8.5.2010 | 00:07
Laugardagsbullið mitt:)
Mikið var nú gott að rafmagnið skildi detta út hér í ca 2 klst, kom mörgu í verk á þeim tíma, eins og ganga frá drasli á pallinum sem átti að fara í geymsluna en ég alltaf fundið mér eitthvað annað að gera, og svo þreif ég pallinn minn og endaði á því að skúra hann, þannig að núna er manni óhætt að sleikja hann svo hreinn er hann. Ekki að ég ætli neitt að fara að gera það:)
Við Brynja rifum hér aðeins í spil sem gerist ekki oft en var mjög gaman enda vann ég hana múahhahahha.
Fór með stelpurnar til læknis í dag, Katla búin að vera ómögleg og var hún látin skila þvagprufu sem kom sem betur fer vel út, og er líklega hitatopparnir bara vegna kvefpestar og pissuvesenið vegna þess að við erum að venja hana af bleyju. Bakka aðeins til baka með það og vona að þetta lagist allt saman. Augað á henni er svona hrottalegur vogris sem lítið er hægt að gera við annað en að strjúka og reyna að ná þessu út, annars þyrfti að skera í þetta og hreinsa og hann vill helst ekki gera það á svona litlu kríli þannig að nú er strokið hægri vinstri og henni fannst það svo gott:) Brynja fékk sjúkraþjálfarabeiðni og skoðaði hann öklann á henni sem og alla liði og eins og mamman þá er hún bara með svona svakalega lausa liði og verður að vera dugleg að gera æfingar ekkert sem við svo sem ekki vissum fyrir.
Annars er lífið bara gott hjá okkur, nema ég er að verða frekar pirruð á því að hanga hérna og gera ekkert, búin að vera heima með Kötlu síðan á mánudag nema á miðvikudag þá var Eyþór með hana fram að hádegi og ég skutlaðist í vinnuna. Fór út í dag smávegis og ætlar að leika sér úti allan morgundaginn að eigin sögn:) Greinilega komin með nóg af þessu líka.
Fór og lét setja sumardekk undir Brynju bíl í dag svo hún geti kannski eitthvað keyrt um helgina ef hún ehfur tíma þ.e.a.s.
Viddi búinn að koma og græja vegginn í topp stand fyrir mig, gott að eiga góða að, lagaði blöndunartækin á baðinu og skipti um öryggi fyrir hlaupabrettið líka já sæll. Bíð svo bara spennt eftir því að fá gardínurnar mínar vonandi á mánudag eða þriðjudag:)
Hætt að bulla og farin að sofa
OFURsjúlli kveður algjörlega ofur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.