Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
15.6.2010 | 23:25
Hvað er betra en fólk:)
Lífið er gott, finn núna hvað það er gott að hafa familiuna sem maður sér ekki mjög oft í næsta húsi. Mási bró og Hilmar frændi eru í íbúð okkar systkinanna núna í 5 daga sem er alveg hér við hliðina og það er bara snilld;) Sjá smettið á þeim á hverjum degi er bara gaman og gott...
Katla mín fékk að vera heima í dag að chilla og gerði það sko með sóma. Var alltaf hóstandi í nótt þannig að við ákváðum að vera bara heima, fórum á bókasafnið og fengum okkur svo ís. Fórum svo aðeins og hittum Hreiðar frænda okkar sem var að útskrifast af Grensás eftir 5 mánaða dvöl og var gaman að sjá hann þó stutt væri og auðvitað litlu frændur okkar og hana Guðnýju hans
Veðrið búið að vera snilld undanfarna daga og maður er hreinlega að kafna úr hita. Sólarströnd hvað!!!!
Búin að vera dugleg að hreyfa mig sl. viku og passa upp á matarræðið þannig að þetta stefnir allt á rétta leið hvað það varðar. Reyndar í dag var leti en verður tekið á því á morgun í staðinn;) Stefni á maraþon á morgun haha.
Spurning hvort maður dembi sér á ættarmót í Kelduhverfi um næstu helgi, er í nefnd og kemur í ljós á laugardag hvort ég nenni að fara, stelpurnar verða ekki heima þannig að ég kannski bara geri eitthvað allt annað ;)
OFURliði borinn;)
13.6.2010 | 07:31
Helgarlúll
Ég er orðin gluggagægir á morgnana um helgar. Það er ekki eðlilega fyndið og ótrúlegt að ca kl 07-07.30 fer fólk að spýtast út úr blokkunum hérna, ýmist hálffullt eða þá bara svona djammsjúskað, allir með hausinn niður í bringu í von um að hitta engan sem það þekkir. Hefur fengið sér lull einhversstaðar en alltaf þessi tími mér finnst það fyndnast. Sit hérna við eldhúsborðið mitt og ég er búin að sjá 4 síðan ég kom á fætur, forða sér á hlaupum eða hlaupa inn í leigubíl:) Gaman að þessu:)
Leikur hjá Brynju minni í dag með meistaraflokki kvenna, er í hóp og vonandi fær hún aðeins að spreyta sig. Ætla að fara að horfa, stefnir í annan eins dag í dag eins og í gær og hann var sko heitur. Mér líður frekar illa í miklum hita og ég var alveg búin á því í gær, fór bara að hlaupa ;) Ef sólin hefði verið hefði maður reynt að hanga úti i ró og spekt.
Langar í einhvern fjallgöngutúr í dag, er reyndar með hausverk frá hell núna, þannig að ég veit ekki hversu sniðugt það er en ætla að sjá til hvort þetta líði ekki út í dag.
Heimsótti Brynju í vinnuna í gær og henni tókst að selja mér skó, þeir eru reyndar algjörlega ógeðslega flottir eða mér finnst það, þarf að fara í að vinna upp dömugenið hjá mér, ekki alveg nógu mikið til af því hjá mér. Var meira að segja að panta mér pils..og ekki bara 1 heldur 2.. dúdderí
Reyndi að ráðast á randaflugubúið upp á eigin spýtur í gærkvöldi spurning hvort þær hafi drepist, hef ekki enn séð neina allavega á pallinum hjá mér. Komu svo mikið inn á pallinn hjá mér og allaleið inn og þar sem ég þoli ekki þessi kvikindi þá ákvað ég að prófa, en hringi annars í Hjalta meindýraeyði á morgun.
Katlan mín í Búðardal en kemur heim í dag ásamt, systur sinni og Ponntusi kærastanum hennar, Mási bró og Eyþór fóru vestur að kíkja á fugla. Svo verður Mási bró og Hilmar hér í viku þar sem Himmi er að fara í Arsenal skólann gaman að því;) En hlakka til morgundagsins að sækja litla gorminn minn á leikskólann jibbí skibbí:)
OFURsjúlli kveður svalur
7.6.2010 | 16:27
Það er gott að elska......
