Berjamór og Ein með öllu

Dúndruðum okkur í bæinn við mæðgur með Hildi og dætrum til þess að sjá hann Sveppa sem og við gerðum. Fórum svo og fengum okkur, blöðru, candyflos og pylsu allt eftir kúnstarinnar reglum og svo heim bara. Katla var ekki alveg að fíla þennan hávaða og læti og bað mömmu sína vinsamlega um að fara heim;)

Skruppum svo aðeins úr í Krossanesborgir til að klifra á fjallið eins og Katla segir og finna ber, skoða fugla og svona eitt og annað. Fundum ótrúlega mikið af berjum og týndi Katla meira upp í sig en í dallinn en náði samt að fylla hann. Henni finnast grænjaxlar ekki síðri en þau bláuLoL

dsc00225.jpg

 Snýr vitlaust en nenni ekki að breyta því en þarna var hún í óðaönn að gúlla í sig þeim bláu;)

dsc00221.jpg

 Þetta komst þó í dallinn og ætlar hún sko að fá sér skyr, ber og rjóma og MIKINN sykur á morgun.

 

 

 

 

dsc00226_1014249.jpg

 Og svona voru margar þúfur enda sú stutta ákveðin í að fara þarna á morgun og týna restina sem  hún þurfti að skilja eftir, var alls ekki sátt;)

Búinn að vrea fínn dagur, Brynja og frænka hennar farnar á djammið en Brynja á að vinna svo á morgun frá kl 14-18 og þá er hún hætt í Gallabuxnabúðinni. Annars alltaf eitthvað sem kemur upp, var byrjuð hjá bænum að vinna í Hamri við þrif og var þá boðin meiri vinna hjá Þórsurum að vinna við leikjaskólann, síðan er hún að fara að vinna á Greifanum um næstu helgi þannig að það er ekki hægt að segja að þessi elska sé löt, hef ekki við að fylgjast með henni ;)

Best að fara að halla sér fljótlega verður vaknað snemma á mínu heimili ef ég þekki litla genið rétt.

OFURliði kveður glaðurSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband