8.8.2010 | 15:08
Góð helgi að enda
Veðrið búið að vera snilld um helgina. Henti mér hér á pallinn í sólbað kl 09 í morgun og lá þar í tæpan klukkutíma þá var orðið heldur heitt Pabbi kíkti í morgunkaffi og harðfisk og spjölluðum mikið eins og við eigum vanda til.
Við Brynja brunuðum svo á Handverkshátíð, keyptum okkur sápur, eyrnalokka og hárband svo eitthvað sé nefnt. Síðan fórum við í Holtasel í ís og almáttugur hvað ísinn þarna er góður, ætlaði að fá mér hundasúruís en hann var ekki til Fer aftur síðar í vikunni og kanna málið. Fékk reyndar hrottalega í magann eftir átið en maður verður nú bara að leyfa sér smá og kveljast þá smá Líður hjá eftir nokkra tíma, vona að það verði búið áður en ég fer að vinna haha svo ég verði ekki í keng með gamla liðið mitt.
Brynja var að vinna í 10 tíma á Greifanum í gær og annað eins í dag líklega erum svo duglegar mæðgur að það hálfa væri nóg. Lágum svo báðar eins og sprungnar blöðrur hér upp í sófa og horfðum á mynd um miðnætti í gær;) Ég var búin kl 23 en hún 24 þannig að kvöldið var ljúft það litla sem við áttum saman af því;)
Á föstudagskvöldið ákvað ég að breyta aðeins til hjá mér og henda einni kommóðu inn í herbergi til mín sem var á ganginum en sú breyting kostaði 2ja tíma vinnu því ég þurfti alltaf að breyta einhverju öðru og svo öðru þannig að þegar Brynja kom heim um nóttina sagðist hún hafa haldið að hún hefði farið inn í vitlausa íbúð hahahahha en þetta varð allavega til þess að ég gat hent heilum svörtum ruslapoka af drasli þannig að það greinilega var þörf á þessu. Á eftir að finna smá lausn á forstofunni hjá mér, mig vantar svo pláss þar s.s. stærri forstofu haha;)
Ætla held ég að leggja mig í smá stund er alls ekki góð núna allt þessum ís að kenna bwahahah
OFURliði kveður stútfullur af yndslegum ís;)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.