Alveg hið fallegasta veður hér í dag, byrjaði daginn á því að hjóla upp í Naustaborgir og það var heldur betur hressandi, fór svo með Brynju minni til að kanna hvernig Lögmannshlíðarhringurinn liggur, misskildi málið hélt við ætluðum að labba hann en sem betur fer þá keyrðum við bara hefði ekki orkað að fara þennan langa "spotta":)
Fórum og spókuðum okkur í bænum í sólinni, keyptum okkur ilmvatn og sumarpils, settumst svo og fengum okkur kaffi og latté:)
Þetta er bara ljúft. Verið að velta fyrir mér að evran lækkar og lækkar búin að lækka t.d. um 3 kr síðan fyrir helgi en samt heldur allt áfram að hækka, væri ekki eðlilegt að eitthvað myndi lækka af erlendum vörum, nei ég bara spyr, hef ekki hugmynd um það en finnst það einhvern veginn eðlilegast!!!!!
Katlan mín litla skundaði á Munkann eftir leikskóla gaman að því. Skelltum okkur í Mývatnssveitina í gær og dunduðum okkur svo hér heima eftir það.
Ætlaði að þrífa fyrir hádegi en er enn ekki byrjuð á því, finn mér allt annað að gera í svona veðri en ætla að hendast aðeins um með ryksuguna núna svo það sé frá
OFURsjúlli kveður hress bara
6.6.2010 | 09:27
Lífið og tilveran
Í dag eru 2 ár síðan elskuleg mamma mín dó, erfiður dagur, margt sem rifjast upp í kringum þann tíma en sem betur fer þá hafa hlutirnir mildast einhvern veginn en söknuðurinn alltaf til staðar. Hugsa oft "ef hún hefði fengið rétta meðferð strax þá væri hún kannski enn hér" en svona hugsanir eru bara til að rífa mann niður en hugsa þetta samt sem áður. Ætlum upp í garð á eftir með einhver falleg blóm á leiðið hennar.
Var góður dagur í gær hjá okkur Kötlu í gær, fórum upp í Kjarnaskóg í þvílíkt flottu veðri með Hildi og dætrum með nesti og lékum okkur í næstum 3 klst, enda er ég með gríðarlega strengi, það tekur á að fara í aparóluna komin á þennan aldur haha en það var virkilega gaman og þreytt lítil stúlka sem kom heim og fór í balabað á pallinum í hitanum og steinsofnaði svo bara
Brynjan mín fór í grill til ömmu sinnar og afa og í sund með systur sinni en þau voru hér í tjaldvagni. Síðan var farið í reunion hitting með Glerárskólagenginu. Gaman að því hvað krakkarnir halda saman.
Ætlum að henda okkur í hjólatúr á eftir og kíkja í smá kaffisopa til afa á eftir. Síðan bara að reyna að njóta dagsins og dreifa huganum smá.
Var að kanna verð á legsteinum og dúddamía við hefðum betur keypt stein í fyrra, sami steinn og í fyrra kostaði 175 þús kostar núna 220 þús, maður er alltaf að tapa en ég ætla að renna mér í Höfðakapellu og fá bæklinga á morgun.
Er komin í sumarfrí og er í því til 18 júlí jibbískippí vona bara að veður verði gott að hluta allavega, það byrjaði vel í gær og heldur vonandi áfram, allavega fékk ég smá lit í smettið í gær:)
Njótið dagsins og knúsist
OFURsjúlli kveður pínu dapur;(
28.5.2010 | 19:58
Blaðurskjóða eða gossip girl
Skelltum okkur í bráðskemmtilega sveitaferð með Holtakoti í morgun við Katla og var ekki lítið gaman að sjá öll dýrin enda af mörgum tegundum
Katla fékk að halda á kiðlingnum honum Kerfli og eins voru hún og Gunnella vinkona hennar í algjöru banastuði.
Eurovision annaðkvöld og ég hef ekki einu sinni heyrt nema kannski 5 lög og finnst þau öll jafn leiðinleg en maður horfir nottlega getur ekki verið þekktur fyrir annað. Brynja og Telma ætla að vera í Júróstemningu hér og einnig verðum við í að skipuleggja för til Dundrum í Dublin haha jájá meira um það síðar:)
Kosningar líka, margt að gerast og maður nottlega búinn að ákveða hvað maður kýs ekki vandræði með það eða er það nokkuð.
Hef aldrei neitt að blaðra um en einhver óútskýrð þörf hjá mér að tjá mig samt, ætla að fara og "passa" hana Kötlu mína annaðkvöld en hún er hjá pabba sínum en hann þarf aðeins að vinna og þá auddita kemur mamma gamla í góðar þarfir og sjálfsagt auðvitað:)
Brynjan mín komin með vinnu á Króknum hjá pabba sínum og guði sé lof fyrir það, á eftir að setja niður vaktirnar fyrir hana en þau ætla að gera það í sameiningu eftir helgina þannig að þetta er allt að reddast. Ég byrja í sumarfríi næsta föstudag og verður bara fínt, finn ég er komin með smá pirring í vinnunni minni og þá er gott að fara í langt frí og koma ferskur tilbaka vonandi, Katla fer í frí 3 júlí þannig að við fáum rúmar 2 vikur saman og svo verður hún hjá pabba sínum í tvær:)
Ætla að hætta enda ekkert að segja
Ciao
OFURsjúlli alltaf á blaðrinu:)
14.5.2010 | 16:17
Hrun og njálgur
Litla barnið versnandi aftur sem bendir til að lyfin eru ekki að gera sig. Andrea barnalæknir svo indæl búin að vera í mailsambandi við hana núna. Á að slaufa þessum lyfjum þar sem hún fær svo í magann af þeim og vill hvorki drekka né borða og er ósköp ergileg litla skinnið. Núna á að prófa önnur lyf og athuga hvort það sé mögulega njálgur sem valdi svona furðulegum einkennum er víst þekkt að hann geti valdið ónotum í þvagrás (fæ hroll) ...kemur betur í ljós á eftir hvað Andrea vill gera. Gengur nottlega ekki að litla barnið finni stöðugt til. ÚFF
En annars er lífið bara rólegt, dundum okkur hér við að gera ekki neitt og horfum aðallega á sjónvarp. Lítil eirð til að gera nokkuð reyndar, ætt úr einu í annað og grátið og volað þess á milli. En vonandi horfir til betri heilsu. Ég er að veerða brjáluð á þessu ástandi líka, fer ekkert og að vera með henni svona ergilega herna fer alveg með mann til lengdar við erum að tala um að þetta er að verða 1/2 mánuður sem hún er búin að vera xtra slæm.
En að einhverju öðru. Öskufall í Eyjum og í Rvík gaman að því. Vorkenni fólki svo sem ekkert á þeim slóðum miðað við það sem fólkið undir jökli þarf að þola það er sko ekkert grín. Mann langar mest að pakka ofaní tösku og fara á staðinn og bjóða fram aðstoð sína, hefði gert það kannski ef ég hefði haft möguleika á því.
Hvítflibbar handteknir í erg og gríð og bara gott um það að segja, menn verða að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og gott að þeir geri það einnig, hafa komist upp með asskoti margt í alltof langan tíma. Sem veldur því að maður á varla í sig og á því allt hefur hækkað svo helvítis melirnir. Auðvitað finnur maður kannski aðeins til með familium þessara manna en þær tóku sinn skerf af þessu öllu þannig að þeirra mál bara held ég...
Verð svo hrottalega ill þegar ég hugsa um þessa drullupela sem brostu framan í fólk, og þáðu fálkaorðuna fyrir hin og þessi afrek, afrek sem leiddu svo til efnahaghruns á klakanum. Sigurður Einarsson er maður sem ætti að handtaka og færa í handjárnum á fótum og höndum til Íslands og sýna í beinni útsendingu, ætli hann myndi vera með þennan hroka þá....uuujá eflaust hann er nefnilega svo rosalega mikið saklaus og allir bara svo rosalega vondir við hann greyið.
Hætt að ergjast en mikið vona ég að njálgur hlaupi í rassgatið á þessu liði, þar á hann heima en ekki í litla gullfallega rassinum á dóttur minni.....
OFURsjúlli kveður foxillur
12.5.2010 | 22:47
Lífið og tilveran á eyrinni
Djöfuls ræflar eru þessir kaupþingskallar iss myndi míga á þá ef ég sæi þá Sigurður Einarss. hann eiginlega gefur skít í þjóðina með þessum stælum sem hann er með, megi honum verða hegnt eins og hann á skilið og hananú. Jón Ásgeir, 2 íbúðir upp á 3,2 milljarð eða eitthvað álíka dísess svo er til fólk eins og ég sem þurfum að hugsa um hverja einustu krónu og hefur ekkert aukalega á mánuði dúddamía hvað ég verð reið.
Litla barnið mitt komið á lyf við þvagfærasýkingu loksins, og svo svaraði Andrea barnalæknir mér og ráðlagði mér að gefa henni bólgueyðandi með sýklalyfinu og þá fyrst fór henni að líða aðeins betur greyinu. Úff en eitt leiðir af öðru, fær svona í magann af sýklalyfjunum að það hálfa væri helmingi meira en nóg en allavega er lystin að skána því hún er búin að borða meira í dag heldur en sl 10 daga held ég Hún er svo mikill snillingur, ég bað hana að ganga frá eftir sig í dag kom þessi dramatíski svipur á hana, "mamma ég er svvvo lasin" hahahah fljót að læra hvar er hægt að mjólka hlutina:) En henni tókst það.
Frí á morgun, fattaði það nú ekki þar sem allir dagar renna saman í eitt, en sem betur fer þá sparar maður sér allavega veikindadag fyrir hana með því, en vonandi getur hún farið á Kotið á föstudaginn.
Fyrrverandi mágur minn lánaði mér hjólastól á hjólið mitt þannig að nú er bara að láta setja það á og fara að bruna um þegar litla genið verður orðin hress.
Er sjálf komin með verki í axlir og háls enda ekkert getað hreyft mig allan þennan tíma sem litla greyið er búin að vera lasin en ætla að gera tilraun á morgun annars enda ég óvinnufær..gaman að þessu s.s. eitt leiðir af öðru.
Brynjan mín að fara suður í fyrramálið að keppa með meistaraflokki, sé hana varla orðið þó svo að það séu frídagar, því þá er hún einhversstaðar að keppa sem er gott mál enda hennar líf og yndi. Stendur sig eins og hetja í skólanum fékk út úr einu stærðfræðiprófi núna og fékk hún 9.9 og gat eiginlega ekkert lært þar sem bókin hennar var læst inni í skólanum. Er svo stolt mamma að það hálfa væri helmingi meira en nóg.
Best að fara að horfa pínu á tv, vona að Katlan mín sofi eins og stjarna í nótt og vakni ekki fyrr en kl sjö, vaknaði meira að segja rúmlega 7 í morgun sem var alveg eðall:)
Knús á ykkur öll og njótið morgundagsins
OFURsjúlli kveður algjör OFURmamma
11.5.2010 | 11:36
veikindi
Litla barnið mitt enn hundlasið, enginn svefn í nótt eða allavega mjög lítill, hágrét og bað mömmu að að "laga þetta". En mamma gamla gat ekkert annað gert en gráta með litla barninu og vona að nóttin liði hratt. Líður skárr núna en erum að bíða eftir þvagprufu aftur. Keypti helling af góðu til að drekka og vona að hún verði búin að skila því fyrir kl 17 en þá eigum við að fara upp á FSA. Móðurhjartað kremst við svona vesen..finn svo til með henni enda ekkert grín að hafa ekki pissuverkfærin í lagi kannast sjálf við það.
Þurfti að fara á sýsluskrifstofuna í gær og ég meina það, Akureyrarbær er með herferð í gangi með að bæta framkomu og þjónustulund síns fólks, en alveg er ég viss um að gleymst hefur að kynna þetta fyrir starfsfólki sýslumannsskrifstofunnar, þyrfti svo sannarlega að kunna að bjóða góðan dag að fyrra bragði svo ekki sé talað um allt annað. Eiginlegi mætti mér bara dónaskapur þarna og alls ekki í fyrsta skiptið.
Best að hætta öllum pirringi og fara að sinna litla barninu
OFURsjúlli kveður alls engin OFURmamma
8.5.2010 | 00:07
Laugardagsbullið mitt:)
Mikið var nú gott að rafmagnið skildi detta út hér í ca 2 klst, kom mörgu í verk á þeim tíma, eins og ganga frá drasli á pallinum sem átti að fara í geymsluna en ég alltaf fundið mér eitthvað annað að gera, og svo þreif ég pallinn minn og endaði á því að skúra hann, þannig að núna er manni óhætt að sleikja hann svo hreinn er hann. Ekki að ég ætli neitt að fara að gera það:)
Við Brynja rifum hér aðeins í spil sem gerist ekki oft en var mjög gaman enda vann ég hana múahhahahha.
Fór með stelpurnar til læknis í dag, Katla búin að vera ómögleg og var hún látin skila þvagprufu sem kom sem betur fer vel út, og er líklega hitatopparnir bara vegna kvefpestar og pissuvesenið vegna þess að við erum að venja hana af bleyju. Bakka aðeins til baka með það og vona að þetta lagist allt saman. Augað á henni er svona hrottalegur vogris sem lítið er hægt að gera við annað en að strjúka og reyna að ná þessu út, annars þyrfti að skera í þetta og hreinsa og hann vill helst ekki gera það á svona litlu kríli þannig að nú er strokið hægri vinstri og henni fannst það svo gott:) Brynja fékk sjúkraþjálfarabeiðni og skoðaði hann öklann á henni sem og alla liði og eins og mamman þá er hún bara með svona svakalega lausa liði og verður að vera dugleg að gera æfingar ekkert sem við svo sem ekki vissum fyrir.
Annars er lífið bara gott hjá okkur, nema ég er að verða frekar pirruð á því að hanga hérna og gera ekkert, búin að vera heima með Kötlu síðan á mánudag nema á miðvikudag þá var Eyþór með hana fram að hádegi og ég skutlaðist í vinnuna. Fór út í dag smávegis og ætlar að leika sér úti allan morgundaginn að eigin sögn:) Greinilega komin með nóg af þessu líka.
Fór og lét setja sumardekk undir Brynju bíl í dag svo hún geti kannski eitthvað keyrt um helgina ef hún ehfur tíma þ.e.a.s.
Viddi búinn að koma og græja vegginn í topp stand fyrir mig, gott að eiga góða að, lagaði blöndunartækin á baðinu og skipti um öryggi fyrir hlaupabrettið líka já sæll. Bíð svo bara spennt eftir því að fá gardínurnar mínar vonandi á mánudag eða þriðjudag:)
Hætt að bulla og farin að sofa
OFURsjúlli kveður algjörlega ofur
30.4.2010 | 23:46
Sumarið er tíminn
Fórum mæðgur í dag og fjárfestum í grilli og sólbaðsbekk og litlum sólstól handa Kötlu í RL búðinni. Nú erum við því sem næst klárar fyrir sumarið. Nema að enn vantar Döggina mína vinnu sem er ekki gott damn. En vonandi dettur hún einhversstaðar inn. Held í þá von allavega.
Viddi mágur kom og græjaði fyrir mig vegginn, klæddi hann með gereftnum og er búinn að græja gólflistann líka en eftir að setja hann á:) Síðan er ég búin að panta screen gardínur sem ég er búin að ætla að kaupa í heilt ár, enda verðum við mæðgur allar fegnar þegar þær verða komnar upp en þær verða tilbúnar 11 maí og kemur maður og setur þær upp fyrir mig jibbí....
Katla mín varð allt í einu í gær svona hundlasin og rauk upp í hita, var svo með óráði í nótt en vaknaði svo í morgun haugkvefuð með smá lumbru, þannig að við vorum að dunda okkur hérna til kl 17 en þá kom pabbi hennar og sótti hana, ég verð að vinna tvöfalt alla helgina þannig að þetta er þeirra helgi:) Hlakka samt mjög til að hún komi aftur.
Fór og fjárfesti í litlu krúttlegu hjóli handa henni og er hún að æfa sig í því að hjóla, og ótrúlegt hvað henni hefur farið fram á stuttum tíma þessu krútti þannig að hún verður orðin hjólatúrafær í enda sumars vonandi. Ætla svo að fara til Vidda í skíðaþjónustunni og fá mér hjólastól á hjólið ef einhver stóll passar, stóllinn sem hún á passar ekki á mitt hjól bara Eyþórs en vonandi finn ég einhvern.
Brynjan mín fékk loksins sumardekk á bílinn en þau eru ekki komin undir enn en fer á mánudag og læt setja þau undir, enda ætlar löggan að fara að sekta þá sem ekki eru komnir á sumardekkin núna um mánaðarmótin, pabbi ætlar að dúndra mínum undir á morgun þannig að þetta fer allt að koma:)
Liggjum hérna mæðgur algjörlega flatar og höfum það huggulegt núna, ég ryksugaði og skúraði og hljop á meðan Brynja fór á æfingu og síðan erum við bara punkteraðar. Var á leið í rúmið áðan þegar Wallander var að byrja í tv og ég er ekki enn farin inn enda góð mynd í tv núna sem alveg er vert að vera þreytt í vinnunni á morgun fyrir:)
En ætla að láta þetta gott heita núna og fara bráðum að halla mér allavega halla mér í sófann fyrir framan tv:)
OFURsjúlli kveður nokkuð sáttur bara.....