4 jólagjafir, græja jólakortin en svo hef ég mig alls ekki í að kaupa umslögin utan um þau eða að pakka inn jólagjöfunum, hvað þá að kaupa restina af jólagjöfunum, úff. Kannski líka spurning um að vinna í Lottóinu eða hvað. En þetta kemur alltsaman, mig langar svo að fara að brasast með stelpunum mínum, fara í bæjarrölt og svona. Lifna kannski við um helgina hver veit...ætlaði að kaupa jólatré um helgina líka kemur í ljós hvað verður með það.

Búin að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum en þarf bara að kaupa.....kannski get ég fengið einhvern til að gera það fyrir mig svei mér þá:)

Katla stuðbolti er stundum doldið virk, settist niður um henni á föstudaginn og sagði henni að anda út, anda inn og hún sat stillt og góð og tuðaði "anda út, anda inn" haha bara snillingur. Svo tók ég hana með mér í vinnuna á laugardaginn og sú sem var að vinna á móti mér kom á þvílíkasta fartinu inn og talað hratt og mikið, heyrðist í litla gerpinu mína tuldra, "anda inn, anda út" ég hélt ég myndi andast úr hlátri... held að hin hafi samt ekkert fattað. Þessi krakki er svo mikill snillingur á köflum. 

Var verið að bjóða mér 90% næturvaktir í 3 mánuði, ég hafnaði þessu annars snilldar boði, hefði í fyrsta lagi ekki sofið neitt í 3 mánuði, í öðru lagi hefði ég gert báðar stelpurnar brjálaðar vegna skapvonskunnar í mér,  og í þriðja lagi hefði ég líklega endað inni á geðdeild, eina að ég hefði haft miklu betri tekjur en get engan veginn lagt þetta hvorki á mig eða þær.

Hef akkúrat ekkert að segja, nenni bara ekki að fara að sofa en held að maður verði að gera það annars verð ég skapvondari en ég er:)

OFURsjúlli kveður fallegur að vanda:) 


Unicef allir sem einn að gerast foreldrar.....

Vá hvað mér líður vel að vera heimsforeldri Unicef þegar maður sér hvað þessi blessuðu börn búa við miklar hörmungar úff. Ég er jafnfátæk þó svo að ég borgi 2000 kr en það bjargar mörgum mörgum börnum:)

Er að fara á aukavakt í fyrramálið og sunnudaginn og er það bara gleðilegt, manni veitir ekki af smá aukapeningi, þessar vaktir t.d. borga fyrir rafvirkjann sem ég fékk um daginn til að fixa rafmagnið fyrir mig. Gott mál það bara. Svo ef ég gæti nælt mér í tvær í viðbót gæti það dugað til að borga smiðnum sem ég ætla að fá í næstu viku til að fixa fyrir mig vegginn jájá maður reddar þessu öllu saman.

Brynja mín fór í heimsókn til vinar síns og Katlan sefur. Ætlum svo að demba okkur á Lykilinn að jólunum kl 13 á morgun með Hildi og dætrum. Kannski maður komist í jólastemningu við það, er ekki alveg að komast í fíling þrátt fyrir að ég virkilega sé að reyna. Hafði það meira að segja af að kaupa 4 jólagjafir á markaði í Víðilundi í gær. Ótrúlega mikið af fallegu handverki og mun fallegra en þetta fjöldaframleidda drasl sem maður kaupir yfirleitt.

Snjóar hér núna nonstop og verður klárlega alveg þokkalega hált á morgun en þar sem maður er jú á Polo þá þarf maður ekki að hafa miklar áhyggjur. Katla ætlar að vera hjá frænku sinni á meðan ég fer í vitjanir í fyrramálið en Brynja ætlar að passa hana á sunnudaginn. Gott að eiga góða að.

Ætla að fara að lummast í bælið svo maður verði ekki alveg út úr kortinu í fyrramálið....er annars svo stútfull af kvefi og hausinn að springa í ræmur sem er ekki gott en það lagast

OFURsjúlli kveður slakur 


Mæður, tengdamæður, dætur, tengdadætur og konur almennt.

Á hvorugt en hef átt hvorttveggja. Hef alltaf haft svolítið gaman af umræðum um þessa tvo kvenflokka ef svo má að orði komast. Ef nokkrar konur hittast þá er oft sem umræða af þessu tagi kemur upp.  Held að konur séu í mörgum tilfellum sammála um að það sé alveg merkilegt að karlmaður fer alltaf í vörn ef konan fer að gagnrýna mömmu hans s..s tengdamömmu sína, það er svo varist með kjafti og klóm og klárt að konan hlýtur að hafa gert mömmu hans eitthvað ef hún lætur eins og hún lætur.  Ekki það að sumar tengdamömmur eru alveg gullmolar. Ég hef átt tengdamæður misjafnar eins og þær eru margarLoL Ein t.d. hringir í mig alltaf annaðslagið og á það til að droppar við ef hún á leið um, aðrar hvorki heyri ég né sé nema bara svona frétti af þeim í gegnum fjölskyldumeðlimi. Ekki að ég sé neitt heldur að sækjast eftir því þannig séð.

Sumar tengdamömmur eru alltaf að tala illa um "fyrrverandi" konuna, eða þá að upphefja "hún var nú svo mikil húsmóðir" gefur klárlega í skyn að sú núverandi sé það ekki. Veit um svo margar kunningjakonur mínar og vinkonur sem allar hafa einhverja svona sögu að segja nema kannski 1-2.  Gefur kannski til kynna að ef einhver skilur að þá er líklega talað eins um hana ekki satt...tja maður spyr sig.

En svo eru það tengdapabbarnir sem eru sjaldnar til umræðu nema þá bara vegna þess hvað þeir eru hjálpsamir og indælir. Líklega vegna þess að karlmenn eru sjaldnar að skipta sér af hlutum sem tengdadætur eða tengdasynir eru að gera og auk þess eru karlmenn minna að tala illa um fólkið í kringum sig heldur en konur.

Við konur erum afskaplega skrýtinn þjóðflokkur, eins og ein ung sem ég þekki og á aðallega strákavini, sagði: Stelpur eru bara alltaf með eitthvað vesen og gera drama úr öllu...Ekki skrýtið þó setningin "konur eru konum verstar" hafi verið uppgötvuð.  Hef oft pælt í þessu. Sjálf átti ég aðallega strákavini þegar ég var yngri, í dag á ég fáa vini en góða vini af báðum kynjum. Margir sem ég get kallað kunningja en eru ekki beinlínis vinir.

Konur þyrftu að prófa að hafa einn dag, "ekki tala illa um aðra konu" daginn. Afhverju erum við svona, afhverju þurfum við alltaf að rægja hvor aðra. Stundum á einhver það svo sem skilið að vera buffuð en kannski væri hreinlegast að buffa bara viðkomandi konu persónulega en ekki við aðra. Ég á eftir að buffa nokkrar en ætla að gera það persónulega en ekki við aðra..Ég er alveg eins og aðrar konur á það til að tala illa um hina og þessa en tilhvers líður manni betur!!! Held ekki, en held að manni liði betur að gera það í eitt skipti fyrir allt og það persónulega, augnliti til augnlitis.

Eitt enn svona í lokin og það er, merkilegt nokk þá þurfa konur helst að ná sér í giftan mann, ef þær eru ógiftar eða jafnvel giftar. Veit ekki hvort konur eru svona heimskar eða hvort þær skilji ekki mörkin. Er meira spennandi að reyna að ná í giftan mann heldur en ógiftan!!! Meiri spenna líklega. Rústa jafnvel tveimur fjölskyldum bara vegna spennu. Hefur þótt þetta spennandi pæling sl. ár. Ekki það að karlmenn gera þetta líka en þar sem ég er aðallega að tala um galla konunnar þá ætla ég ekki að taka fyrir galla karlmanna ekki núna allavega.  Konur geta verið afskaplega illskeyttur þjóðflokkur og merkilegt nokk þá er ég einmitt ein af þeim, illskeytt ef þannig liggur á mér en yfirleitt ekki án ástæðu samt sem áður.

Mikilvægar pælingar hjá mér, sundurlausar kannski en pælingar engu að síður...

OFURsjúlli kveður ánægður með að vera kvenmaður en skammast sín stundumW00t 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband